Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1982, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR
Miðvikudagur 18. ágúst 1982 — 32. tbl. TÍMANS
Johannes Carl Klein
kj ö tkaupmaður
f. 24.2. 1887
d. 30.7. 1982
Johannes Carl Klein kjötkaupmaður á Baldurs-
Eötu 14 andaðist 30. júlí s.l. á Vífilsstöðum, 95
ara að aldri. Þessi velgerðarmaður minn var
gæddur miklu þreki og var andlega hress og
minnisgóður til hinsta dags, en fótfúinn og
bundinn við hjólastól síðustu árin.
Klein réðst árið 1915 sem veitingamaður eða
„restauratör" á elsta Gullfoss, fyrsta skip
Eimskipafélagsins og fyrir eigin reikning. Þá var
enginn íslenskur bryti til, sem gat gegnt starfinu.
Heimsstyrjöldin geisaði, hættur voru hvarvetna á
höfunum og fáir farþegar með skipinu. Veitinga-
salan á Gullfossi reyndist því fyrsta brytanum
engin auðsuppspretta. Starfinu fylgdi hins vegar
ýmis kynni. Þá var Sveinn Björnsson, síðar fyrsti
forseti ísl. lýðveldisins, stjórnarformaður Eim-
skipafélagsins og á heimili hans var Klein tíður
gestur. Frú Georgía var dönsk og saknaði danskr-
ar spægepylsu og svínakamb'. Brytinn á Gullfossi
var vel kominn til þen ra hjó: a með góðgætio, og
hjá þeim kynntist hann stúlkunni Elínu Þorláks-
dóttur frá ísafirði. Hann giftist henni 1918 og
settist þá að í Reykjavík.
Klein gekk ungur á matreiðsluskóla hjá „besta*
eldhúsi Kaupmannahafnar" Le diner transpor-
table, og útskrifaðist þaðan 1908. Jafnframt'
matreiðslunáminu sotti nann kvöldskóla í verslun-
arfræðum. Að námi loknu sigldi hann tvö ár sem
matsveinn, síðara árið á stóru farþegaskipi sem
gekk milli Skandinavíu og Ameríku. Þar líkaði
honum illa og skipti um farkost og áfangastað í
desember 1909 og réði sig á Ask. leiguskip sem
Thor Tulinius hafði í förum milli Kaupmanna-
hafnar og íslands. Skipið tók 20 farþega og var
Klein eini matsveinninn um borð. Föður hans-
þótti það undarlegt ráðlag þegar sonurinn réð sig
á „smákopp", sem kúldraðist norður til fslands.
eftir að hafa verið á stórskipum í förum til New
Tork. í íslandsferðum var Klein sinn eiginn herra,
en ekki þjónn annarra eins og hjá hinum stóru.
°g hann steig ölduna á íslandshafi næstu 8 árin.
Þá var oft þrútið loft og þungur sjór. Haustið
1913 var Klein bryti á lslandsfarinu Kong Helge.
Hm mánaðamótin okt-nóv. 80 mílur norður af
Færeyjum á leið til Noregs fengu þeir á sig brotsjó
1 ofviðri. sem svipti brúnni af skipinu, en þar stóðu
Þá fyrsti stýrimaður og tveir hásetar. Þetta var um
hálftíu að kvöldi. þreifandi myrkur og fárviðri og ,
engin björgun möguleg. Annar björgunarbátur-
inn molaðist við reykháf skipsins, sem hraktist
stjórnlítið uns Klein og öðrum stýrimanni tókst
að rétta það af, og farmi sínum skiluðu þeir til
Noregs eins og áætlað var.
