Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1982, Blaðsíða 4
Kristjánsson
Loftur
frá Felli
Hinn þrítugasta dag júnímánaðar, var Loftur
Kristjánsson frá Felli, lagður tii hinstu hvílu í
Haukadals-kirkjugarði, aðeinssnertispöl frá þeim
stað er vagga hans stóð.
ðftast mun það vera svo að dauðinn, þessi mikli
ægivaldur lífsins komi manni á óvart, þó hvert
mannsbarn sem komið er til vits og ára viti að hann
er óumfiýjanlegur förunautur, sem á augnabliki
getur slökkt á lífskveiknum,
En svo hart geta örlögin leikið lífið að dauðinn
sé jafnvel velkominn,svo mun hafa verið um vin
minn oggamlan félaga Loft frá Felli, sem af mikilli
karlmennsku háði sitt helstríð.
Framhjá renna minningarmyndir ljúfar og
dýrmætar en margar svo persónulegar að þær
verða ekki festar á blað.
Loftur var fæddur í Haukadal. Biskupstungum,
hinn 3. nóvember, 1920. Sonur hjónanna
Guðbjargar Greipsdóttur og Kristjáns bónda
Loftssonar þar. Þessum heiðurshjónum fæddust
þrettán börn, en þrjú þeirra létust í frumbernsku.
Öll eru þessi systkin mikið atgerfisfólk, sem
nýst hafa þjóðfélaginu vel við margvísleg störf.
Enda hafði í ættum foreldra þeirra erfst. mann
fram af manni, hin rómaða íslenska bændamenn-
ing, þar sem æðstu dyggðir voru, vinnusemi,
iðkun trúarlífs, bókalestur og söngur.
Það fór því ekki hjá því að uppeldisáhrifin
mótuðu persónuleika Lofts. Samferðamennirnir
minnast sönggleðinnar. Falleg söngrödd og næmt
tóneyra voru gjafir sem hann naut ríkulega.
Þegar Loftur var á áttunda ári keyptu foreldrar
hans jörðina Fell.notadrjúga jörð með vinalegu
bæjarstæði.hamraveggur í bakgrunni og Fellsfjall-
ið angandi af birkiilm við túnfótinn, þessum stað
unni hann mjög til hinstu stundar.
Ungur að árum fór Loftur í íþróttaskólann í
Haukadal eins og flestir ungir menn hér í sveit
sér til ómetanlegs gagns. Sigurður Greipsson dáði
þennan unga frænda sinn. Sá áreiðanlega fljótt að
þar var efni í glæsilegan glímumann mikinn á velli,
fiman og sterkan. Margir sunnlendingar muna
Loft, sem sókndjarfan og sigursælan glímukappa.
Ungmennafélagið varð Lofti einnig góður
skóli, eins og fjölda íslendinga. Hann varð fljótt
vinsæll og virkur félagi, fór lengi með fjárreiður
þess. Hlaut síðan að launum fyrir fórnfúst starf,
að vera kjörinn heiðursfélagi Ungmennafélags
Biskupstungna.
Haustið 1943 lágu leiðir okkar Lofts náið
saman, er við þrír Tungnamenn lögðum leið
okkar í Bændaskólann á Hólum. Allir staðráðnir
í að feta í fótspor feðranna, yrkja jörðina og verða
bændur, njóta þess frjálsræðis og unaðar, sem
umhverfið og samfélagið, sem við vorum sprottnir
úr, hafði upp á að bjóða.
Veturnir norður í Skagafirði liðu sem örskot,
samvistum við afbragðs skólafélaga, kennara og
4
skólastjórahjónin yndislegu Sigrúnu Ingólfsdótt-
ur og Kristján heitinn Karlsson.
A burtfararprófi frá skólanum hlaut Loftur
lofsamlegan vitnisburð og frábæran fyrir verk-
kunnáttu og dugnað. Að eiga Loft að herbergisfél-
aga tvo vetur og hafa hann sér við hlið fjarri
átthögum var eins og að standa á bjargi svo
traustur var hann.
