Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1983, Blaðsíða 2
Sigurður Pétursson, Fæddur 30. janúar 1955 Dáinn 1. janúar 1983 Góður drengur og ljúfur er liðinn. Skömm var hans ævi, en huggun má það vera harmi gegn, að fjölmargt fékk Sigurður að sjá og reyna umfram margan áttræðan. Sigurður Pétursson var sonur hjónanna Sigríðar Sveinsdóttur og Péturs Sigurðssonar alþingis- manns. Sendum við þeim og börnum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur vegna fráfalls elskulegs sonar og bróður. Nám f setningu stundaði Sigurður í Steindórs- prenti og starfaði síðan í Blaðaprenti. Lágu þar leiðir okkar saman og var Siggi Pé., eins og hann var oftast kallaður, litríkur, léttur og skemmti- legur starfsfélagi með ríka tilfinningu fyrir sínu stéttarfélagi, svo sem hann átti kyn til. Mikinn faglegan áhuga hafði hann til að bera og hugðist öðlast þekkingu og reynslu á því sviði og varð það m.a. til þess að hann fór fyrir rúmum tveimur árum til Suður-Afríku og starfaði þar hjá stærsta blaði í Afríku, The Star í Jóhannesarborg. Þaðan lagði hann íhinstuför, er var nokkurra mánaða ferðalag um lönd Suður-Ameríku. Nú berast ekki lengur frásagnir í bréfum eða á prentari snældum, þrungnar leiftrandi lýsingarorðum, Þvl að góðu sambandi hélt Siggi við okkur félaga, sem oft komum saman til að njóta frásagna hans og fróðleiks, og reyndum við að senda honum ýmsat fréttir héðan, þar sem margs spurði Siggi og ekki síst um gang mála í stéttarfélaginu og um þróunina í íslensku prentverki. Ládeyða í listalífi Jóhannesarborgar var helsh agnúi borgarlífsins að mati Sigga, enda hafði hann orð á því í bréfi, eftir að hafa séð frásagnir um síðustu Listahátíð í Reykjavík, að margt væri nu girnilegt heima. Hann var afar opinn fyrir hinum ólíkustu listgreinum og fordómalaus. Erfitt er að sætta sig við þá staðreynd, að fá el meir að njóta samvista þessa víðförla vinar okkar, en allir höfðum við horft með tilhlökkun til næstu samfunda. Aðeins hljóður söknuður - og miklar þakkm fyrir ógleymanleg kynni, sem ylja um ókominn tíma. Fyrir hönd fyrrum vaktfélaga í Blaðaprenti. Hallgrímur Tryggvason- Sigursteinn Magnússon ríkjunum þeir markaðsmöguleikar, sem staðið hafa fram á þennan dag, lögðust af um skeið þeir þættir freðfiskviðskipta við Evrópulönd, sem hér voru nefndir. Nú beinast augu manna enn á ný til Evrópu, þegar rætt er um sölu á frystum fiski, og nú er okkur ljóst að í ýmsu því, sem Sigursteinn tók sér fyrir hendur á þessu sviði, var hann langt á undan sinni samtíð. Pannig voru að hans fyrirlagi gerðar sérstakar smásöluumbúðir fyrir neytendamarkað í Frakklandi og seldar þar í landi um langt skeið. Þetta var á þeim tíma, þegar blokkarpakkningar voru enn ráðandi í íslenskri freðfiskframleiðslu. Þannig mætti lengi áfram telja en hér skal að sinni staðar numið. Þó vil ég ekki láta undan fallast að minnast á ötulan stuðning hans við málstað íslands í landhelgistnál- inu. Sigursteinn kunni á fingrum sér öll rök í því máli og fylgdi þeim eftir með þeim yfirburðum í orðsins list sem honum voru meðfæddir. Varð þá jafnan fátt um svör af hálfu þeirra, sem andsnúnir voru málstað íslands. Sigursteinn Magnússon var manna skörulegast- ur í allri framgöngu og bar sig vel á velli allt fram á háan aldur. Hann var gæddur ríkri frásagnar- gáfu, sem studd var frábæru minni. og lætur að 2 líkum, að þessir hæfileikar gögnuðust honum vel í viðskiptalífinu. Hann hafði mikinn áhuga á bókmenntum, bæði íslenskum og enskum, og fræðimennsku sem þeim var tengd. Tel ég mig vita, að á því sviði hafi hann lagt mörgu góðu máli lið. Sigursteinn gerðist ræðismaður íslands í Skot- landi árið 1940 og aðalræðismaður tíu árum síðar. Gegndi hann starfi aðalræðismanns til dauðadags. Eftir að hann lét af framkvæmdastjórn Leith-skrif- stofu um 1960 sinnti hann ýmsum verkefnum fyrir Sambandið og var m.a. ráðgefandi um sölu íslenskra afurða erlendis. Tel ég víst að aðrir. sem mér eru þar um bærari. muni fjalla um störf hans í þágu utanríkisþjónustunnar. Mér virtust þau einkennast af skórungsskap og reisn, sem voru í fullu samræmi við starfshætti hans á viðskiptasvið- inu. Sigursteinn Magnússon var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Hann hlaut ungurgott kvonfangog varð aðnjótandi mikils barnaláns. Eftirlifandi kona hans er Ingibjörg Sigurðardóttir brunamála- stjóra í Reykjavík Björnssonar og varð þeim fjörgurra barna auðið. Þau eru: Siguröur læknir og prófessor í Reykjavík. Kona hans er , Audrey, fædd Douglass; þau eiga fim'” börn og eitt barnabarn. Margrét, gift Ronald Bennett hæstaréttarlög- manni í Edinborg; þau eiga sex börn. Dr. Magnús, hinn kunni sjónvarpsmaður og rithöfundur. Kona hans er Mamie, fædd Baird- Þau eru búsett í Glasgow og eiga fjögur börn. Snjólaug píanókennari og vararæðismaður íslands í Skotlandi. Hún er gift Nigel Thomson dómara í Edinborg og eiga þau 2 börn. í meira en hálfa öld hefur frú Ingibjörg staðið ótrauð við hlið manns síns í erilsömum störfurn hans. Var heimili þeirra hjóna í Edinborg róniað fyrir gestrisni og góðan viðurgjörning við landa. sem þar bar að garði. Áður var vikið að höfðinglegri framkomu Sigursteins en óhætt er að fullyrða að í því efni var mikið jafnræði með þe'1” hjónum. Á mannþingum voru þau glæsilegir fulltrúar þjóðar sinnar. Við þau tímarrót, sem nú eru upp runnin, sendum við hjónin frú Ingibjörgu og börnum hennar innilegar samúðarkveðjur. Drottinn blessi minningu Sigursteins iviagiiussouai. Siguröur Markússon islendingaþ®íí,r

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.