Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1982, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1982, Blaðsíða 3
Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði f. 8./1. 1889 d. 12./7. 1982 Guðrún lifði 93 ár og hálfu ári betur. Það er hár aldur, fyrir lamaða manneskju, sem liggur máttvana í rúminu, á fjórða tug ævi sinnar. Ég kynntist þessari sæmdarkonu áttræðri, var þá að skila til hennar kveðju, frá látnum manni, vini mínum. Sá maður, sem hér um ræðir, var Húnvetningur, eins og eiginmaður Guðrúnar. Þau hjónin, Guðrún, frá Melgerði og maður hennar, voru búsett á Hvammstanga. En maður sá, er bað mig fyrir kveðjuna, bóndi, frammi í Miöfirði, í sömu sýslu. Þeir voru kunningjar. Þannig kynntist þessi vinut minn bænakonunni Guðrúnu. frá Melgerði. - Hvað skal helzt sagt um konu, sem á langan æviferil að baki, viðburðarík- an- Hvað cr hægt að segja í fáorðaðri minningagrein, um konu, sem bar þjáningarnar með hugprýði og af þolgæði, áratugum saman og kvartaði ekki. Guðrún Guðmundsdóttir var hagorð kona. Henni lágu ljóðin létt á tungu, og orti mikið um sína daga. Ljóðabækur á ég, eftir hana. Þau Ijóð lýsa andríki og mildum hugblæ. Ung að árum orti hún ljóð um andleg efni, þau Ijóð sýna þá þegar, trúarþel hinnar ungu stúlku. Guðrúnu þekkti ég í 13 ár. Heimsótti hana oft, á Elliheimilið Grund. Bar Guðrún því vistheimili gott vitni. Við, Guðrún Guðmundsdóttir, frá Melgerði attum samleið, í bæninni. - Bænakonan gladdist v‘ð heimsóknir mínar. Hún sótti sinn styrk í hatnalífið. Bænin var hennar daglega iðja. Margt hænaversið orti Guðrún og bænirnar hennar misstu ekki marks. Konan mín og börn okkar hjóna, búsett í Reykjavík, heimsóttu Guðrúnu, Þegar þau gátu. Þeim, ogokkur hjónunum fannst v>ð fara betri út, í hvert sinn, eftir heimsókn til hinnar rúmliggjandi bænakonu. Svo fannst og mörgum fleirum en okkur. Eitt sinn. í heimsókn til Guðrúnar. varð ég v°ttur að atviki, sem eigi glevmizt. Á meðan á heimsóknartíma stóð, kom inn til Guðrúnar hona. og tók við bréfi. sem Guðrún rétti henni. ^onan bað Guðrúnu að lesa bréfið fyrir sig. Þetta Var erfiljóð. um mann konunnar. sem minnst er jh Konan féll í sáran grát. Guðrún huggaði konuna og mælti: „Ég hef reynt þessu líkt vina jmm Maðurinn minn missti heilsuna. Hann heimsótti mig eins oft og hann gat. Hann kvaddi m*g síðustu kveðju. hér. Ég komst ekki neitt. Ég skil þig. Fjnn (j| með... Treystu Guði." Þessi voru nugguriarorð Guðrúnar. Konan fór út. léttari í sP°ri. Það voru fleiri en ég. konan mín ogbörnin okkar, sem fundu bænayl og trúarstvrk, hinnar lömuðu konu. Guðrún Guðmundsdóttir. frá Melgerði. skrif- aði og orti. á meðan þrekið entist. 