Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 4
Svanfríður Þórunn HaUdórsdóttír Fædd 16. október 1896. Dáin 14. desember 1982. Þeim fer óðum fækkandi sveitungum mínum sem fæddir eru fyrir seinustu aldamót. Er ég minnist frænku minnar, Dódu eins og við kölluðum hana, koma mörg atvik upp í hugann. Þau verða ekki rakin hér. Svanfríður Þórunn var jarðsett að Kaldrananesi laugardaginn 18. desember 1982. Hún var fædd í Eyjum í Kaldrananeshreppi en fluttist ung með móður sinni að Svanshóli og átti þar heima síðan. Á sinni 86 ára löngu ævi hefur hún verið samvista á Svanshóli fimm ættliðum. Fyrst var amma hennar, Guðríður Pálsdóttir, en hún var langamma mín. Yngstu meðlimirnir f ættarkeðjunni eru börn okkar bræðranna frá Svanshóli. Foreldrar Svanfríðar Þórunnar voru Þorgbjörg Kristjánsdóttir og Halldór Jónsson. Þau voru ógift en áttu saman þrjár dætur. Þórunn var þeirra elst, næst kom Jakobína Guðrún er dvelur á elliheimili Akureyringa ásamt manni sínum Elíasi Bjarna- syni. Yngst þeirra systra var Kristjana, hún lést fyrr á þessu ári. Um ættir Þorbjargar móður Þórunnar veit ég ekki, en hún dvaldist á Svanshóli til æviloka og þá fyrst í húsmennsku eins og það var kallað. Halldór, faðir þeirra systra, var sonur þeirra Guðríðar Pálsdóttur og Jóns Arngrímsonar bónda á Svanshóli, Jónssonar bónda á Krossanesi. Foreldrar Guðríðar voru þau Kaldbakshjón Páll Jónsson og Sigríður Magnúsdóttir er margir Strandamenn eiga ætt sína að rekja til. Þórunn ólst upp á Svanshóli í hópi vina og frænda. Hún fór snemma að vinna við algengustu sveitastörf eins og títt var á þeim tímum. Vann hún ætíð störf sín af trúmennsku og samviskusemi. Ekki reisti hún sér minnisvarða á opinberum vettvangi, heldur kaus að starfa með öðru heimilisfólki að því er með þurfti. Búnaðarsamband íslands veitti henni viður- kenningu fyrir langa og dygga þjónustu við landbúnaðarstörf. Var það forkunnar fögur klukka. Þegar ég kveð þessa öldnu frænku mína hinstu kveðju er Ijúft að minnast allra ánægjustunda. Mér kemur fyrst og fremst í hug þakklæti frá okkur bræðrunum og fjölskyldum okkar fyrir elsku hennar í okkar garð. Hún fylgdist með uppvexti okkar og tók þátt í gleði okkar og sorgum. Megi góður guð blessa minningu Dódu og veita henni frið. Sigvaldi Ingimundarson. t Lílill og hrasgjarn hnokki hleypur um foldar-vang valtur á bernskubrokki beint inn í Dódu fang. Svo var forðum kveðið. Hún var um fermingar- aldur, þegar strákur fæddist á heimilinu, sem öskraði óheyrilega mikið, að mér er sagt. Dóda kom því fljótt inn í tilveru mína og var ávallt sem eldri systir. Þær eru ófáar flíkumar er hún saumaði á mig Gunnar Guðmundsson Lyngheiði 6, Selfossi Fæddur 10. maí 1926. Dáinn I. janúar 1983. Kveðja frá félögum í Karlakór Selfoss. Þegar Karlakór Selfoss kemur saman til æfinga á nýbyrjuðu ári hefur skarð verið rofið í hópinn, vinur er horfinn á braut. Gunnar Guðmundsson var virkilegur vinur og félagi allra sem hann umgekkst. Ávallt með spaugsyrði á vör, reiðbúinn til að lífga upp á hversdagsleikann. Hin eðlislæga orðhnittni Gunn- ars heitins naut sín vel í glaðværum hópi og á góðum stundum. Það þótti því lítil skemmtisam- koma hjá Karlakórnum ef þar var ekki eitthvert gamanmál samið eða flutt af Gunnari heitnum. Frá þeim tíma sem Karlakórinn var stofnaður 1965, þótti ávailt sjálfsagt að leita til hans þegar þörf var fyrir gamanefni af einhverju tagi, enda reyndist Gunnar heitinn ætíð reiðubúinn og sá ekki eftir þeim tíma sem hann þurfti þannig að sjá af. Ein síðasta minningin af þessum vettvangi er frá myndakvöldi Karlakórsins á sl. hausti, þar sem Gunnar sat við sýningarvélina og fléttaði saman máli og myndum, frá vorferðalagi kórsins, eins og honum einum var lagið. Gunnar heitinn var einn af stofnendum Karla- kórsins og áhugasamur kórfélagi alla tíð. Af þeim sökum m.a. gegndi hann störfum formanns í kórnum árin 1970-1974. Til marks um stöðugan áhuga Gunnars heitins má geta þess að hann var einn fárra sem verðlaun hlaut fyrir að hafa mætt á allar æfingar sl. vetur. Þegar við kórfélagamir stöndum nú svo óvænt frammi fyrir þeirri staðreynd að sjá á bak þessum félaga okkar yfir landamæri lífs og dauða, þá brennur efst í huga okkar tregablandinn söknuður en jafnframt þakklæti fyrir allar þær ánægjustund- ir sem við nutum í samvistum við þennan lífsglaða félaga. Við vottum aðstandendum Gunnars heitins okkar innilegustu samúð. Kórfélagar og stjórnandi. 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.