Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1982, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1982, Blaðsíða 7
Olafur Bjarnason hreppstjóri á Brimilsvöllum Fæddur 10. apríl 1889 , Dáinn 3. ágúst 1982 Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. A sinn máttuga hátt tengir tungan góðmennskuna guðdóminum. Og nú er góður maður genginn Guði á vald. Ólafur Bjarnason, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Brimilsvallakirkju var mjög hlýr uiaður, tillitssamur með afbrigðum, ræðinn og fróður um alla skapaða hluti. Sérstakt yndi hafði hann af því að ræða málefni lands og þjóðar, breytingu á atvinnuháttum og gamla tímann eins hans kynslóð, aldamótakynslóðin, lifði hann. íslandssöguna þekkti hann af eigin reynslu í næstum heila öld. Stjórnmálasagan var honum nlíka tiltæk og Ijóðelskum manni uppáhalds skáldið sitt. Það hafa virkilega verið aivarlegar frátafir á Brimilsvöllum ef Ólafur sat af sér framboðsfund á Snæfellsnesi. Kímnigáfan var osvikin. Kryddaði hún óspart ríka frásagnargleði asamt þeirri fjalltraustu vísindamennsku að geta svo til sagt upp á hár, á til dæmis hvaða hesti hann fór á einhvern fundinn. Sá fundur gat svo allt eins verið á fyrstu árum heimastjórnar í landinu. Ólafur var fæddur á Hofi á Kjalarnesi. Sonur sæmdarhjónanna Vigdísar Sigurðardóttur og Bjarna Sigurðssonar bónda þar og síðar hreppstjóra á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi. Systkini Ólafs voru tvö. Guðrún gift Jóni Proppé verslunarmanni og Lára gift Jóni Gíslasyni póstafgreiðslumanni í Ólafsvík. Lára rak lengi verslun í Ólafsvík, og var mikill máttarstólpi í byggðarlaginu. Hún lést fyrr á þessu ári. Eldri systirin Guðrún var kennaramenntuð frá Flens- borg 0g var annálaður kennari í Ólafsvík. Sigurður afi Ólafs var óðalsbóndi á hinni Þekktu jörð Þerney í Kollafirði. Var ætt hans af hfýrum, afkomendur hins rómaða Kolbeins ■{öklaskálds, sem Jón Helgason hefur gert odauðlegan í Áföngum sínum. Þar sem hann kvaðst á við þann sjálfan í neðra. Amma Ólafs í föðurætt var aftur á móti Guðrún Sigríður dóttir Þorsteins hreppstjóra og skálds Gtslasonar að Stokkahlöðum í Eyjafirði og konu hans Sigríðar Árnadóttur frá Vöglum. Af þeim eru komnir margir þjóðfrægir menn, til að mynda dóttursonur þeirra Valdimar Briem skáld og vígslubiskup á Stóra-Núpi og skáldjöfurinn Davíð ^tefánsson frá Fagraskógi. Afabróðir Þorsteins, Sera Jón Kristinsson á Myrká var svo langalanga- ab Gríms Thomsen, amtmanns og þjóðskálds. Móðurleggur Ólafs er líka velkunnur, því moðir hans Vigdís var dóttir Agötu Guðmunds- dóttur og Sigurðar Ólafssonar frá Flekkudal í Jvjós. Bjuggu þau á Sandi, föðurbýli Agötu. Faðir uennar Guðmundur á Sandi var nafntogaður bóndi í Kjósinni. Kona hans var Kristín ^uðmundsdóttir og áttu þau tíu börn. Meðal afkomanda þeirra eru Magnús prófastur í Ólafsvík, Loftur Ijósmyndari, Sigurbjörn í Vísi, Guðbjörg Kolka læknisfrú á Blönduósi og Guðríður móðir Guðmundar Vignis, hrl. Ólafur var á tíunda ári, þegar hann flutti vestur að Brimilsvöllum með foreldrum sínum frá Hofi á Kjalarnesi. Hin gjöfulu fiskimið í Faxaflóa og innfjörðum hans voru þá gengdarlaust rányrkt af erlendum togurum og mikil vá fyrir dyrum útvegsbænda af Kjalarnesinu. Þessi lífsreynsla var ljóslifandi fyrir Ólafi allt hans líf. Samt blessaði hann þá stund, þegar hann flutti vestur. Ekki aðeins af því að Brimilsvellir voru ein af mestu kostajörðum landsins og dýrast metin jarða á Snæfellsnesi, heldur vegna þess að þar átti hann allt ævistarfið sem bóndi, hreppstjóri og heimilisfaðir á fjölmennu rausnar heimili með yndislega eiginkonu sér við hlið, Kristólínu Kristjánsdóttur frá Haukabrekku í Fróðár- hreppi. Þau