Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 3
Friðrik Þorvaldsson, fyrrv. framkvæmdastjóri 1 -?■. ; ■ f dag fer fram frá Dómkirk junni útför Friðriks Þorvaldssonar, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Skallagríms hf. Með honum hverfur af sjónarsvið- inu maður, er bjó yfir flestum þeim mannkostum, sem prýddu aldamótakynslóðina. í brjósti hans brann til æfiloka sá eldmóður, sem gerði samtíðarmönnum hans kleift, á örfáum áratugum að lyfta íslensku þjóðlífi úr ráðalausri örbirgð til nútíma velmegunar. Sem dæmi um áhuga hans fyrir því, sem þjóðinni mætti koma að gagni, má nefna að daginn eftir að þessi 86 ára gamli maður var fluttur á gjörgæsludeild Landakotsspítalans, birtist síðasta grein hans um fiskirækt sem búgrein, og með því síðasta, sem hann sagði á meðan hann hafði fulla rænu var: „Það er hægt að byggja brú". Friðrik var fæddur að Álftártungukoti á Mýrum 10. desember 1896, sonur hjónanna Porvaldar Sigurðssonar og Valgerðar Önnu Sigurðardóttur. Systkinin voru sex talsins og er nú eitt þeirra á lífi, Sigurður bóndi á Sleitustöðum í Skagafirði, 99 ára að aldri. Ungur aflaði Friðrik sér þeirrar menntunar, sem kostur var á, m.a. á Hvítárbakkaskólanum og stundaði síðar kennslustörf þar og víðar í Börgarfirði og Borgarnesi. Ensku, þýsku og fleiri námsgreinar lærði hann tilsagnarlaust. Sem for- maður Ungmennasambands Borgarfjarðar stóð hann fyrir sameiginlegu átaki félaganna um bygginu héraðsskóla í Reykholti og var síðar Prófdómari þar um árabil. Á Hvítárbakkaskólanum kynntist Friðrik eftir- lifandi eiginkonu sinni Helgu Guðrúnu Ólafsdótt- Ur og áttu þau 65 ára hjúskaparafmæli í síðasta mánuði. Börn þeirra hjóna eru: Eðvard, mjólkurfræðingur í Abbotsford í Kanada, giftur Barböru Friðriksson. Þau eiga 5 börn.Guðmund- ur, verkfræðingur á Keflavíkurflugvelli, giftur Guðrúnu Jónsdóttur og eiga þau 4 börn. Þorvaldur verslunareigandi í El Paso í Texas, giftur Joan Friðriksson. Þau eiga 2 dætur. Elsa, búsett í Reykjavík, gift Óskari Jóhannssyni haupmanni og eiga þau 4 börn. Ólafur, sjón- varpsvirki í Abbotsford í Kanada, giftur Maríu Hálfdánardóttur Viborg. Þau eiga 2 börn. Jónas, verkfræðingur á Adak-eyju í Alaska, giftur Valgerði Gunnarsdóttur. Þau eiga 3 syni. Friðrik og Hclga settust að í Borgarnesi árið 1920. Par stafaði hann um tíma við Kaupfélag Borgfirðinga, einnig sem hafnarvörður og síðar ufgreiðslumaður Laxfoss. Það starf var umsvifa- mikið á þeim tímum sem mikill hluti fólksflutninga a milli Norðurlands og Reykjavíkur fór um Borgarnes. Þrátt fyrir það vannst Friðrik tími til að vera °rganleikari við kirkjuna á Borg og við guðsþjón- Islendingaþættir ustur í Borgarnesi, stofna og stjórna blönduðum kór og karlakór. Koma upp og stjórna lúðrasveit, sem m.a. lék í Stykkishólmi, Akranesi og á íþróttamótum á Hvítárbökkum. Hann var í hreppsnefnd og skólanefnd, starfaði mikið að bindindismálum og í ungmennafélaginu Skalla- grími og var formaur þess um árabil og formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar. Hann gerði fallegan trjá- og blómagarð á lóðinni við íbúðarhúsið, flutti inn frá Noregi blóma- og trjáplönturog útvegaði þeim, sem vildu og gróðursetti jafnvel fyrir þá. Hann byggði gróðurhús og ræktaði m.a. margvísleg blóm, sem ekki höfðu áður sést hér á landi. Hann tók til ræktunar stórt svæði ofan við Borgarnes og gcrði þar ræktunartilraunir með margvíslegar grasteg- undir, samdi nákvæmar skýrslur um árangurinn