Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1982, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1982, Side 3
heilsu aö striöa nær áratug, og dvaldi þá á sjúkrahúsum. Slikt var sár raun fyrir Bjarna, sem þó bar þær sorgir i hljóði. Þeim hjónum varð Þhggja barna auðið. Elst er Sigriöur f. 1927, gift séra Gisla Kolbeins i Stykkis- hólmi. Næstur er Sigjón f. 1931, giftur Kristinu Einarsdóttur. Þau búa ásamt fimm börn- úni sinum i Brekkubæ. Þriðji og yngsturer Baldur f. 1936. Hann er vélstjóri og einn af eigendum m/b Sigurðar ólafssonar SF-44. Hann er ný- lega fluttur á Höfn. Hann er ókvæntur. Bjarni hefði án alls efa orðiö vel liðtæk- ur við framhaldsskólanám. Hann hafði mikla fróðleiksþörf og vildi ganga menntaveginn. Bjarni var einn vetur i unglingaskóla, fermingarárið sitt. Siðan naut hann tilsagnar séra Þórðar i Bjarna- nesi. Og veturinn 1915-1916 var Bjarni i þeim ágæta skóla, Gagnfræðaskólanum á Akureyri, siðar Menntaskólinn á Akureyri. Vegna fjárskorts varö Bjarni aö hverfa frá námi eftir þennan eina vetur °g mun þaö ekki hafa verið honum sárs- aukalaust. Eins og Bjarni sjálfur sagði, Þá var móðir hans ein við búið, hann var e>nbirni, og varð þvi að snúa sér að bú- skapnum, likt og forfeður hans höfðu gert Um langan aldur. Bjarni var ræktunarmaður jafnt i starfi bóndans, sem og i lifi sinu öllu. Hann taldi ávallt að landbunaðarstörfin heföu veitt honum lifsfyllingu og aukið þrek og þroska. hekktastur verður Bjarni I Brekkubæ fýrir störf sin aö söngmálum og hljóö- fæarleik. Veturinn á Akureyri var vel nýttur hjá Bjarna, þvi þar tók hann tima tvisvar i viku, allan veturinn hjá Magnúsi Einarssyni organista. Um vorið þegar heim kemur 1916 spilar Bjarni i fyrsta sinn i Bjarnaneskirkju og hélt þvi óslitið t>l ársins 1978, eða 62 ár. Eátitt, ef ekki einsdæmi slikt úthald. Bjarni fór siðar á námskeið i Reykjavik hjá Páli tsólfssyni svo og i söngskóla Sigurðar Birkis. Bjarni byrjaði strax 1920 að æfa kóra. Lengi var æft á heimili hans. Það voru á- nægjulegar stundir, sagði Bjarni. Við söngstjórnina var Bjarni virkur um hálfrar aldar skeið. Hann var heiöurs- fálagi Karlakórsins Jökuls, sem er sýslu- kór, með þátttöku manna úr öllum hrepp- um. Bjarni átti auðvelt með aö laða fólk til starfa og var rómaður fyrir prúðmennsku v>ð söngstjórn, sem og hvarvetna i um- gengni við annað fólk. Timabiliö 1920-1970 kenndi Bjarni orgelleik, og auövitaö á heimili sinu. Þeir urðu margir og sumir vel liðtækir, sem voru viö nám i orgelleik i Brekkubæ á hálfrar aldar timabili. Eélagsmálamaöur var Bjarni mikill. Hann var ungmennafélagi frá 1911 og stjórnarmaður þess félags frá 1924-1956. Bm fjörutiu ár sat Bjarni i hreppsnefnd islendingaþættir Jón Valdimar Lövdal Mann setur ávallt hljóðan;- þegar mað- ur heyrir andlát vinar og félaga. Ekki hvað sist þegar um slys er að ræða og menn á besta aldursskeiöi láta lifið og eru horfnir af sjónarsviðinu. Mánudaginn 1. mars s.l. lagði báturinn Grunnvikingur frá Sandgeröi net sin und- an Hafnarbergi. Vildi þá svo til að einn