Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 2
Stefanía Olafsdóttir Fædd 30. nóvember 1900. Dáin 16. nóvember 1982. Stefanía Ólafsdóttir var fædd aö Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi og ólst þar upp. Tuttugu og þriggja ára giftist hún Andrési Björnssyni frá Bæ. Búskap hófu þau að Ytri-Skeljabrekku og bjuggu þar til ársins 1936, er þau fluttu til Borgarness. Þar var heimili hennar síðan til dauðadags. Andrés starfaði við ýms algeng störf í Borgarnesi, en þó lengst af hjá Rörasteypu Borgarneshrepps. Þau hjón eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi, 3 dætur og einn son. Tvö þeirra eru búsett í Borgarnesi. Á mínu fyrsta starfsári í Borgarnesi lenti Andrés í bílslysi, sem varð þess valdandi, að hann var á sjúkrahúsi um nokkurn tíma. Ekki var Ijóst, hve sú dvöl yrði löng. Andrés hafði miklar áhyggjur af fjárhagsafkomu þeirra hjóna þar sem fyrirvinnan var engin, meðan hann varóvinnufær. í sambandi við þessi veikindi hans óskuðu þau hjón eftir viðtali við mig. Strax kom fram hjá þeim hjónum, ekki síst Stefaníu, áhyggjur af heilsu Andrésar og hve fjárhagsaðstaða þeirra hafði mikil áhrif á hann. Upp kom í þeim umræðum hjá Stefaníu, hvort hugsanlegt væri að semja um greiðslu bótanna, enda þótt hún gerði sér grein fyrir áhættu af samningum slíkum, sem um var rætt, trúði hún á batnandi heilsu hjá bónda sínum og að samningar gætu jafnvel flýtt fyrir henni, en vegna samvizkusemi sinnar hafði hann miklar áhyggjur af heimilinu og einnig af því, að starf hans í Rörsteypunni var geymt þó að óvíst væri hvenær hann gæti mætt til vinnu. Samningar við tryggingafélagið tókust og voru afgreiddir fljót- lega. Þar fór einnig svo, sem frú Stefanía hugði, heilsa Andrésar fór batnandi. Hann kom til vinnu sinnar í Rörsteypu Borgarness og þar mun hann hafa unnið allt fram undir það síðasta. Hann lézt þann 17.febrúar 1967. Stefanía Ólafsdóttir var myndarleg kona, hyggin og stefnuföst f ákvörðun sinni. Hún var snyrtimenni í klæðaburði og framkomu. Heimili hennar bar snyrtimennsku hennar gott vitni. Stefanía vann nokkuð að handavinnu, einn af þeim, sem naut hennar þar var ég. Eitt sinn gaf hún mér fallega útprjónaða fingravetlinga, sem ég átti lengi. Eeir vöktu athygli. Einn af þeim sem veitti þeim sérstaka athygli og dáðist að, var hr. Ásgeir Ásgeirsson þá forseti íslands. Atvikin höguðu því svo til vegna fjarvcru af landinu gátum við hjónin ekki fylgt henni síðasta spölinn. Við færum henni vinarkveðju fyrir nærri þrjátíu ára kynni. Börnum hennar og öðru venzlafólki færum við samúðarkveðju. Blessuð sé minning hennar. Halldór E. Sigurðsson Jórunn Sigurðardóttir Ystaskála V-Eyjaf j. Fædd 10. ágúst 1895 Dáin 11. janúar 1983 Af okkar kynnum fagra birtu ber bestu þakkir geymi í huga mér Lífsins gjafir skærast lýsa nú ljós í myrkri er gefa nýja trú. Hæglát vina um lífið hljóðlát gekk hógvær tók, og gaf af því er fékk Dýrmæt gjöfin okkur dvöl þín er djásn sem margur ber í hjarta sér. Bernsku myndir blunda hugum í björt er ósk um veröld sem er ný Æsku stundir inn við fjöllin blá ylja lengi og glæða hjartans þrá. Gengin spor um gæfusama braut gegnum lífið erfið kjörin hlaut Heimur tíðum harða steina ber hamingju né trega enginn sér. Lágvaxin en Ijúf í starfi var látlaus kona hjarta rúmið bar gæsku og mildi, góðmennskunnar auð gleði sanna mönnum öllum bauð. Sólarylinn bros þitt sendir hér frá sálu þinni hvar sem lifað er allt það góða er blundar brjóstum í blíður geislinn vekur það á ný. Sat ég hljóð við sjúkrabeðinn þinn sárast til þess núna kannski finn að allt of fáir þangað áttu leið er amma þögul sinnar hvíldar beið Tilgangur í öllum tárum er tíminn vitnar hvað við lærum hér langar stundir leiftur augna skín ljósin þín nú eru birtan mín. Ein af gjöfum mesta birtu ber betra en allt í heimi þessum er þekka vil ég nú í þetta sinn það er amma góður faðir minn. Árin liðu, voru þung þín spor þolinmóð samt beiðst, og nú er vor hjartans vinir leiðast lífs um geim loksins amma þangað komin heim. Jórurin Elísdóttir. 2 islendingaþaettii'

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.