Eftir að hafa tapað á veitingum á Gullfossi,
gafst Klein upp á þeim starfa og tók að sigla á
flutningaskipi milli Danmerkur og Englands í von
um betri afla. Þetta var 1917 og kafbátahernaður
Þjóðverja í algleymingi. Þá var það hinn 29. apríl
að tundurskeyti frá kafbát hæfði skipið á
Norðursjó. Skipið sökk, en áhöfnin, 18 menn,
komst slysalaust í björgunarbáta. Klein var
snöggklæddur þegar sprengingin varð, en gat
gripið jakka um leið og hann hljóp niður í annan
bátinn. 1 tvo sólarhringa voru þeir að velkjast við
lítinn kost i návaðaroki um Norðursjó, án þess
að sjá til annarra skipa en kafbáta. Þá loks bar
þá í sjónmál hollensks kútters, sem var að veiðum
og bjargaði mönnunum.
Eftir þessa svaðilför gerði Klein stuttan stans í
Kaupmannahöfn og réð sig bryta á íslandsfarið
Geysi og settist að í Reykjavík.
Johannes Carl Klein var fæddur og uppalinn í
Kaupmannahöfn. Þegar hann kom fyrst til
Reykjavíkur 1909, blasti við honum hafnarlaust
sveitaþorp í kvosinni milli Grjótaþorps og
Skólavörðuhæðar. Þetta var timburhúsaþorp í
dálitlum vexti; menn voru að ljúka við að reisa
húsin við Tjarnargötuna og tengja götuita í
Skuggahverfinu beint við Miðbæinn, Hverfisgatan
var orðin til og Landsbókasafnið, fegursta húsið
í Reykjavík. Reykvíkingar voru teknir að byggja
úr steini, og steinhúsum fjölgaði næstu árin.
Klein virtust íslendingar fátækir og illa klæddir,
en húsin, sem þeir reistu, stækkuðu og fríkkuðu
með hverju ári og klæðnaðurinn skánaði, a.m.k.
í Reykjavík. Annars þótti honum Reykjavík
leiðinlegur bær og fátt um skemmtistaði. Helst
var að líta inn á Hótel ísland, þar sem nú er
Hallærisplanið. Á Hótel Skjaldbreið var kaffihús,
og svo var Norðurpóllinn inn við Hlemm, en þar
var veitingahús á ystu mörkum bæjarins. Þrátt
fyrir fábreytt mannlíf og fátækt, festi Klein hér
yndi, steig á land og réðst sem matsveinn á
strandferðaskipið Vestra, sem sigldi milli Reykja-
víkur og Akureyrar, og lenti að sögn Kleins á 46
höfnum í aðalferðum haust og vor. Þá var
strandferðaskipið aðalsamgöngutækið við af-
skekktar byggðir, því að vegir voru engir nema í
helstu kaupstöðum og bíllinn varla kominn til
sögunnar. Klein kynntist nú íslensku ströndinni,
heillandi björtum sumarnóttum og hrímsvörtu og
úfnu skammdeginu.
Eftir um þriggja ára strandsiglingu réði Klein
sig á Kong Helge, og þaðan lá leiðin á fyrsta
millilanda skipið sem Islendingar eignuðust og
eftir það var hann um skeið bryti á björgunarskip-
inu Geir, uns hann gerðist verslunarstjóri fyrir
Matarbúð Sláturfélags Suðurlands við Laugaveg
42 á horninu á Frakkastíg. Þegar hann var orðinn
verslunarstjóri hjá íslensku fyrirtæki, taldi hann
sér skylt að læra málið og leitaði til Freysteins
Gunnarssonar, sem þá vann að íslensk-danskri
orðabók. Freysteinn bar undir nemandann
merkingu danskra orða, svo að kennslustundirnar
urðu oft langar, og Klein lærði að skilja íslensku,
en hann lærði einnig að athuguðu máli að ekki
var ráðlegt að mæla á þá fungu. Reykvískum
sælkerum, vaxandi stétt manna í kaupstaðnum,
þótt það traustvekjandi að kaupa kjötvörur, þar
sem dönsk tunga var töluð fyrir innan búðarborð-
ið. Danir voru talsvert áberandi í bæjarlífinu og
Framhald á nsestu síðu