Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1982, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1982, Blaðsíða 5
Sigurveig Ásvaldsdóttir Fædd 4. ágúst 1925 Dáin 23. júlí 1982 Hún var húsmóðir í sveit. Hvað segir þessi nafngift þeim er les hana? Vissulega einum fátt en öðrum margt. Við sem frá bernsku höfum Þekkt þessa konu, húsmóður í sveit, vitum að á bak við nafngiftina býr verðleikakrafa til hennar i'l þess að gegna stóru og fjölþættu hlutverki: Hún þarf að vera sérlega kunnáttusöm og fjölvís um matargerð, jafnvel þótt tímar séu mjög breyttir, og hafa haga hönd til þjónustubragða. Hún þarf að kunna að fara vel með þá fjármuni sem búið aflar, en fara þó sjaldan eða aldrei gegnum hendur hennar. Hún þarf að geta deilt (júfu geði við allt sitt heimafólk, eldra og yngra, jafnt vandamenn og vandalausa, geta verið bæði sálfræðingur þess og sálusorgari þegar með þarf °g leiðbeinandi við nám og störf. Og hún má aldrei æðrast því hjá henni vilja heimilismenn finna öryggi og frið. Nú eru Mývetningar að kveðja konu af þessari gerð, Sigurveigu Ásvaldsdóttur húsfreyju á Gautlöndum. Sigurveig var fædd 4. ágúst 1925 að Einarsstöðum í Reykjadal þar sem foreldrar hennar dvöldu fyrstu hjúskaparár sín. Þeir voru Sigríður Jónsdóttir frá Auðnum í Laxárdal, sem býr n ú að Ökrum í Reykjadal, og Ásvaldur Þorbergsson frá Litlu-Laugum, sem löngu er látinn. Sigurveig andaðist á Sjúkrahúsi Húsavíkur, eftir alllanga vanheilsu, aðfaranótt 23. júlí síðastliðinn og var þannig á burtu kvödd löngu fyrir aldur fram. Hún var elst af níu systkinum sem bárust fremur ört á hendur. Hún mun því snemma hafa verið kölluð til umhyggju og ábyrgðar um annarra hag. Ég held af okkar viðkynningu, að sú kvaðning hafi runnið henni í merg og blóð og verið hennar einkunn æ síðan. Skólaganga Sigurveigar var ekki löng eða margbrotin enda áttu unglingar fjórða áratugarins -kreppuáranna-ekki margra kosta völ, síst elsta stúlka af stórum barnahóp. Hún lauk barnaskóla- námi og var síðar einn vetur í húsmæðraskóianum að Laugum. Hún stundaði vmsa vinnu bæði nær og fjær átthögunum. Og í skóla lífsins, þar sem langskólamenntun og sérhæfing eru ekki einhlít til úrlausna, lærðist henni að treysta á brjóstvitið. Hún var farsæl kona í orðum og gerðum. Árið 1962 giftist Sigurveig frænda mínum, Sigurgeir Péturssyni á Gautlöndum í Mývatns- sveit. Þangað á ég leið á hverju sumri í sumarleyfi mínu, og þar kynntist ég henni sem húsmóður í sveit. Áður höfðum við þekkst lauslega. Þau Sigurveig og Sigurgeir áttu ckki börn en sjaldan eða aldrei var barnlaus bær þeirra þcgar ég kom þar. Trúað gæti ég því, að mörg þau börn er þar dvöldu hugsi enn „heim" til Sivu og Sigurgeirs. Nú hefur hún verið kölluð frá sínu góða og farsæla hlutverki. Um þann harm, sem kveðinn er að vinum og vandamönnum og umfram allt eftirlifandi eigin- manni við fráfall hennar, hæfir ekki að hafa mörg orð. En skrifað stendur: „Hlutskipti allra manna er að missa, mest um vert er þó að hafa átt.“ Ásgerður Jónsdóttir Sesselja Jónsdóttir Dalsmynni, Norðurárdal F*dd 14. maí 1892 Dáin 16. jan. 1982 Áegamót Norðurlandsvegar og Vesturlands- Vegar yfir Bröttubrekku liggja að segja má um ^aðið í Dalsmynni. Sá vegur var lagður á árunum '929-1932. Fvrst var hann ekinn 1931. en í fulla ^hlferð var hann ekki tekinn fvrr en árið 1932. í hálfa öld sem hann hefir verið í notkun. hefur r^selja Jónsdóttir raunverulega verið bóndinn í Dalsmynni. þar til hún lést 16. jan. s.l. htginmaður hennar Jón Vigfússon veiktist af ^ilablóðfalli 1932 og lifði við vanheilsu til 1936. er hann lést af völdum þess sjúkdóms. Sesselja í Dalsmynni var mikill skörungur til D*nstu stundar. létt á fæti og glöð í lund. Hún var gestrisin. enda þurfti hún á því að halda eins og aður er að vikið lá heimili hennar „yfir þjóðbraut þvera". Sesselja var fædd aö Vormúla, Noröurkoti í Sandvíkurhreppi í Flóa. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Jónsdóttir og Jón Magnússon. Jón vann mikið við smíðar utan heimilis. enda talinn smiður góður. Sesselja ólst upp hjá foreldrum sínum. Þegar hún var átján ára að aldri réðist hún kaupakona hjá Þorbirni Ólafssvni á Hraunsncfi í Norðurárdal. Næstu ár vann hún á veturna í Reykjavík í fiskvinnu og á saumaverkstæði. en á sumrin í kaupavinnu að Hraunsnefi og víðar í Norðurárdal og eitt sumar að Bæ í Króksfirði. Einn vetur vann hún við skólann á Hvítárbakka. Árið 1920 giftist Sesselja Jóni bónda í Dalsmynni. en hann var eigandi þeirrar jarðar. Þau Sesselja og Jón eignuðust tvö börn. Ólöfu f. 1922. Ólöf giftist Kristjáni Guðmundssyni brúarsmið frá Stykkishólmi. Þau hjón eru nú bæði dáin. Kristján lést árið 1965 en Ólöf 1972. Eina dóttur áttu þau Ólöf og Kristján Málfríði, hún er Framhald á bls. 6 •slendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.