og gaf Búnaðarfélaginu. Hann kom sér upp og hreinræktaði gráan fjárstofn, einmitt þann lit sem 40 árum seinna þótti eftirsóknarverðastur. Á kreppuárunum byggði hann annað íbúðarhús á lóðinni hjá sér og lét eldri syni sína, sem þá voru unglingar, hjálpa við bygginguna. Fjölskyldan flutti í nýja húsið, á meðan eldra húsið var lagfært og stækkað, en nýja húsið var selt og andvirði þess fjármagnaði framhaldsnám bræðranna. Við lóð Friðriks var óbyggt svæði, og sem formaður Ungmennafélagsins beitti hann sér fyrir því að þar yrði gerður skrúðgarður. Með aðstoð eldri sonanna gróðursetti hann þar fyrstu trén og lagði þar með grundvöllinn að Skallagrímsgarðinum, en síðar tók kvenféiagið við rekstri hans og með mikilli vinnu, einstakri alúð og snyrtimennsku, er hann ekki aðeins kvenfélagskonum heldur Borgnesingum öllum til mikils sóma og fcrða- mönnum unaðsreitur. Friðrik var alla tíð mikill áhugamaður um íþróttir, sérstaklega knattspyrnu. Hann útbjó fótboltavöll með strákunum í Borgarnesi og leiðbeindi þeim við íþróttaiðkanir. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, fylgdist hann með knatt- spyrnuleikjum af miklum áhuga, á meðan hann gat komið því við. Þegar Skallagrímur hf. setti á stofn eigin afgreiðslu í Reykjavík, sá Friðrik um hana og tók einnig að sér um tíma afgreiðslu skipaflutninga til Vestmannaeyja og Vestfjarða. Mörg sporin átti þessi síkviki og líflegi maður á hafnarbakkanum jafnt á helgidögum sem rúmhelgum, alltaf reiðubúinn að leysa hvers manns vanda og sjá um að allir pakkar og pinklar kæmust í réttar hendur. Um það leyti hófust kynni okkar er ég varð tengdasonur hans. Oft starði ég undrandi á þennan mann. , sem skrifaði farmskrá með miklum hraða og öryggi, talaði í símann og svaraði fyrirspurnum fólks á afgreiðslunni allt samtímis. Skömmu síðar réðumst við í að byggja íbúðarhús við Austurbrún. Þá var hann um sextugt. Enn átti ég eftir að undrast það óþrjótandi starfsþrek sem Friðrik bjó yfir og hve smitandi lífskraftur hans var. Veturinn sem við máluðum allt húsið að innan með þeirra tíma vinnubrögðum, var unnið til klukkan 1:30 hverja einustu nótt og alltaf var Friðrik mættur niður við höfn klukkan rúmlega 7. Varlá var byggingu hússins lokið, er hann byggði gróðurhús og tók til við lóðina. Á örfáum árum breytti hann stórgrýtisurð í trjágarð með fjölskrúðugum og sjaldgæfum blómategundum. 79 ára að aldri lét hann af störfum við Akraborg, og eftir það var hann að mestu bundinn heima við hjúkrun Helgu konu sinnar, sem missti1 heilsuna um þær mundir. Með aðstoð heimahjúkr- unar, sem hann var mjög þakklátur fyrir, stundaði hann Helgu af mikilli alúð, oft sárþjáður sjálfur og mikið lengur cn heilsa hans leyfði. Samgöngumál voru Friðriki jafnan hugleikin. Hann sá fram á að brúargerð yfir Hvalfjörð væri engir draumórar og andvirði hennar myndi fljótt skila sér í þjóðarbúið. Hann skrifaði verktaka- fyrirtækjum, sem stóðu í stórbrúarsmíðum um víða vcröld og fékk frá þeint áætlanir, verklýsing- ar, kostnaðarreikning og allar þær upplýsingar, sem hann bað um. Með hverri sendingu varð hann sannfærðari um kosti brúargerðarinnar. Svo mikið mark var tekið á fyrirspurnum hans að um það leyti sem hafin var garð Borgarfjarðarbrúar, barst honum uppkast að tilboði í byggingu og fjármögnun Hvalfjarðarbrúar f-rá einu þekktasta verktakafyrirtæki heimsins á því sviði. Hefðu Framhald á næstu síðu 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.