Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Page 2

Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Page 2
Jakobína hafði búið með fyrri manni sínum, Birni Þórarinssyni, í Þórunnarseli. Þau áttu eina dóttur, Sigríði, sem var fædd í nóvember 1881 (d. 1959) og því á fyrsta ári harðindaveturinn mikla. Björn dó þegar telpan var ársgömul. Fyrri kona Þórðar, Jóhanna Jóhannesdóttir frá Ærlæk, hafði dáið af barnsförum 1881 eftir eins árs hjónaband. Það bartn iifði ekki. (í ísl. æviskrám V, 93, hafa slæðst inn nokkrar villur um þetta fólk). Þórður fór ráðsmaður til ekkjunnar. Þau giftust 1885 og eignuðust fjögur börn. Þeirra elst var Björg (f. 1886, d.1968). Hún giftist Sigurði Jónssyni frá Ekru á Rangárvöllum, og áttu þau alla tíð heimili í Reykjavík. Þá var Snæbjörn (f. 1888, d. 1956), kvæntur Guðrúnu Árnadóttur frá Hörgsdal í Skútustaðahreppi. Þau tóku við búi í Svartárkoti 1918 þegar Þórður og Jakobína hættu búskap. Þriðja barn Jakobínu og Þórðar var Hólmfríður (f. 1890, d. 1980), kona Jónasar Helgasonar á Grænavatni. Yngstur var Erlendur. Þau Þórður og Jakobína fluttust í Svartárkot 1902 með börn sín, en Sigríður Björnsdóttir fór þá frá þeim í vinnumennsku. Þarna ólst Erlendur upp, á afdalabæ sem raunar var ekki neitt kot, heldur mun það hafa verið mikil og góð sauðjörð þótt uppblástur hafi verið mikill. Til næsta bæjar (Víðikers í Bárðardal) var fullur klukkustundar gangur (um 6 km), og inn af heimahögunum tekur svo við Ódáðahraun. Ef vel tekst til, mótar slíkt umhverfí góðan efnivið til sjálfsbjargar og mikils manndóms. Svo tókst og til um þau Svartárkots- systkinin öll. Það var ekki alsiða á þessum árum að börn búandkarla, jafnvel þótt í fremstu röð væru, „gengju menntaveginn“ eins og sagt er, en með Þingeyingum var þá aldamótavor í lofti. Þórður Flóventsson dó aldrei ráðalaus og þá ekki heldur þegar hugur barnanna stóð til skólagöngu. Þau munu öll hafa gengið í skóla, og Erlendur hélt til Reykjavíkur í Hinn almenna menntaskóla, eins og eini menntaskóli landsins hét þá. Venjulega fór hann ríðandi að heiman til Reykjavíkur á haustin og seldi síðan hrossið þegar kom til Reykjavíkur. Ferðin mun hafa tekið um viku, stundum meira, vestur um Norðurland og suður um Borgarfjörð, að sjálfsögðu í fylgd með fleira fólki. Þetta var venjulegur ferðaháttur þessara tíma. Að ’oknum skóla á vorin var svo farið með: skipi norð ir. Vitanlega kom ekki til greina „að skreppaht m“ í jólaleyfinu, en póstur flutti bréf á milli. Úr Reykjavíkurskóla lauk Erlendur svo stúdentsprófi í júní 1913. Við hinn nýstofnaða Háskóla íslands var engin kennsla í verklegum greinum, en til þeirra mun hugur nýstúdentsins frá Svartárkoti hafa staðið. Hann hélt því utan til verkfræðináms í Hafnarháskóla. Þetta var þó ekki talið skynsam- legt nám því að Jón Þorláksson var þá búinn að vera landsverkfræðingur í sjö - átta ár og Sigurður Thoroddsen þar að auki starfandi verkfræðingur í Reykjavík. Ekki þótti þurfa fleiri manna í þá stétt, og enn síður var talin þörf á meiri kunnáttu innanlands í húsagerðarlist, en til þess mun hugur Erlendar hafa staðið öðru fremur. Þetta ásamt féleysi mun hafa orðið til þess að Erlendur hætti námi í Kaupmannahöfn eftir einn vetur, hafði lokið cand. phil. prófi þar 1914. Hann