Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1982, Blaðsíða 8
Erlingur Davíðsson
sjötugur
Þann 11. april s.i. varð Erlingur Davíðsson
fyrrvcrandi ritstjóri á Akureyri sjötugur. Eins og
við vitum hcr norðan hciða. fæddist hann cg ólst
upp á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd.
sonur hciðurshjónanna Maríu Jónsdóttur og
Davíðs Sigurðssonar hrcppstjóra, er þar bjuggu
lcngi myndarbúi og ólu upp mörg börn.
Erlingur stundaði nám að Laugum í Reykjadal
og að Hvanncyri ogsíðar í Garðyrkjuskólanum í
Ölfusi. Unt þcssar mundir gckk hann að eiga
Katrínu Kristjónsdóttur frá Eyvík á Tjörnesi. Var
þá á orði haft hve þessi ungu hjón væru samvalin
að glæsilcik. Þau hafa nú lengi búið að
Lögbergsgotu 3 á Akureyri. Þeim varð fjögurra
sona auðið og eru þeir löngu fulltíða mcnn.
Eftir að Erlingur lagði að baki skólanám. vann
hann nokkur ár sem bryti við Laugaskóla. Þá lá
leiðin vestur til Eyjafjarðar og gerðist hann
forstjóri við kornræktarbúskap KEA rð Klauf í
Öngulstaðahreppi og síðan við gróðurhúsin að
Brúnarlaug. Við þessi storf var Erlingur 11 ár. Þá
fluttu þau hjónin til Akureyrar og árið 1950 hóf
Erlingur störf við blaðið Dag. sem auglvsinga-
stjóri og innheimtumaður. Jafnframt því annaðist
hann afgryiðslu Tímans og Samvinnunnar. Segja
má að þama hafi ekki verið til setunnar boðið og
kom sér vel að maðurinn var röskur og störfum
vanur ogcnn á góðum aldri. í byrjun ársins 1956.
hvarf Haukur Snorrason ritstjóri Dags til
Revkjavíkur og tók við Tímanum. Þá gerðist
Erlingur ritstjóri Dags og hélt því starfi óslitið til
ársloka 1979.
Þótt skólamenntun Erlings Davíðssonar vísaði
fremur til búskapar en blaðamennsku og ef til vill
megi kalla það tilviljun að hann gerðist ritstjóri.
rcyndist hann ágætlega hæfur til starfsins og var
blaðastjórn hans ávallt örugg og traust. Hann
gerði Dag að fréltablaði miklu fremur en verið
hafði. Leitaði hann víða fanga og hafði samband
við menn hvarveuui um ísurðurland og var ýmist
að fréttamenn sendu pistla úr héraði. eða
ritstjórínn leitaði tíömua meo aðstoð símans. Var
Erlingi einkar lagið að koma þessu til skila í Ijósu
máli og oft bráðskemmtilegu. í þessu sambandi
minnist ég sérstaklega fréttaklausa frá þeim
Baldri á Ófeigsstöðum. Óla á Gunnarsstöðum og
Sigurði Finnbogasyni í Hrísey. Að sjálfsögðu hélt
blaðið sinni pólitísku vöku undir stjórn Erlings.
en einhvern vcginn fannst mér hann verða því
feginn, þá aðrir buðust til að annast moksturinn.
Man ég að fyrir kom að Gísli Guðmundsson
alþingism. var þarna viðriðinn i kosningaorust-
um, enda var þá annríkið mikið og í mörg horn
að líta. Að öllum jafnaði mun þó Erlingur hafa
ritað leiðara blaðsins sjálfur og talið sér það skylt.
Erlingur er og hefur alltaf verið mikill
starfsmaður. Hafði hann löngum svo fámennt lið
8
við blaðið. að nú finnst manni það undrum sæta.
Aldrei Ieit ég svo inn í skrifstofuna. að ekki sæti
hann að hörkuvinnu. Var þá ekki alltaf svo að
hann sprytti upp og fagnaði gesti. en lét hann þá
freniur bíða um stund. I fyrstu. á mcöan kynni
okkar voru nánast engin. kont að flóni mínu sá
grunur að maðurinn væri þumhari sem vildi sem
minnst hafa samband við aðvífandi sveitakarl að
sælda. Þá var tnér ekkt nogu Ijóst að fátt er
hvimleiðara þeim er einbeitir sér að starfi. en að
stökkva frá því í hvert skipti þá hurð er hrevfð.
