Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Síða 3

Íslendingaþættir Tímans - 29.12.1982, Síða 3
Einar Gíslason Vorsabæ á Skeiðum Dfoitii Fæddur 14. júní 1900. Dáinn 20. nóvember 1982. bíH lát þú Ijóma OhtíhVerriSá' "jortun enduróma "naðsríka mál, Bjöð og sæl við sjáum SV|P b>nn berum vér, idag svo fundið fáum þinn frið á jörðu hér. (Jón í Garði). bik ^ Cr *1ann Einar vinur minn látinn. Ekki mun alinn í Vorsabæ njóta gegninga hans framar. b$- nar Gíslason var fæddur í Dalbæ Gaulverja- Var1ðarhhrepPi 14- júní árið 1900. Ungur að árum sérf hann heiman til að sjá sjálfum han rn°r^a eins °g aigengtvar * Þa daga. Gerðist n» ?■ vinnumaður að Fjalli á Skeiðum, en það er n^ti bær við Vorsabæ. bú k§ar afi minn sálugi, Eiríkur Jónsson hóf vin 1 ^orsai')æ árið 1916, réði hann Einar í Sar^nmennsku til sín árið eftir. Störfuðu þeir Hmh V'13 húskapartíð afa og ömmu. Mæddi þá er h lrPa búsins oft mikið á Einari í fjarveru afa, ger ærinn starfa við félags- og sveitarmálefni. ■g. ra Þeim tíma að þakka hollustu og tryggð se^ahs v'h Vorsabæjarheimilið. Tryggð hans var ^iar8> er heimilið bjó að. fræ lpö6 er Kristrún amma mín dó og Helga stoð a tók við búi í Vorsabæ, varð Einar hennar allt s,ytta. Hjálpaði hann henni við búskapinn g.1 úauðadags. mér‘nar hef ég þekkt frá því er ég fyrst man eftir sjö i en e8 hefi dvalist sumarlangt í Vorsabæ frá Ejn a aidri, innan um fénaðinn sem var í umsjá rriun^ V°ru oi;i:ar Einars afar góð. Ætíð átti ® minnast með söknuði þeirra ára, sem ég þessmeh Einari við búskaparstörf í Vorsabæ. Þó sem par hafi ekki verið mörg miðað við þau ár, þetta ’nar haföi lifað, voru þau mér mjög kær því hann V°rU uPPvaxtar-og þroska ár mín. Miðlaði öðlastmm af þeirri reynslu sinni er hann hafði hann Vl.^ aratuga búskap, þeirrar þekkingar, sem ávaji Veit,i mer mun ég minnast með þakklæti og Ahu ^a gagn af á ókomnum árum. þau 8arnál okkar Einars við búskapinn voru sauðfSnrriU' Við höfðum báðir mestan áhuga á á hesth°^ hes,um- Pó Einar hafi ekki farið mikið huKsa as s'ðustu árin, hafði hann gaman af að sk°ðanUm Þá og horfa á góða hesta. Ekki fóru Um það’r oiikar Einars alltaf saman er við ræddum hefUr h Sem vih kom hestamennskunni, því mikið Var Un rei,st 1 sambandi við hestana, frá því hann á ðe ®Ur' ^ var eici{i aii,af veri® sPortastum Oft UUm' Peir voru þá þarfasti þjónninn. töltar Sa®^' ^inar s°gur af Grána sínum, mesta hann á hem hann eignaðist. Og vel ríðandi var mar„a reim bleiku, Hálegg og Háfeta. Fóru þeir , r fíaiiferðirnar saman. Yndi hafði hann af er*dingaþættír að smala afréttinn á haustin og fór hann á fjall í áratugi. Fjallkóngur var hann í áraraðir. Einar vakti áhuga minn á fjallferðum, sveipaði þær þeim ævintýraljóma, sem mér finnst ætíð vera við það að eltast við kindur í óbyggðum íslands. Strax og ég hafði tækifæri til, fór ég á fjall til þess að fá að feta í fótspor Einars. Margar voru sögurnar, er Einar sagði af fjallferðum sínum, kuldanum og vosbúðinni þegar tjöld fjallmannanna fuku ofan af þeim, eða þegar hann og Bjarni á Brúnavöllum þurftu að fara út í bylinn til að leita að fjallmönnum sem höfðu villst. Þá hefur Einar notið þeirrar hörku og þrákelkni er hann bjó yfir, því aldrei gafst hann upp fyrr en ákveðnu takmarki var náð. Sauðfé var hans líf og yndi og hugsaði hann að mestu leyti um kindurnar, þótt hann gegndi kúnum líka. Man ég það, að á vorin