Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1983, Blaðsíða 6
Eggert Arnórsson Fæddur 7. september 1900 Dáinn 8. september 1982 Ég hrökk við er ég heyrði að Eggert vinur minn væri látinn. Svo mun jafnan fara, þegar mönnum berast andlátsfregnir þeirra, sem menn hafa haft náin samskipti við áratugum saman, án þess nokkur bláþráður hafi orðið á kynningunni, eða fallið ryk á þá vináttu, sem upphaflega var til stofnað. Við fráfall Eggerts verður óneitanlega skarð í minn vinahóp og verður varla brýnt í það skarð. Eggert var fæddur að Felli í Kollafirði á Ströndum, þar sem faðir hans var prestur. Foreldrar hans voru Ragnhciður Eggertsdóttir ættuð úr Dalasýslu og Arnór Arnason. Stóðu ættir hans í Húnaþingi. Pegar Eggcrt var um fjögurra ára flutti hann með foreldrum sínum að Hvammi í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu. Þar var séra Arnór prestur í fjölda ára og ólst Eggert þar upp til fullorðinsára. Haustið 1919 settist hann í Bænda- skólann á Hvanneyri og lauk þar námi vorið 1921 með ágætum vitnisburði. Við Eggert vorum sambekkingar í skólanum og óx þá með okkur náinn kunningsskapur, sem þróaðist seinna á ævinni við frekari kynni, í vináttu, sem entist ævina út. Eggert var hverjum manni vel í skólanum, jafnan hress og glaður. Var ég þess oft var að hann unni Hvanneyri og þeim tíma, sem hann dvaldi þar og dáði Halldór skólastjóra, sem gift Bergþóri Friðþjófssyni starfsmanni á Kcfla- víkurflugvelli og eiga þau 3 börn. Lt'f okkar hér á jörð hefur stundum verið Iíkt við ferðalag, sem heldur áfram þó hérvist Ijúki. ekki er ég í vafa um að Emilía í Fagrahvammi var ferðabúin þegar kallið kom og ég er þess fullviss að breytingin hefur orðið henni auðveld. En lífið hefur sinn gang, það er alltaf jafn þungt þegar dauðann ber að höndum. En góður orðstír dcyr aldrei segir í Hávamálum, það á hér við. Ég hef hér aðeins skrifað örfá ófullkomin minningarorð um þessa góðu konu, og kveð hana nú með innilegu þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu,minningin um hana mun Iifa og lýsa okkur ölluni um ókomin ár. Öllum hennar ástvinum votta ég innilegrar samúðar. „Far þú í friði, friðurguði þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt". Utför hennar var gerð frá Fossvogskirkju á vetrarsólhvörfum, miðvikudaginn 22. des. sl. þegar sólargangur var skemmstur en með nýjunt degi fer dimman að víkja fyrir birtunni, Sigurður Haraldsson Grófargili og flestir nemendur hans gjörðu. Nokkru síðar lauk Eggert prófi í Samvinnuskólanum og var hann því allvel í stakk búinn þegar út í lífið kom. Eftir að skólagöngu lauk mun Eggert hafa stundað búskap um skeið í sínu heimahéraði. Þar næst flyst.hann til Vestmannaeyja og gerist reikningshaldari hjá hinum stórbrotna athafna- manni Gunnari Ólafssyni. Rak hann sem kunnugt er bæði verslun og utgerð í Eyjum í stórum stíl í fjölda ára. Er Eggert hefur unnið hjá Gunnari í nokkur ár, fer hann frá Vestmanna- eyjum og til Reykjavíkur . Þá verður hann skrifstofustjóri hjá prentsmiðjunni Gutenberg og vinnur þar óslitið þar til hann hættir störfum þar, rúmlega sjötugur að aldri. Ungur að árum tekur Eggert þátt í störfum við endurskoðun og nær því síðar að verða löggiltur endurskoðandi. Eftir það verður hans aukastarí að endurskoða reikninga ýmissa fyrirtækja og aðstoða margan’ manninn við að útfylla skattskýrslur sínar. Megnið