giftu sig 11. júlí 1915 og hófu brátt búskap á Brimilsvöllum af víðkunnri rausn og drift. Trúnaðarstörf hlóðust á Ólaf. Hann sat í hreppsnefnd Fróðárhrepps í 36 ár og hreppstjóri var hann enn lengur eða frá 1924 til 1965. Þá þegar var hann orðinn sýslunefndarmaður og formaður sóknarnefndarinnar var hann frá 1920. Umboðsmaður þjóðjarða í Arnarstapa- og Skógarstrandarumboði frá 1926 til 1950. Formað- ur Búnaðarfélags sveitarinnar frá stofnun þess 1927 og lengi fulltrúi á Búnaðarsambands fundum. f tengslum við bústörf og embættismennsku ferðaðist Ólafur mjög mikið. Aldrei hafði hann þó bílpróf. Til Reykjavíkur fór hann mest með skipum og kunni margar sögur af því hvernig aðstaðan var hér við höfnina áður en nokkrir sjóvarnargarðar eða bryggjur voru til að marki. Á landi fór Ólafur mest á hestum. Jafnvel heimsótti hann ekki svo Láru systur sína í Ólafsvík. að hún þyrfti ekki að hafa tiltækan beitarblett fyrir reiðskjóta Vallnabóndans bróður síns. Önnur ferðalög voru erfiðari fyrir mann og hest. Um Snæfellsnes á öllum árstíðum í öllum veðrum, í nærfellt hálfa öld. Eitt sinn kom Ölafur í hesthús til mín þar sem hrossin stóðu á básunum. Ekkert þeirra hafði hann séð fyrr. Ég spurði hvern hann mundi velja sér að félaga í glímunni við Snæfellsnesið. Ólafur brosti sínu hæverska brosi, gekk síðan inn í húsið og til baka aftur. Benti síðan á besta hestinn. Skarpskyggni og næmi hins aldna hestamanns brást ekki. Heimili þeirra Ólafs og Kristólínu á Brimilsvöll- um var annálað rausnaheimili. Fjölmennt var þar jafnan og allir alltaf guðvelkomnir. Fjöldi barna var þar í sumardvöl, núna löngu fullorðnir menn og góðir þcgnar í íslensku þjóðlífi. Þar átti dvölin á Brimilsvöllum sinn góða þátt. Hinn 29 . nóvember 1960 dó Kristólína. Skömmu seinna brá .Ólafur búi og fluttist til Reykjavíkur. Þar hefur hann lengst af dvalið hjá Björgu dóttur sinni og tengdasyni sínunt Sigurjóni Sigurðssyni. Kristólína hefði verið í Kvennaskólanum í Reykjavík og auk þess sótt ýmis kennaranám- skeið. Kenndi hún í Snæfells- og Hnappadalssýsl- um auk kennslu í Dölum. Hún var formaður skólanefndar Fróðárhrepps í tíu ár 1946-1956. Fædd var hún í Bár í Eyrarsveit. dóttir Kristjáns bónda í Haukabrekku Þorsteinssonar frá Skriðu- koti í Haukadal. Kona Þorsteins var Sigurlín Þórðardóttir bónda í Bár, Einarssonar. Kristólínu og Ólafi varð sjö barna auðið. Sigurður lyfsali í Reykjavíkurapóteki kvæntur Þorbjörgu Jónsdóttur. Synir þeirra eru Ólafur verkfræðingur og Jón læknir hér í borg. Rögnvaldur frystihússtjóri á Hellissandi kvæntur Jónu Ágústsdóttur. Sonur þeirra er Ólafur skrifstofustjóri á Hellissandi. Dóttir hennar og uppeldisdóttir Rögnvalds er Þuríður Gísladóttir húsmóðir í Reykjavík. Hrefna hún lést um fermingu. Björg húsfrú í Reykjavík gift Sigurjóni Sigurðssyni útibússtjóra Iðnaðarbankans við Dalbraut. Þeirra börn cru Snorri verkfræðingur, dr. Hrefna líffræðingur og Kristján kennari í Reykjavík. Bjarni stöðvarstjóri pósts og síma í Olafsvík kvæntur Mörtu Kristjánsdóttur. Þeirra börn eru Vigdís deildarstjóri á forsetaskrifstof- unni, Kristján útvegsmaður i Ólafsvík og Kristbjörg bankamær í Sparisjóði Ólafsvíkur. Kristján hann lést um tvítugt, og Hlíf meinatæknir í Reykjavík gift Magnúsi Hallgrímssyni verkfræð- ingi og eru synir þeirra Hörður og Hallgrímur menntaskólanemar í Reykjavík. Barnabarna- börnin eru fimmtán. Ég votta þessum stóra hóp samúð mína ásamt öllum þeim vinafjölda sem syrgir gamla manninn. Göfugur öldungur er nú horfinn sjónum, hljóðnaður er hófadynur reiðskjóta hans í himinbrýndu Snæfellsnesinu. AlgóðurGuðgeymi þig vinur. Guðlaugur Tryggvi Karlsson ís|endingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.