91 árs, gat Guðrún ekki skrifað lengur. bæði af sjóndepru og svo var hægri hönd hennar orðin máttvana og gat ekki haldið penna. En Guðrún orti Ijóðin sín, á meðan hún gat talað. Svo þraut heyrnin og þrekið einnig. Þann 12. júlí 1982 hvarfþessieinlægakona bænarinnar inn á lendur eilífs lífs. Guðrún Guðmundsdóttir, frá Melgerði, hafði kvatt jarðlífið. Vertu guðs friði falin. Þórarinn Elís. Jónsson. KVEÐJA Hugur reikar gegn um rökkurtjöld, rísa minningar, sem endurgjöld. Mætast væri mörgu að segja frá, mun þó tjáning verða harla smá. Fæddist vestra. Kollafjörðinn kær kvaddi að árum þroskuð. vaxin mær. Þarna ólst hún upp, við kröppust kjör Kjark ei misti, lundin hlý og ör. Foreldrunum hlýðin, blítt fram bar beztu sögu. skjólið þeirra var. Bænakonan unga, einnig þá undi sínum hag, Guð treysti á. Giftist, flutti burtu, fjöllin blá fjarri heimaslóðum. þau hún sá. Handan yfir flóann Ijós hún leit. Ljúfa minning birti heimasveit. Árin liðu, einnig heilsan með. Orkan þvarr, en samt var hennar geð ljósum prýtt, þar lýsti trúin traust. Trú, sem lífsfleyið bar heim í naust. Hún orti Ijóð og sálma, guði gaf göfugt hjarta, lýsti huga af Ljósgjöful var beðin bænin heit. bjartan ljóssins geisla sálin leit. Fábreytt verður sagan. lt'tið Ijóð,- lýsir naumast helgum bænaróð. Langan þræddi þjáninganna veg, þraut ei hugann Ijós, né huggun treg. Höfuðprýði dáð hennar og dyggð. Dásemd, hennar orð um heimabyggð. Æskuminning hlý og bernskan björt, blessun veitti, skýin eyddust svört. Nú er hennar endað, æviskeið. Eftir lifir minning, björt og heið. Þökkum vina, góð þín gengin spor. Göfug minning flytur sólríkt vor. Horfin ertu, margir minnast þín. Minningarnar lifa, geislinn skín. Þú ert sæl, á ferð til Ijóssins lands. Launin hlýtur. Trúarinnar krans. Þórarinn Elís. Jónsson. t F. 8.jan. 1889 D. 12. júlí 1982 Heim til Drottins dýrðarlanda dagur sérhver fram mig ber. Þar sem ekkert gerir granda og gleðin bíður eftir mér. Nú er blessuð Guðrún mín frá Melgerði komin heim til dýrðarlanda Drottins. „Lífið er mér Kristur", gat hún sagt. Það sýna fögru trúarljóðin hennar, sem borizt hafa um landið í Kristilegu vikublaði og í fleiri ritum. Hún lifði og hrærðist í trúnni á Drottin okkar og frelsara, þótt hún væri rúmiiggjandi yfir þrjátíu ár. Margir hafa komið að rúmi hennar til þess að fá fyrirbænir, og eftirmælin, sem hún orti, eru eins og græðandi smyrsl á sár. Ég átti því láni að fagna að eignast vináttu hennar. Fyrstu bréfin hennar eru frá Árbakka á Hvammstanga. Nú er það stór bunki af bréfum og Ijóðaheftum, sem hafa veitt mér ómetanlega blessun og gleði, því að gleðin í Guði hefur fylgt henni alla löngu Ieiðina. Ég kvaddi hana níu dögum fyrir andlátið, og spurði um líðan hennar. „Jú, ég finn nú stundum til, en hefi svo mikið að þakka.“ Þó var sjón hennar og heyrn á förum. - Ég veit, að aðrir mér færari skrifa um þessa merku konu, betur og meira, en ég hafði mikið að þakka. Og Guði þakka ég af hjarta vináttuna og fyrirbænirnar. Um samfélag trúaðra segir sr. Friðrik: Því yndi verður aldrei lýst, það aðeins reyndur veit. Nú á elliárum finnst mér ég vera borin áfram á vængjum Drottins. vegna fyrirbæna trúuðu vinanna, sem Guð hefur gefið mér. Blessuð veri minning Guðrúnar. Guð blessi og gefi ávöxt af starfi hennar fyrir Guðsríki. Steinunn Guðmundsdóttir, Skriðnesenni, Strandasýslu. is|endingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.