Íslendingaþættir Tímans - 20.05.1981, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 20.05.1981, Blaðsíða 2
Guðbjörg Snorradóttir og Einar Gíslason frá Húsum Þegar ég undirrituB kom ung og ókunnug stúlka til heimilisstofnunar og búsetu i Asahrepp i Rangárvallasýslu laust eftir 1940 var mér strax tekiö opnum örmum af góöum og velviljuöum ná- grönnum. Meöal þessara nýju granna voru hjónin Guöbjörg Snorradóttir og Einar Gislason á Húsum, sem fögnuöu mér vel þó aö aldursmunurinn væri ærinn — enda voru þau bæöi ung I anda. Af þessum fyrstu kynnum minum viö þau hjón spruttu margra ára náin samskipti og trygg vinátta, sem hélzt allt til dánar- dægurs þeirra, en þau eru nú bæöi látin. t þeim fáu og fátæklegu oröum, sem hér fylgja á eftir, vil ég minnast þessara látnu sæmdarhjóna meö þakklæti fyrir þá tryggö og vináttu, er þau sýndu mér og fjölskyldu minni allan þann tfma, sem viö áttum samleiö. A þá samfylgd bar aldrei minnstu skugga og mun slikt næsta fátitt um nágranna. Guöbjörg Snorradóttir var fædd ao Steinsholti í Eystri Hrepp, Arnessýslu hinn 14. febrúar 1890, dóttir hjónanna Margrétar Jósepsdóttur og Snorra Jóns- sonar, er þar bjuggu þá. Niu ára aö aldri fluttist Guöbjörg meö foreldrum sinum frá Steinsholti aö vestari bænum á Húsum 1 Asahreppi, en þar átti þaö fyrir henni aö liggja aö lifa alla sina ævi upp frá þvi. A Húsum kynntist hún nefnilega mannsefni sinu, Einari Gislasyni, sem átti heima I eystri bænum, en á Húsum var jafnan tvi- býli. Einar var fæddur 14. febrúar 1886, sonur Gísla bónda Einarssonar og konu hans, Onnu Finnbogadóttur, sem lengi bjuggu þar I austurbænum. Þau Guöbjörg og Einar hófu búskap á vestri bænum á Húsum áriö 1922 og bjuggu þar allt til ársins 1967, er Einar lézt 81 árs aö aldri. Þá flutti Guöbjörg til Reykjavlkur og átti þar heimili til ævi- loka. Eftir aö til Reykjavfkur kom, dvald- ist Guöbjörg lengi I skjóli dóttur sinnar, Sigrlöar, og eiginmanns hennar Einars Ágústssonar, en siöasta áriö dvaldist hún á elliheimilinu Grund. Guöbjörg andaöist á Landakotsspital- anum hinn 5. mars sföastliöinn eftir skamma legu. Hjónin Guöbjörg og Einar eignuöust fjögur börn, öll búsett I Reykjavlk, og eru þau þessi talin I aldursröö: Margrét, hús- freyja, gift Guöjóni Tómassyni, Sigrlöur, húsfreyja, gift Einar Agústssyni. óskar, bifreiöarstjóri, kvæntur Söru Helga- dóttur. Agústa, iönverkakona, ógift. Einar eignaöist einn son áöur en hann 2 giftist, Stein aö nafni, en hann er kvæntur Gróu Jakobsdóttir. Þau eru búsett I Hverageröi, en Steinn er starfsmaöur viö Vinnuhæliö á Litla-Hrauni. Astriki mikiö var meö þeim Guöbjörgu og Einari og var hjónaband þeirra hið far sælasta, þó aö oft væri áreiðanlega þröngt I búi. Tímarnir voru erfiðir og þjóöin aö rétta úr kútnum, eftir margra alda fátækt og einangrun. Þau Húsahjón bjuggu alla slna hjúskapartfö I litlum og þröngum torfbæ, framan af ævi meö barnahópinn sinn, og geröu sér þaö aö góöu. Þrátt fyrir takmarkaö húsrými var allt hreint og strokiö innánbæjar og húshaldiö var til fyrirmyndar, þó aö húsmóöirin nýti engra nútfmaþæginda annarra en rafmagns og vatns — en þess má geta, aö vatniö var jafnan fengiö meö brunndælu. Sama var aö segja utan húss, þar var aldrei neinum lifsþægindum né tækni fyrir aö fara. Einar vann ætlö öll sín bú- verk meö handverkfærum eða,, aöstoö hesta sinna, en búnaöistsamt vel. Þaö var lærdómsrlkt aö koma aö Húsum og skynja. þar fortiöina — önn hennar og erfiöi, en jafnframt atorku, nægjusemi og hjarta- hlýju hins Islenzka bændafólks frá upp- hafi vega. Ég er sannfærö um, aö þetta óbrotna og heilbrigöa fólk, sem nú er flest horfiö af sjónarsviðinu var á margan hátt hamingjusamara, en þeir, sem nú lifa á tlmum auös og allsnægta. Þaö varöaöi veginn fyrir eftirkomendurna, sem njót- um nú árangursins af starfi þess og striti — en umframt allt mannkostum og forn- um dyggðum. Þau Einar og Guöbjörg voru einmitt lifandi dæmi um þaö. Seint munu heimsóknirnar aö Húsum liöa mér úr minni, og óneitanlega er þaö sárt aö eiga þangaö ekki framar erindi. Þar ríkti hinn glaöværi og gestrisni andi gömlu Islenzku sveitabaöstofunnar. Hús- móöirin var fljót aö bera fram kaffi og góögjörðir, þegar gesti bar aö garöi og margar skemmtilegar samverustundir áttum viö Guöbjörg yfir rjúkandi kaffi- bollum og ljúffengu meölæti. Þaö er mér sérstaklega minnisstætt, að I öllum okkar samræöum heyröi ég hana aldrei lasta nokkurn mann, þaö segir ekki lltiö um innræti hennar. Þá spillti nærvera Einars ekki ánægjunni, því aö hann var meö af- brigöum hress og léttur i lund. Börnin mín fimm hlökkuöu llka ævinlega til þess aö heimsækja hjónin á Húsum, þar sem þau voru bæði sérlega barngóö og áttu auövelt meö aö taka þátt I geöi og sorgum smá- fólksins. Og þó aö mörgu væri aö snúast, gáfu þau Guöbjörg og Einar sér alltaf tlma til aö sinna gestum sinum, og fóru þá ekki í manngreinarálit. Þar var af auölegö hjartans aö miöla, þó aö efnin væru ekki mikil. Já, þaö er rík eftirsjá aö svo góöum grönnum sem þeim Húsahjón- um, en jafnframt mikil gæfa aö hafa átt þau aö vinum og samferöamönnum svo langa hriö. He'öan frá Borgarholti fylgja þeim hlýjar kveöjur — einnig frá börnum okkar hjónanna, sem dvelja I fjarlægö. Blessuð sé minning þeirra Einars Gíslasonar og Guöbjargar Snorradóttur. Þórunn Guöjónsdóttir, Borgarholti- islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.