settist svo um haustið í guðfræðísdeild Háskóla íslands (eins og hún hét þá) og lauk þar námi á þremur árum, brautskráðist 14. júní 1917 með fyrstu einkunn, 127 stigum. Ævistarfið var ráðið. Veturinn eftir prófið var hann þrjá mánuði aðstoðarmaður séra Helga Hjálmarssonar á Grenjaðarstað, og sótti vorið 1918 um Odda- prestakall á Rangárvöllum, gamalt höfðingjasetur og gott brauð. Þar var séra Skúli Skúlason prófastur að hætta eftir rúmlega þrjátíu ára þjónustu. Ekki gerði hann ráð fyrir að ná kosningu, því að þrír aðrir að minnsta kosti sóttu, meðal annarra Ásmundur Guðmundsson og Magnús Jónsson, sem báðir urðu síðarprófessorar við Háskóla íslands. Þriðji umsækjandinn var Tryggvi Kvaran, síðar prestur á Mælifelli. Hann átti vísan stuðning sterkra forystumanna í prestakallinu. Magnús oe Ásmundur drógu sínar umsóknir til baka, og hörð kosningabarátta var háð milli stuðningsmanna Erlendar og Tryggva. Henni lyktaði með því að Erlendur var kosinn og fékk veitingu fyrir brauðinu 28. maí. Hann var vígður 2. júní og fluttist að Odda í fardögum. Eftir að hann var kominn í prestakallið, færði helsti foringi andstæðinganna, Grímur hreppstjóri í Kirkjubæ, honum að gjöf góða gripi til að sýna að ekki skyldi hann gjalda þess hjá sér að hafa sigrað. Slíkan höfðingsskap og drenglyndi kunni Erlendur vel að meta. Þetta munu hafa verið silfurbúin svipa og tóbaksdósir úr silfri. Með nýja prestinum kom brúður hans ung, Anna Bjarnadóttir úr Reykjavík (f. 1899, d. 1967). Þau gengu í hjónaband 6. júlí þá um sumarið. Á heimilið komu einnig foreldrar Erlendar og Björg systir hans. Það var ekki ónýtt ungum prestshjónum að hafa þau til hjálpar fyrstu árin. Sauðfé var rekið suður Sprengisand, einnig hrossin. Björg rak hrossin með fleirum. Árið eftir kom Sigríður systir Önnu að Odda barn að aldri og var þar sín uppvaxtarár. Þar ólst einnig upp ^ Gunnar Pétursson fyrrum loftskeytamaður. Mun oft hafa ríkt gleði og kátína við leik og störf á prestssetrinu og húsbændurnir hafa kunnað því vel, því að þar ríkti viðmótshlýja og léttleiki í framkomu. Prestshjónunum búnaðist vel í Odda. Gömlu hjónin voru hjá þeim til æviloka, nema hvað Þórður var að staðaldri í Reykjavík á vetrum, m.a. við skýrslugerðir um fiskræktartilraunir sínar. Þau Anna og Erlendur eignuðust tvær dætur. Anna er gift Daníel Ágústínussyni á Akranesi og eiga þau tvö börn og sex barnabörn þegar þetta er ritað. Jakobína var gift Árna Jónssyni og býr á Hellu. Þau eiga tvo syni og sex barnabörn. Prestsstarf í sveit var (og er eflaust enn) fjölþætt. Auk venjulegra heimilisstarfa þarf að sinna fjölda fólks sem kemur í margvíslegustu erindum, bæði á sorgar- og gleðistundum. Þessu starfi gegndu þau Oddahjón með óvenjulegri reisn. Þetta kom ekki síst fram eftir að margvísleg félagsmálastörf hlóðust á prestinn sem varð fljótlega eftir komu hans. Meðal annars sat hann í hreppsnefnd frá 1922, en annars skulu slík störf hans ekki rakin hér; til þessu eru aðrir færari en ég. Aðeins skal þess minnst að hann stóð með öðrum fyrir því að reistur var barnaskóli á Strönd á Rangárvöllum, einn fyrsti heimavistarbarnaskóli í sveit hérlendis. Ekki voru allir hreppsbúar sáttir við þá framkvæmd, farkennslan hafði dugað til þessa og hlaut að geta það áfram, en klerkur hafði