Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1981, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1981, Page 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Laugardagur 21. mars 1981 10. tbl. TÍMANS Hjónin Gerður Sigtryggsdóttir og Jósep Kristjánsson f rá Breiðumýri J K. f. 29/5 1887 d. 14/2 1981. G.S. f. 11/7 1896 d. 4/7 1978. Nýlega lést á sjúkrahúsinu á Húsavik Jösep Kristjánsson fyrrum bóndi og sim- stöóvarstjóri á Breiöumýri i Reykjadal, S'king. Hann var næstum 94 ára gamall °8 aldursforseti þeirra Reykdæla. Kona hans hét Gerður Sigtryggsdóttir og dó hún fyrirtveim og hálfu ári. Þessi hjón bjuggu h Breiöumýri frá 1920, Jósep þó lengur. Kfeiöumýri var að minnsta kosti frá alda- mötum, og er að nokkru enn, miðja fVeitarinnar. Þangað lágu leiðir allra. Par var og er þinghús hreppsins, þar voru haldin héraðsmót, iþróttamót og akernmtisamkomur af ýmsu tagi, jíar var |*knissetur fyrir uppsveitir sýslunnar, haf var simstöö og bensinstöð, bókasafn hrePpsins, og fleira mætti nefna, sem ger&i Breiðumýri að miðstöð sveitarinn- ®r- Þau Jósep og Geröur voru i meira en h^ifa öldforsetar Breiðumýrarfólks, kjöl- lestan 1 margþættu mannlifi þar, fyrir- mannleg og virt vel. Það má þvi nærri geta að margur á minningu um samskipti Vlft þessi hjón. Gerður Sigtryggsdóttir var reykdælsk I hh og hár, og þau hjón bæöi, þótt fram- ®ttir þeirra væru viðar að úr sýslunni. j^erður var frá Hallbjarnarstöðum i eykjadal, ein af niu börnum Sigtryggs el8asonar og Helgu Jónsdóttur. Voru Hallbjarnarstaðahjón sjálfmenntuð I esta lagi skýr traust og geröarleg. Einn °nur þeirra var Björn á Brún, harðdug- egur búmaður sem lengi var I forustu- veit Þingeyinga. Nú eru aðeins fjögur allbjarnarstaðasystkinin á lifi: Tryggvi Haugabóli, faðir Inga fyrrv. alþingis- manns, Eysteins jarðeðlis- og veðurfræð- ings og þeirra systkina, Hreinn sem á miðjum aldri flutti með fjölskyldu sina norðan Ur Laxárdal suður á land og bjó lengi á Egilsstööum i Villingaholtshreppi, SigrUn og Herdis húsmæður á Húsavik og Herdis móðir Hreiðars Karlssonar kaup- félagsstjóra þar. Gerður á Mýri var greind kona og minnug, hafði fasta og fina skapgerö og ákveðnar skoöanir laus við tilgerð og tild ur. Frásaga hennar var ljós og formföst og skemmtileg. Má segja að hún hafi ver- ið fljUgandi mælsk og minnti hún i þvi efni á Sören á Arndisarstöðum móðurbróöur sinn, en hann var frægur um sýsluna fyrir mælsku og frásagnargáfu. Gerður var handlagin og kunni vel til verka. Hún var stjórnsöm húsmóðir á sinu heimili, holl- ráð og trygg vinum sinum og venslafólki. Jósep var sonur Kristjáns Guðnasonar og Guðnýjar Jœepsdóttur, sem bjuggu fyrst á Litlulaugum siðan á Fljótsbakka en fluttust I Breiðumýri rétt fyrir alda- mótin siðustu. Frá þeim tima átti Jósep heima á Mýri. Tvær systur átti Jósep, Guðrúnu sem dó um fermingu og Kristrúnu, sem lengst af átti heimili á Breiðumýri, en hefur nú búið siðustu tvo áratugina eða svo hjá Helgu frænku sinni I Laugabrekku i Reykjadal, komin á tiunda tuginn og ern eftir aldri, þótt lengi væri hún heilsutæp. Guðný móðir þeirra syst- kina var af Illugastaðaætt, dóttir Jóseps Kristjánssonar frá Illugastööum I Fnjóskadal, en bræður hans voru m.a.

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.