Svo kom að því sem verða vildi. Loftur gerðist
bóndi á Felli studdur af foreldrum sínum og systur
Auði. Guöbjótg, móðir Lofts dó áriu 1973. Eftir
nokkurra ára farsælan búskap varð nann að láta
af ætlunarverki sínu vegna heilsubrests. En við
búskapnum tóku Auður og maður hennar Jóhann
Vilbergsson. Loftur var til hinstu stundar bundinn
sterkum kærleiksböndum við venslafólk sitt allt.
lagði ættarjörð sinni og heimilinu á Felli drjúgan
skerf með vinnusemi sinni í frístundum. Var það
metið að verðleikum. Eins og margir aðrir sem
verða að yfirgefa ættarbvggð sína flutti Loftur til
Reykjavíkur. keypti fallega íbúð í Fellsmúlanum
og gerðist fangavóiður hjá lögreglunni. Þar fékk
hann að kynnast nýjtim hliðum mannlífsins. Auk
ess að hafa úrvals starfsfélaga var það hlutverk
ans að umgangast iólk sem a einhvern hátt hafði
orðið misstiga við lög og reglur þjóðfélagsins,með
því hafði hann djúpa samúð og fór áreiðanlega
um það mildum höndum.
Loftur var ókvæntur og barnlaus.
En systkinabörnin urðu nánir trúnaðarvinir
Lofts enda handtakið hlýtt og skilningur næmur
fyrir þörfum barnsins, sem var honum ómetanleg
lífsfylling.
Öðlings drengur heíur lokið góðu dagsverki.
vammlaus og virtur af samferðamönnum. Slíkan
orðstír er gott að skilja eftir að leiðarlokum.
Mér og konu minm ven.ui hugsað til föður
Lofts sem fyrir nokkrum dögum náði 95 ára aldri.
Guð styrki hann og blessi svo og alla ástvini.
Vinur er kvaddur hinstu kveðju.
Björn Erlendsson.
t
F. 3.11. 1920
D. 21.6. 1982
Kveðja frá Ungmennafélagi Biskupstungna.
A liðnu vori féll frá einn af heiðursfélögum
Umf. Bisk., Loftur Kristjánsson. Hann mun hafa
gengið í Ungmennafélagið 15 ára gamall. Tók
hann virkan þátt í starfi þess allt til þess að hann
flutti úr sveitinni árið 1963, en árið 1978 var hann
kjörinn heiðursfélagi. Framlög hans til félags-
starfsins voru af ýmsu tagi. Best mun hann sjálfur
hafa kunnað því að starfa sem almennur
félagsmaður, sem kom á fundi og samkomur
félagsins og tók þátt í því sem þar fór fram án
þess að vera sérstaklega áberandi eða í
forustuliði. Brátt varð hann þó áberandi á
íþróttamótum þar sem hann var í fremstu röð.
Ekki fer þó hjá því að hann veljist til
trúnaðarstarfa fyrir félagið. Á árunum 1945-1954
er hann oft í ýmsum nefndum svo sem
skemmtinefnd og íþróttanefnd og er nokkrum
sinnum fulltrúi á héraðsþingi Skarphéðins svo
eitthvað sé nefnt.
Árið 1953 er hann kjörinn í nefnd til að
undirbúa byggingu félagsheimilis og á síðan sæti
í framkvæmdanefnd byggingarinnar frá 1955 til
1961.
Dagurinn sem Aratunga var tekin í notkun. 9.
júlí 1961. er einn af stærstu dögum í sögu
Ungmennafélags Biskupstungna. Hafði hún verið
reist á næstu 5 árum á undan. og var
Ungmennafélagið 30% eignaraðili að henni. Það
hefur áreiðanlega verið mikið happ fyrir félagið
að hafa jafn traustan og öruggan mann og Loftur
var bæði til að sjá um fjárreiður þess á þessum
árum og til að standa í fremstu víglínu við að
koma húsinu upp. í þeim störfum nutu sín vel
kostir hans. heiðarleiki sem enginn efaðist um.
staðfesta og trúmennska sem aldrei brást og
samstarfshæfni við að leysa erfið verkefni.
Þetta ber ungmennafélögum að þakka og meta.
Þeir eru margir sem hafa lagt fram krafta sína til
eflingar ungmennafélögunum á liðnum árum og
áratugum. Ef til vill eru það menn eins og Loftur
á Felli sem skilað hafa þar drýgstu dagsverki.
Félagar sem voru ávallt reiðubúnir að taka þátt t
starfinu og leggja fram þá hæfileika sem þeir
höfðu og unnt var að fela erfið verkefni þegar
mest á reið.
Megi ungmennafélögunum auðnast að hafa um
ókomin ár marga slíka menn innan sinna
vébanda. Þá mun merki þeirra ekki falla.
F.h. Ungmennafélags Biskupstungna-
Arnór Karlsson.
islendingaþættir