sitt fram með lagi þótt hart væri í ári og kreppa í landi. Árið 1946 hætti séra Erlendur prestsskap °6 fluttust þau hjón þá til Reykjavíkur þar sem ÞaU keyptu sér íbúð á Kjartansgötu 5 í sambýli vi Sigríði systur Önnu og Jón Magnússon mann hennar. Þarna áttu þau heima til ævilok3' Erlendur tók að sér störf hjá ríkisskattanefnd °f vann hjá henni til ársloka 1962. Eftir að Anna andaðist 1967 var Erlendur einn í íbúð sinni. Þetta var mikil breyting á lífi hanS’ og hann hafði oft orð á því hve Ánna hefði veri sér góð kona. Það birti yfir andliti hans þe8ar hann minntist á hana. Þegar tók að halla undan fæti, átti hann marga góða að, og mun ekkr neinn hallað þótt þar sé sérstaklega getið Sigr'ða mágkonu hans. . Eftir að Erlendur var orðinn einn, var Pa löngum iðja hans að mála. Það hafði hann iðha, sér til hvíldar áratugum saman og hafði af P mikið yndi, og málarapensli beitti hann lengi et að fingur hans voru orðnir svo stirðir að hann a erfitt með að skrifa nafnið sitt. Og fram á síðasta æviár teiknaði hann blómamyndir sér og öðrum entis' vildi til ánægju. Auga hans fyrir línum og litum lengur en hendurnar. Meðan hann hélt heilsu v* hann helst vera heima hjá sér í Reykjavík og l]ulý þeim verkum sem hann var byrjaður á eða vi taka sér fyrir hendur. Þó hann færi í heimsókn dætra sinna á Hellu eða Akranesi fannst hom1 , hann hvergi eiga heima nema á Kjartansgömn111 þar sem þau Anna höfðu síðast átt heimili- Hann var ótrauður til ferðalaga meðan han hélt heilsu, og hann hélt upp á áttræðisafmsh með því að heimsækja Ásbyrgi og bernskuslo sínar í Krossdal; var þar í blíðskaparveðn afmælisdaginn. Síðustu ferðina norður fór hann jarðarför Hólmfríðar systur sinnar 1980. Það va heldur ekki heiglum hent að vera prestur í 0d meðan samgöngur voru eins og tíðkaðist frarir undir okkar daga og sinna þurfti tveim annexíum. Þó eru ekki fjallvegir til farartálma^ Oddaprestakalli, en til annarrar annexíunnar, Keldum, var löng leið og villugjörn um sanu > sandbylur stundum svo þykkur að dimmdi ýhr heiðskíru veðri þótt sól væri hátt á lofti- 11 annexían er á Stórólfshvoli. Auk þessa 8e8n séra Erlendur Akureyjarsókn í Landeyjum u tíma 1919 og Hábæjarsókn í Þykkvabæ 1920-2^^ í báðar þær sóknir varð að fara yfir stórvötn. sjálfsögðu óbrúuð. ,. En glíman við elli kerlingu fær ávallt einn en > og fæturnir biluðu Erlend. Honum var or verulega stirt um gang fyrir tveimur árum eða sv°_ Sumarið 1981 fór hann upp á Akranes til dóttu sinnar og var þar nokkra mánuði. Síðan ma heita að hann kæmi varla hema sem gestúr he1 á Kjartansgötuna og í byrjun mars sl. fékk ha að eigin ósk inni á Elli- og hjúkrunarheimn1 Grund og varð alls hugar feginn. Þar dvaldist ha uns yfir lauk og hann fékk hægt andlát aðfaran 21. des. sl. Honum var ríkt í huga þakklæh starfsfólk á hjúkrunardeild Grundar fyr>r urnu hyggju, en þreyttur var hann orðinn á þrekleysl um það er lauk, enda hélt hann ráði og rænu fra á síðasta dag. Og á níræðisafmælinu 12. jun*. hinn haf> fagnaði hann vandamönnum og vinum hressasti í samsæti á Grund. Um séra Erlend hefur verið sagt að hann ^ flutt með sér norðlenskan menningarblæ suður Rangárvelli. Þessi blær fylgdi honum hvar se Framhald á hh' Islendingaþ#^1

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.