af lífsstarfi Eggerts var því að fást við reikningshald og tölur og var þar líka maður á réttum stað, enda unni hann því starfi. Eggert var þrígiftur. Fyrsta konan hét Sigríður og áttu þau tvær dætur. sem búsettar eru í Reykjavík. Skildu þau eftir stutta samveru. Önnur konan Jóhanna Tryggvadóttir var úr Reykjavík. Áttu þau einn son, Arnór að nafni. Þau skildu einnig eftir fárra ára sambúð. Amór ólst upp hjá móður sinni. Eftir alllanga skólagöngu lagði hann fyrir sig endurskoðun og rekur nú endurskoðunarskrifstofu íReykjavík. Þriðjakona Eggerts var Stefanía Benónýsdóttir ættuð úr Dýrafirði. Eignuðust þau þrjú börn: Ragnheiði, Stefán og Torfa Benóný. Öll hafa þau menntast vel og hafið virkan þátt í störfum samfélagsins. Þau Eggert og Stefanía bjuggu alllengi á Grundargötu 2 í lítilli íbúð. Þó gjörðu þau mér þann stóra greiða að taka mig inn á heimili sitt til dvalar í 3 til 4 vikur vetur hvern 4 vetur alls. Þessari vist minni fylgdi einnig fullt fæði. Þarna var ég vel settur að því leyti að stutt var í minn vinnustað. Ekki fékk ég að greiða eyrisvirði fyrir. allan þann tíma, sem ég var til húsa hjá þeim hjónum. Fannst mér helst að Eggert gremdist við mig þegar ég vildi inna af hendi hina sjálfsögðu greiðslu fyrir átroðning þann, sem ég olli á heimilinu. Ég vil ekki láta hjá líða að geta atviks sem kom fyrir, þegar ég var hjá þeim hjónum. Þá komu ung hjón með 4 eða 5 ára son sinn veikan til Reykjavíkur norðan af Sauðárkrók og skyldi hann fara á sjúkrahús hér. Einhverjir dagar mundu líða þar til þau fengju rúm fyrir hann á sjúkrahúsinu og voru þau veglaus þann tíma, áttu víst fáa kunningja í borginni. Éitthvað þekkti Eggert þau eða öllu heldur vandafólk þeirra. Eggert var fljótur til, eða þau hjón að taka þessa fjölskyldu í sín hús þó þröng væru. Þarna dvöldu þau í nokkra daga og var áreiðanlega þröngt setinn bekkurinn, en hjartarúmið nægði. Þetta sýndi svo ljóst sem verða mátti þann drengskap og höfðingslund sem Eggert átti til. Ekki vil ég þó undanskilja Stefaníu konu hans í þessu tilliti, því á hennar herðar kom öll fyrirhöfnin við þetta og ekki þekkti hún þessa fjölskyldu að neinu leyti Fyrir 20 árum keyptu þau Eggert og Stefanía rúmgóða íbúð í Blönduhlíð 29. Þá voru börn þeirra komin vel á legg og krafðist það aukins húsrýmis. Þar bjuggu þau nokkur ár þar til að Stefanía lést á besta aldri. Var þá Eggert á vissan hátt orðinn einstæðingur. En öll hin síðari ár hefur hann verið í skjóli dóttur sinnar, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í sama húsi og hefur hún séð um hann þar til nú að ókunnir aðilar'tóku við þeirra aðstoð. Eggert var sannur íhaldsmaður, í þess orðs eiginlegri merkingu, enda viðurkenndi hann það fúslega. Sást það í öllu hans dagfari og hegðun. Helst mátti engu breyta, sem viðkom hans daglega lífi. Allt skýldi vera í föstum skorðum og nýungagirni var honum mjög fjarri. Aftur var það Ijóst að ýmislegt í stefnu sjálfstæðisflokksins var honum ekki að skapi. Við hjónin vottum börnum Eggerts, vinum hans og velunnurum samuö okkar við fráfall hans og óskum þeim velfarnaðar í nútíð og framtio. Ég finn í huga mér hlýjuna af eldi minninganna um samfylgd okkar Eggerts Arnórssonar og þær minningar munu geymast til endurfundanna hinum megin grata. Ketill S. Guðjónsson. Islendingaþaettir 6

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.