Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 7
Til hamingju Núpahjón, Sigurður Sigurðsson, Núpum og Kristín Ásmundsdóttir Nú hina éljasömu nóvemberdaga eiga Núpa- hjónin í Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu merkisaf- mæli. Þann 14. nóv. s.l. er Sigurður bóndi og fyrrum kennari áttatíu og fimm ára, en 1. nóv. sl. varð Kristín kona hans sjötíu og fimm. Að vísu var blíðskaparveður á afmæli Stínu, eins og okkur gömiu kunningjunum er tamt að kalla hana, en Kristín var skírð í höfuð ömmu sinnar og alnöfnu. Kristín Ásmundsdóttir fæddist á Ófeigsstöðum í Kaldakinn 1. nóvember 1907, foreldrar hennar voru hjónin Svava Björnsdóttir, Jóhannessonar frá Barnafelli og Ásmundur Kristjánsson, Árna- sonar frá Hóli í Kinn, ep Ásmundur og Svava bjuggu á Ófeigsstöðum og víðar í Kinninni. Ung að árum var Kristín tekin í fóstur á efnaheimilið Halldórsstaði í Kinn, af þeim Sigríði Hallgrímsdóttur og Sigurði Sigurðssyni, hrepp- stjóra. Sigurður Sigurðsson fæddist 14. nóv. 1897 að Yzta-Hvammi í Aðaldal, en þar bjuggu þá foreldrar hans, hjónin Guðfinna Jónsdóttir, bónda að Kraunastöðum, og Sigurður Guðmunds- son frá Litlu-Strönd í Mývatnssveit. Sigurður kennari eins og við krakkarnir kölluðum hann, og reyndar fullorðna fólkið líka, var vörpulegur maður, kröftugur bæði til sálar og b'kama, svipmikill en hýr og þannig hugsum við um hann enn í dag, þennan prúða en ákveðna mann, sem allir hlýddu með góðu, enda bað hann alltaf með góðu. Sigurður kennari hefur alla tíð unnað bókum °g dreif sig því á Ljósavatnsskólann 1914 og kennarapróf tók hann frá Kennaraskólanum 1920. Hafði þá þegar unnið við heimiliskennslu. Er hann var búinn að kenna í tvo vetur í Höfðahverfi' S-Þing. Réðst hann til kennslu í Ljósavatnsskóla- hverfi árið 1926 og kenndi þar í 32 ár. Það má h'ta svo á að Ljósavatnsskólinn hafi glætt hans góðu gáfur og þess naut Ljósavatnshreppur í ríkum mæli síðar meir. Auk þess að vera eini hennarinn og þurfa því að kenna hinar ólíkustu námsgreinar, var hann endurskoðandi sveitar- reikninga Ljósavatnshrepps um árabil o..fl. mætti ’elja af opinberum störfum. Hann kenndi sund í sex vor, og fágætt mun það hafa verið að farkennari við mjög þröngan húsakost, kenndi leikfimi, en það geröi hann og v«eri alls ekkert hægt að rýma til lét hann okkur 8era staðæfingar við sæti okkar og þá aðaláherzla [ógð á smáæfingar sem réttu úr okkur. Ekki þekkti hann að kenna í góðu skólahúsi með tækjabúnaði lutímans, en svo lifandi var öll hans fræðsla að islendingaþættir ómetanlegt hefur það veganesti orðið.okkur, scm töltum í farskólann í Kinninni á tímabilinu 1926 til 1958. Ljósvetningar skrifa flestir vel, og það var forskriftin hans Sigurðar kennara, sem inótaði rithönd þeirra — lengi býr að fyrstu gerð. Við lærðum að skilja móðurmálið og njóta þess, sem við lásum bæði í bundnu máli og óbundnu. Hann tók okkur upp í ljóðaflutningi, við lærðum kvæðin heima, í kennslustund urðum við svo að standa upp og flytja þau skilmerkilega, helst með viðeigandi hrynjandi. Þetta var okkar frumraun að standa frammi fyrir öðrum og flytja mál okkar. Ekki sótti Sigurður kennari eintómt erfiði heirn í Ljósavatnshrepp, þar kynntist hann sinni styrkustu stoð og ævifélaga Kristínu Ásmunds- dóttur, þau giftu sig þann 11. júní 1935 og bjuggu fyrst á Ljósavatni, síðan á Maríugerði, hluta af Yztafelli, þar var samkomuhús hreppsins og því oft gestkvæmt og ónæðissamt að búa, þá var cnn venja að dansa til morguns. Þaðan fluttu þau með dæturnar ungar, að Núpum í Aðaldal og búa þar enn í skjóli eldri dótturinnar og tengdasonar. Kristín er söngvin og var ávallt með í kórum sveitarinnarogöllu félagslífi. Þeirravaraðvonum sárt sakanð í Kinn , er þau fluttu, þá voru samgöngur ekki eins góðar og nú, Núpar eru austan Laxár og varð að róa yfir ána til að heimsækja þau, margan gest og gangandi flutti Núpabóndinn yfir ána með traustu ártaki. Öll liðin ár, sem ég naut þess að þekkja þessi sálargöfugu kyrrlátu hjón vil ég þakka þeim. Barnaskóladagarnir voru ætíð tilhlökkunarefni, ekki aðeins fyrir þá miklu kæti, er venjulega ríkti með okkur krökkunum þessar 8 vikur, sem við vorum í skóla hvern vetur oftast lh mánuð í senn, við hlökkuðum virkilega til að læra. Og í frímínútum brá kennarinn sér út með okkur og kenndi okkur ýmsa leiki, alltaf var kennarinn með. Núpahjónin hafa aldrei slegið um sig í lífinu eða búið stórt. En þótt kringum þau ríki friður hinna prúðu, er ætíð gleði og kátina þar sem þau eru. Líkast er aðTcoma íforeldrahúsað heimsækja þau. Veit ég að fleiri gamlir nemendur hugsa heim að Núpum þessa daga. En vík skilur vini og fjörður frændur, og ég því senda mínar árnaðaróskir yfir fjörð og dal. Lifið heil kæru vinir. Aslaug Kristjánsdóttir. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.