Munu og fæstir ritstjórar nútímans láta vaða inn
á sig utan af götu. heldur hafa þeir vörslulið
framan við dyrastaf sinn. er tilkynnir komur gesta.
Nei. Sannarlega reyndist Erlingur enginn þumbari
við nánari kynni og oft settist ég að glaðlegu skrafi
við hann og fleiri dándismenn þá stundir gáfust.
í litlu kaffikompunni og aiilaf var heitt á könnunni
hjá þcim Jóni Samúelssvni og Runólfi.
Eins og svo marga hendir bvr Erlingur
Davíðsson yfir a'nugamálum seiti eiu brauóstrit-
inu óviðkomandi. Umfang þeirra veit ég ekki.
utan þess að tvcggja þeirra varð fvrir víst öðru
hvcrju vart í blaðinu. Má það eðlilegt kalla.
Bindindismál liggja honum mjög á hjarta og her
það síst að lasta. er menn halda upp á baráttunni
við Bakkus og svn mjög sem íslensk þjóð er
tröllriðin af risa þeim. Að sjáltsögðu verður það
aldrei mælt eða vegið hverju klifandi viðleitni
veldur í baráttu við hið neikvæða og illa. Öruggt
er þó. að ekki veldur sá er varir. I annan stað er
Erlingur unnandi útivistar og náttúruskoðunar.
Hann er og laxveiðimaður drjúgur og munu
honum ekki aðrar stundir Ijúfari en þær er hann
röltir með vatnsföllum einhverjum með veiði-
stöng í hönd.
Nú skal pennanum stýrt að því sem aflað hefur
Erlingi mesta vinsælda og mun halda nafni hans
hæst á lofti þá tímar líða. Þratt fyrir ærið annríki,
tók hann til þess fyrir allmörgum arum að setja
saman bækur. Líður senn að því að bækur hans
nái tölunni 20. Þar í flýtur bókaflokkurinn Aldnir
hafa orðið. Nú eru þær bækur orðnar 10 að tölu-
Þar innan spjalda er að finna æviágrip 70 karla og
kvenna ásamt myndum. Að mestum hluta eru
bækur þær sem Erlingur hefur sent frá sér viðtals
- og minningabækur. Eru slíkar þeirrar nátturu
að gildi þeirra vex með hverjum áratug sem líður.
Nú hefði okkur þótt fengur í því að eiga
hliðstæðar bækur frá hendi Ara fróða eða Sturlu
Þórðarsonar. Jafnvel þótt ekki sé lengra aftur i
tímann sótt en til Fjölnismanna. Ekki veit ég
betur en að bókin Miðilshendur Einars a
Einarsstöðum er út kom haustið 1979. hafi reynst
metsölubókin það árið. Síðastliðið haust sendi
Erlingur frá sér 4 bækur. Líklegt er að þarna se
um íslandsmet að ræða. Heimsmetum er ég ekki
nógu kunnungur. Allar bækur Erlings hefur
bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri gefið út og
vandað vel til.
Ekki ætla ég mér þá dul að leggja dóm á bækur
Erlings Davíðssonar að öðru leyti en því. að eg
fullyrði að hann hefur aldrei sent frá sér
ómerkilegt verk. Njóta og bækur hans mikilla
vinsælda og seljast vel. Oft hefur verið sagt að
marg sé skrýtið í kýrhausnum. Þetta kemur mér
í hug er ég minnist’ þess að Erlingur hefur aldrei
hlotið evrisvirði úr sjóöcm þeim opmberum sem
verið er að snciöa niður ár hvert og píra í hendur
þeim er nefndii eru rithötundar og skáld. Hins
vegar virðast þeir ekki þurfa mikið fyrir að hafa
sem búsettir eru á Reykjavíkursvæðinu. sumif
hverjir. til að hljóta þessa umbun. Tala dagblöðm
um klíkur í þessu sambandi. Erlingur stendur
jafnréttur fyrir þessu. Auðvitað kemur engum til
hugar nú að meta rithöfund eftir því. hvort hann
er litinn hornanga af úthlutunarnefnd eða ekki-
Þessar lítilsverðu línur eru ritaðar sem
afmæliskveðja tii Eriings Da» ióssonar. Það ervon
mín að hann og frú hans megi enn njóta
fjölmargra og góðra lífdaga. Með ósk um að svo
megi verða og þökk fyrir frábær kynni á liðnum
árum. ber ég fram kveðju mína.
Jón Bjarnason frá Garðsvík.
ísiendingaþættir