Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 8
Kristján Benediktsson borgarfulltrúi, sextugur t>ann 12. janúar síðastliðinn varð Kristján Benediktsson sextugur. Þessi atburður fór heldur hljótt, enda afmælisbarnið að heiman. En nokkrum dögum síðar birtist í Tímanum mynd af Kristjáni þar sem varaformaður ÍSÍ var að sæma hann gullmerki í tilefni sextugsafmælisins fyrir störf að íþróttamáium. Þótt sextíu ár séu ekki hár aldur eldast menn mismunandi. Kristján heldur sér vel, enda íþrótta- og útilífsmaður, stundar göngur og skíðaferðir, laxveiðar og badminton. Kristján er Ijós yfirlitum eins og norrænn víkingur og heilsuhraustur með afbrigðum. Kvæntur er hann Svanlaugu Ermenreksdóttur kennara úr Reykjavík sem er jafn dökk að yfirbragði og hann er Ijós. Eiga þau fjögur uppkomin börn. Kristján Benediktsson er bóndasonur, fæddur að Stóra-Múla í Saurbæ í Dalasýslu. foreldrar hans eru Benedikt Kristjánsson og Ólöf Ólafsdótt- ir. Á uppvaxtarárum Kristjáns tíðkaðist það ekki í hans sveit að ungir menn gengju menntavcginn, en eftir barnaskólapróf fór Kristján í Reykholts- skóla, síðar lá leiðin í íþróttakennaraskólann og kenndi hann um skeið á vegum UMFÍ og ÍSÍ. En hann lét ekki staðar numið og tók almennt kennarapróf og kenndi við gagnfræðaskólann við Hringbraut og í Hagaskóla í einn áratug. Þá var Árni Þórðarson skólastjóri. góður íslenskumaður, áhugasamur skólamaður og mikill hestamaður. Kristján var yfirkennari og settur skólastjóri í forföllum Árna. Ég var nemandi Kristjáns í Hagaskóla. Hann kenndi skrift og landafræði. Rithönd hans er sérlega falleg og snyrtimenni er hann með afbrigðum. Kristján var formlegur kennari og engum nemanda datt í hug að gera uppsteit í tímum hjá honum. Kristján Benediktsson fékk ungur áhuga á pólitík. Hann starfaði í ungliðahreyfingu Fram- sóknarflokksins, FUF, í Dalasýslu og síðar í Reykjavík, var í stjórn SUF og síðar formaður, erindreki flokksins, í miðstjórn og formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Þá var Kristján framkvæmdastjóri Tímans frá 1964-72 og frá þeim tíma minnist ég Kristjáns, en borgarmálaráð flokksins kom saman um skeið á skrifstofu blaðsins í Bankastræti. Þá hefur Kristján átt sæti í menntamálaráði og verið formaður þess um skeið. Núna er Kristján framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokks- ins. Kristján hefur því sinnt mörgum trúnaðarstörf- um fyrir Framsóknarflokkinn, enda er hann traustur maður og mjög samviskusamur. Þó hygg ég að Kristjáns verði lengst minnst sem borgarfulltrúa í Reykjavík, en því starfi hefur hann gegnt í tvo áratugi eða frá 1962. Þá hafði Þórður Björnsson verið cini borgarfulltrúi flokks- 8 ins í 12 ár og vildi hætta. Kristján var formaður fulltrúaráðsins og fékk Einar Ágústsson, sem þá var sparisjóðsstjóri, til að skipa efsta sætið, en Einar gerði það að skilyrði að Kristján yrði í öðru sæti. Svo fór að Framsóknarflokkurinn fékk tvo menn kjörna, svo Kristján fór inn í fyrstu atrennu og skilur þar m.a. með okkur Kristjáni. -Kristján Benediktsson er starfsmaðurgáður, hann varð strax borgarráðsmaður þótt hann væri annar maður á lista flokksins og brátt gjörkunnugur málefnunt borgarinnar. Svo fór fram í tvö kjörtímabil, en þá vann Guðmundur G. Þórarins- son þriðja sætið á lista flokksins og kjörtímabilið 1970-74 varð blómaskeið, þá var Framsóknar- flokkurinn stærsti andstöðuflokkur íhaldsins í borginni. Árið 1971 hætti Einar Ágústsson í borgarstjórn er hann tók við embætti utanríkisráð- herra í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar og Kristján Ben. varð forystumaður flokksins í Reykjavík. Kristján hafði verið borgarfulltrúi í minnihluta í 16 ár þegar meirihluti sjálfstæðismanna féll 1978. Þetta var stór stund og Kristján hefur lýst því í blaðaviðtali með þessum orðum: „Fyrsti borgar- stjórnarfundurinn var sögulegur viðburður - það lenti á mér að setja hann - og ég sá á pöllunum ýmsar gamlar kempur sem setið höfðu í borgarstjórninni - í minnihluta - áður fyrr barist við Sjálfstæðisflokkinn í mörgum kosningum og átt þann draum heitastan að lifa þessa stund.“ Ljóst er að Kristján Ben átti mikinn átt í því hversu vel tókst til á síðasta kjörtímabili, enda lipur og traustur í samstarfi. Það var ntikið verk og vandasamt að taka við stjórn borgarinnar eftir fimmtíu ára valdaferil Sjálfstæðisflokksins, í kerfi sem sniðið er að þörfum þess flokks. í meirihlutanum gegndi Kristján ýmsum mikil- vægum embættum: var í borgarráði, þar af formaður í eitt ár. formaður fræðsluráðs, > framkvæmdaráði, þar af formaður í ár. Ennfrem- ur átti hann sæti í framkvæmdanefnd um byggingar í þágu aldraðra og var formaður nefndarinnar sem sá um byggingu Lönguhlíðar 3, sem Helgi Hjálmarsson arkitekt teiknaði. Þetta er fallegt hús sem fellur vel að umhverfinu. Ég hef verið samstarfsmaður Kristjáns Ben > borgarmálaráði Framsóknarflokksins allt frá 1970 og nú síðast setið með honum í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þessum tímamótum vil ég flytja Kristjáni hér í Tímanum þakkir mínar og fjölmargra annarra frantsóknarmanna fyrir for- ystu hans í borgarmálum um tveggja áratuga skeið, um leið og ég óska honum og fjölskyldu hans alls velfarnaðar. Gerður Steinþórsdóttir Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.