af skipverjum tók útbyrðis og drukknaði. Skipstjóriog áhöfn gerðu allt sem i þeirra valdi stóð til leitar og var lengi leitað en án árangurs og á skipstjóri og áhöfn þakkir fyrir. Góður Guö blessi skipstjóra áhöfn og skip og alla þá sem tóku þátt i leit að Jóni Valdimar. Sérstakar þakkir til björgunarsveitanna sem tóku þátt i leit- inni. Jón Valdimar Lövdal var fæddur 9. des. 1959 sonur hjónanna Sigrúnar Jónsdóttur og Edvard Lövdal. Þau slitu samvistum á uppvaxtarárum Jóns. Var hann i sveit á sumrin og lengi að Sauðhaga, Vallar- hreppi. Likaði heimafólki þar mjög vel við hans framkomu og störf og fékk hann mikið lof fyrir. Til Noregs fór hann 16 ára gamall og vann þar viö landbúnaðarstörf og fékk góð meðmæli þaöan. Sama ár réð- ist Jón til sjós á Grunnviking og var þetta 7. vertiðin þegar hann drukknaði. Hann fékk mikið þakklæti frá skipstjóra sinum fyrir áræðni og dugnaö. Ég sem þetta skrifa færi mági minum miklar þakkir fyrir ánægjulegar sam- og álika lengi i skólanefnd. A áttræðisaf- mæli Bjarna var hann gerður að fyrsta heiðursborgara i Nesjum. Það fór vel á þvi. Bjarni var mikill samvinnumaður. Hann skildi samtakamátt þess félags- forms og sagöi aö kaupfélagið hefði verið lyftistöng allra framfaramála i sýslunni, starfaði það bæöi að verslun og likt og banki gagnvart fólkinu, sem var að koma upp húsakosti sinum. Það er grundvöllurinn að vexti og við- gangi Hafnarkauptúns, hvernig á mál- um var haldiö frá hendi kaupfélagsins, sagði þessi aldna kempa. Hann virti mjög kaupfélagsstjórana, Jón ívarsson, Bjarna Guðmundsson og Asgrim Halldórsson, en hinn siðastnefnda taldi Bjarni einstakan fyrir sakir lipurðar og manndóms. Ahugamál Bjarna voru fjölmörg. Hann var mikill bókamaöur, las og stúderaði t.d. fræði dr. Helga Péturs, en Helgi á- samt Jónasi Jónssyni frá Hriflu, voru þeir utanhéraösmenn sem Bjarni dáði mest. Ættfræðigrúsk haföi Bjarni lengi á- stundaö. Hann átti gott bókasafn, sem veitti honum ótaldar ánægjustundir, ekki sist er á ævina leið. Bjarni var ágætlega ritfær og samdi byggðasögu Nesja, sem þvi miður var mikið stytt og þar með stór- skemmd, við útgáfu, likt og aðrir byggða- söguþættir varöandi þessa sýslu. Þyrfti að huga að sérstakri útgáfu handrits Bjarna i heild svo og annarra ágætis- manna, sem færðu i letur mikinn fróðleik vegna útgáfu Byggðasögu Austur-Skafta- fellssýslu. Bjarni var áhugasamur Nialisti. Um þau fræöi sagði hann. „Það er lifsskoðun min að þar fáist sannanir fyrir þvi dýpsta i kristindómnum og aukinr. skilningur á þvi háleitasta I kenningum Meistarans.” Bjarni gekk öruggur á vit örlaga sinna, taldi raunar að hann færi á æðsta tilveru- stig. Það var mér ómetanleg lifsreynsla og lærdómur að kynnast göfugmenninu og hugsuðinum Bjarna i Brekkubæ, fyrir það er nú þakkað að leiðarlokum. Börnum, ættingjum og öðrum vensla- mönnum sendi ég samúðarkveðjur. Útför Bjarna Bjarnasonar var. gerö frá hans gomlu sóknarkirkju i Bjarna- nesi, laugardaginn 27. mars. Friðjón Guörööarson. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.