Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 5
Emilía Friðriksdóttir Fagrahvammi, Hveragerði Fædd 3. október 1906. Dáinn 16. desember 1982. Við sem búum á norðurhveli jarðar finnum það best hvað birta og ylur eru okkur mikilvæg . Þegar skammdegið leggst að okkur, sólargangur verður styttri, en dimmi tími sólarhringsins þeim mun lengri. Það var einn af þessum dimmu skammdegis- dögum að okkur barst sú fregn að Emilía í Fagrahvammi væri dáin . Hún var bráðkvödd að heimili sínu þ. 16. dag desemberm.i s.h.langri og giftudrjúgri starfsæfi var lokið. Vissulega er það gott hverjum þeim er fær að kveðja þennan heim með slíkum hætti, en alltaf veldur slíkt nánustu ástvinum óvæntri sorg og sársauka. Emilía var fædd 3. dag októbermán. árið 1906 í Súðavík Norður-ísafjarðarsýslu. Hún var komin af hinni mannmörgu Arnardalsætt, foreldrar hennar voru Daðína Hjaltadóttir og Friðrik Guðjónsson barnakennari í Súðavík. Hjá þeim hjónum var símstöð staðarins til húsa sem þau sáu um í áraraðir. Systkini Emilíu voru þrjú, sem öll eru nú látin. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum í Súðavík og vandist snemma að taka til höndunum. Emilía stundaði nám í Húsmæðra- skólanum á Blönduósi 1924-1925 og þaðan lá leiðin til Reykjavíkur til að öðlast meiri þekkingu og aðra. Hún var mjög laghent við sauma og tóvinnu, að ógleymdum kökubakstri. Drjúg heyskaparkona og ólst upp við mjöltun á kvíám ásamt þeim vinnubrögðum er tíðkuðust frameftir fyrri hluta aldarinnar. Störf hennar voru ósvikin °g vel þegin. Hin síðari ár prjónaði hún mikið í höndum og eru þeir ófáir, yngri sem eldri, er notið hafa hlýju af handaverkum hennar. Hún hét fullu nafni Svanfríður Þórunn Halldórsdóttir. Fæddist að Eyjum í Kaldrananes- hreppi 16. október 1896, en þar dvöldu þá foreldrar hennar Þorbjörg Kristjánsdóttir og Halldór Jónsson, síðar bóndi á Svanshóli og víðar, en andaðist að Bassastöðum. Við vorum því bræðrabörn. Foreldrar hennar giftust ekki og slitu samvistum. Hún kom að Svanshóli á sjöunda ári ásamt móður sinni og systrum, sem báðar voru yngri, en þær voru þessar: Jakobína Guðrún er síðar bjó að Mýrum við Drangsnes ásamt manni sínum, Elíasi P. Bjarnasyni frá Klúku, en þau eru nú í Elliheimilinu Skjaldarvík, Akureyri. Yngst var Kristjana er bjó með barnsföður sínum, Ólafi Jóhannssyni frá Bakka, að Helganesi á Selströnd og víðar. Hún andaðist í febrúar sl. Þær Þorbjörg og Þórunn slitu ekki samvistum °g áttu heima á Svanshóli til lokadægurs. Þórunn giftist aldrei. Þorbjörg, Bagga, eins og við börnin kölluðum hana, var „húskona", eins og nefnt var þegar hvorki var að ræða um húsmóður né vinnukonu, í vefnaði og saumum. f Reykjavík kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Ingimar Sigurðssyni garðyrkjufræðingi og vann Emilía um tíma í en höfðu sér eldamennsku þegar ekki var unnið fyrir heimilið. Hún var hörku dugleg við öll verk og eftirsótt við heyskap. Gaf ekki eftir duglegustu karlmönnum við slátt, eða aðra átakavinnu. Dóda var líka drjúg rakstrarkona þrátt fyrir fíngerða líkamsbyggingu, og létt á fæti til hins síðasta. AHar voru mæðgurnar mjög söngvinnar og mig undraði oft hve feikna mörg ljóð og kviðlinga Bagga kunni, eða þætti úr fornsögunum. Hún lézt 8. nóv. 1953. Dóda bar ekki hugrenningar sínar á torg, og vandfundin vinfastari manneskja. í byrjun fjórða áratugsins, þegar átök voru hörð í landsmálum, engu síður en nú, kom ungur maður