þegar kindurnar báru út um móa og við Einar fórum ríðandi til kinda. Ekki þurftum við að hafa fyrir því að rýna í númerin á hornum kindanna, því allar þekkti Einar þær með nafni. Einstaka sinnum þurftum við þó að athuga númerin, en þá var nær eingöngu um tvævetrur að ræða. Erfitt fannst Einari að sætta sig við það, þegar aldurinn færðist yfir, að geta ekki hlaupið á eftir kindunum út um móa og mýrar. Varð hann þá að notast við okkur sem yngri vorum, en alltaf vildi hann vera með í eltingarleiknum. Snyrtimennska sat ávallt í fyrirrúmi, gekk hann ætíð einstaklega vel um gripahúsin. Fóðurgang- arnir voru alltaf vel . sópaðir og hver tugga vel nýtt. Gaman var að sjá fallegt handbragð hans í hlöðunni. Hver stallur var af ákveðinni stærð, stálið vel stungið. Var því snyrtilegt umhorfs í hlöðunum í Vorsabæ. Oft gáfum við Einar fénu saman .og finnst mér núna Einar vanta þegar ég kem um helgar og gef á fjárhúsin. Ekki mun Einar oftar gefa með mér fénu. Hugsa ég þó, að hann fylgist með því sem er að gerast í Vorsabæ, þótt hann hafi kvatt okkur að sinni. Guð blessi minningu hans. Eiríkur Þórkelsson f hringnum kringum jólatréð heima í Vorsabæ á aðfangadagskvöld verður einum færra um næstu jól, því laugardaginn 20. nóv. sl. lést í Landsspít- alanum okkar gamli vinur, Einar í Vesturbænum. Einar Gíslason fæddist 14. júní 1900 að Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Einarsson og Helga Jónsdóttir. í bernsku fylgdist Einar með foreldrum sínum upp á Skeið. Árið 1917 réðst hann vinnumaður að Vorsabæ á Skeiðum til afa okkar og ömmu, Eiríks Jónssonar, bónda þar og konu hans, Kristrúnar Þorsteinsdóttur, sem voru að byrja þar sinn búskap. Því heimili vann hann, æ síðan af mikilli trúmennsku, og ómetanlegt var fyrir heimilið að eiga hann að, þar sem afi hóf fljótlega umsvifamikil störf í þágu sveitar og sýslu og var þá oft fjarverandi. Sveitastörf á fyrri hluta tuttugustu aldar voru ákaflega erfið og umfangs- mikil. Þar var ekki unnin 40 stunda vinnuvika og síðan farið í frí. Það hefur aldrei tiðkast í sveit. Einar var maður, sem hægt var að treysta, og því gat afi farið sinna ferða áhyggjulaus, því heima í Vorsabæ sá Einar um að þau störf yrðu unnin sem þurfti. Faðir okkar Jón Eiríksson byggði nýbýli á 1/3 jarðarinnar og hóf þar búskap árið 1949 með konu sinni Emelíu Kristbjörnsdóttir. í vesturbænum hjá afa og ömmu var annað heimili okkar systkinanna og við fórum í heimsókn hvenær sem okkur datt í hug. Útivið eltum við karlmennina við sin daglegu störf, fyrst sem áhorfendur, síðan sem þátttakendur. Frá því fyrsta fannst okkur Einar ganga næst því að vera eins og góður afi. Frá því að við byrjuðum að trítla á eftir honum var hann ætíð boðinn og búinn að leiðbeina okkur í hvívetna og alltaf fengum við greinargóð svör. Einar var dulur maður og kannski var það helst í nálægð okkar barnanna sem opnaðist leið inn í hugskot hans. Bestu stundirnar áttum við með honum ef farið var á hestum, en af þeim hafði hann mikið yndi og átti sjálfur alltaf góða gæðinga. Á hestbaki var hann „kóngur um stund“ Ýmist söng hann þá við raust, sagði gamlar sögur eða fræddi okkur um ýmis örnefni í grenndinni, en á landareigninni og í kring þekkti hann hvern stein og hverja þúfu, sömuleiðis mun hann hafa verið með froðari mönnum um örnefni Framhald á næstu síðu 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.