fram við útvarpsumræður, sem hreif marga, m.a. Dódu svo mjög, að engum leyfðist að hallmæla honum án þess að særa hana þótt hún hefði ekki mörg orð um, en lífsstefnu hans féllst hún á. Enda varð Eysteinn Jónsson leiðandi stórmenni fjölbreyttra framfara í landinu um áratuga skeið. Þann 7. des. sl. lærbrotnaði Dóda og var daginn eftir flutt suður á Borgarspítala þar sem hún lézt snögglega viku síðar. Hún lifði það, að þrír ættliðir hefðu hér heimilisforráð. Dóda! Við leiðarlok þökkum við þér langa og góða samfylgd og óskum þér allrar farsældar í heimi ódauðleikans. Ingimundur á Svanshóli. blómabúðinni Flóru, sem Ingimar átti ásamt Rögnu systir sinni. Þau Emilía og Ingimar giftu sig þ. 14. dag maímán. árið 1935. Flutti Emilía nú í Fagrahvamm þar sem Ingimar ásamt föður sínum Sigurði Sigurðssyni fyrrv. búnaðar- málastjóra höfðu reist garðyrkjubýli á bökkum Varmár í Ölfusi, voru það reyndar fvrstu byggingar sem reistar voru á þeim stað, sem nú heitir Hveragerði. Fyrsta gróðurhúsið þar byggði faðir Ingimars árið 1930 og var það 45 ferm. að stærð. 1 dag er gróðrarstöðin í Fagrahvammi með um 5 þús. ferm. undir gleri og með stærstu gróðrarstöðvum landsins. Uppbyggingarstarfið hef- ur haldið áfram í gegnum árin. Hefur Sigurður sonur þeirra Emilíu og Ingimars lagt þar gjörva hönd að nú síðari árin. Það hefur því vérið nóg að starfa hjá húsfreyjunni í Fagrahvammi því oft var mannmargt heimilið, bæði garðyrkjufólk og smiðir auk stækkandi fjölskyldu. Kom sér því vel hve húsmóðirin var vel verki farin og frábærlega vel að sér í matargerð og hússtjórn allri. Þau Emilía og Ingimar voru samhent í lífinu og lánssöm, þau byggðu upp fagurt heimili, sem öllum er þangað komu, en það er orðinn stór hópur, var tekið af alúð og veittar höfðinglegar móttökur. Veit ég að margir minnast nú með þakklæti góðra og glaðra stunda með þeim í Fagrahvammi frá liðnum árum. Emilía var sérstaklega skapgóð, jafnlynd kona, sá ég hana aldrei skipta skapi,alltaf jafn glaðleg í viðmóti, en þó var alvara ltfsins henni aldrei mjög fjarri. Hún var hreinskilin í besta lagi og sagði jafnan hug sinn, söngelsk var hún og las nótur enda hafði hún hljóðfæri á heimili sínu. Hún var sérstaklega barngóð kona og mátu bamabörnin hana mikið og hændust að henni, sem allt vildi fyrir þau gera. Veit ég að þau eiga nú og varðveita í hjörtum sínum ógleymanlegar og bjartar minningar og þakklæti til ömmu sinnar frá fyrstu tíð. Ekki má ég gleyma að geta þess hvað Emilía var mikill dýravinur og höfðu þau hjón ávallt húsdýr á heimili sínu sem hún annaðist eins og börnin sín. Hún hafði mikið yndi af ferðalögum, enda ferðuðust þau hjón mikið, bæði innanlands og utan. Þau Emilía og Ingimar eignuðust fjögur börn, sem hér verða talin upp í aldursröð. Þau eru: Þóra fædd 21.mars 1936, búsett á Grófargili, Skagafirði, gift undirrituðum og eiga þau 5 börn. Sigrún Auður, fædd 24. nóv. 1937, búsett í Reykjavík gift Magnúsi Sigurjónssyni húsgagnabólstrara og kaupmanni og eiga þau 5. börn. Einn son átti Sigrún áður en hún giftist, Daði Tómasson fæddur 5. feb. 1957, hann var alinn upp hjá afa sínum og ömmu í Fagrahvammi sem þeirra sonur, hann er nú við garðyrkjunám í Danmörku. Sigurður fæddur 3. ágúst 1941 garðyrkjufræðingur búsettur í Brúarhvammi, giftur Guðrúnu Jóhannesdóttur og eiga þau 3 börn. Gerður fædd 15. maí 1945, búsett í Sandgerði islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.