Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 6
Arni Kr. Sigurðsson, Hinn 20. des. s.l. varð vinur okkar, Árni Sigurðsson, bóndi Bjarkariandi, áttræður. Árni er fæddur að Steinmóðarbæ og alinn þar upp með foreldrum sínum, Sigurði Árnasyni, bónda og konu hans, Ingibjörgu Árnadóttur. Svo sem þá var títt ólst Árni upp við öll venjuleg sveitastörf. Hann vann við heyskap, hirðingu búpenings, en einnig lagði hann ungur stund á sjósókn, bæði á árabátum, vélbátum og togurum. Snemma kom fram góð greind Árna, enda hneigðist hugur hans til frekari mennta en þá var algengt. Árið 1928-29 var Árni ncmandi í aiþýðuskólanum áLaugarvatni og var í fyrsta nemendahópi þess skóla og komu þá fram hinir góðu námshæfileikar hans - þó að ckki yrði um frekara nám að ræða. Árni var skáldmæltur vel og varpaði bæði fram stökum og orti kvæði við ýmis tækifæri og nutu þau vinsælda meðal sveitunga hans. Árni var og frábær íþróttamaður - en einkum skaraði hann fram úr í sundíþróttinni og um margra ára skeið kenndi hann sund. Hugur Árna hncigðist snemma að félagsmálum og um árabil var hann formaður ungmennafélags- Ásta á Reistará heimili mér og okkur heima á uppvaxtarárum mínum. Gamlir torfbæir eins og voru í minni sveit buðu upp á furðu góða aðstöðu til lcikja af ýnisu tagi. Þá voru spil oft tekin upp í búri eða baðstofu og stundum tafl. Hávaði hefur eflaust oft fvlgt þcssum lcikjum. þótt cg muni ckki til þcss að kvartað hafi vcrið. Ásta hafði gaman af gcstum og var mcð afbrigðum gestrisin og þau hjón bæði. I’ó stundum hafi sjálfsagt vcrið þröngt í búi cftir nútíma mælikvarða. minnist cg þcss ckki að ncitt hafi þar vantað sem til nauðsynja var talið. Veitingar voru alltaf á borðum og viðmót eítir því. Ásta gcrði sér oft ferðir á aðra bæi og hafði þá gjarnan citthvað af börnununt mcð. Oft slógumst við í hópinn og ég minnist nokkurra slíkra ferða um vetrar tíma. þcgar við gcngum milli bæja í fylgd Ástu og höfðúm olíulukt til að lýsa okkur cf myrkt var orðiö. liér verður ckki sögð nein ævisaga cöa tíundaðir lcikir æskuáranna. bað yröi langt ntál. en með brottför Ástu hefur slitnað traustur strengur sem jafnan batt okkur við liðna tíð. Jóhann á Reistará lést árið 1957 cftir erfið veikindi. Flutti fjölskyldan eftir það til Akureyrar og börnin dreifðust nokkuð eins og, gengur. Sambandið við Ástu og hcnnar fólk rofnaði þó aldrci að fullu þótt víkur væru í milli. Þar scm ég sit í öðrum landsfjórðungi og gct ckki veriö viðstaddur útför Ástu á Reistará. langar mig að biðja þetta blað. scm var heimilisblað á heimilum okkar að flytja kveðju norður yfir fjöll og þökk fyrir liðna tíð. Liöinn tíma fáum við ekki aftur en minningarnar eigum við áfram og það er bjart yfir þcim. Jón frá Pálmholti ins „Trausta“. Var starfsemi þess félags með miklum blóma um langt skeið og þá ekki hvað síst í formannstíð Árna. Má marka hve vel störf Árna fyrir ungmennafélagið „Trausta“ voru vel unnin, að hann var sfðar kjörinn heiðurfélagi þess. Fleiri félagsstörf mun Árni hafa látið til sín taka - svo sem safnaðarstörf - en ekki verður nánar að því vikið í þessari stuttu afmælisgrein. Árið 1931 kvæntist Árni sæmdarkonunni, ísleifu Ingibjörgu Jónsdóttur frá Borgareyrum undir Eyjafjöllum og hófu þau hjón búskap það sama ár. Nýbýlið Bjarkarland byggðu Árni og ísleif út úr jörðinni Steinmóðarbæ, árið 1933 og hafa þau búið þar síðan. Bjarkarlandsheimilið er víðþekkt fyrir myndar- skap og rausn. Tún eru mikil að vöxtum og gæðum, 80-90 ha. og framleiðslan að sama skapi góð. Gestrisni heimilins er viðbrugðið og ýmsir þéir er minna hafa mátt sín hafa átt öruggt skiól hjá þessu góða fólki. Jafnframt búskapum og því að reisa nýbýli sem óx hratt vann Árni mörg sumur hjá vegagerð ríkisins og hafði aðalumsjón með sprengingum og öðrum hinum vandasömustu störfum og þá einkum við fyrirhleðslu Markarfljóts og Þverár en vann einnig að sömu störfum víða um Skaftafellssýslu. Þeim hjónum, ísleifu og Árna varð fimm barna auðið. Fjórir synir þeirra eru nú uppkomnir, allir hinir mestu myndar- og dugnaðarmenn, dóttur misstu þau tæplega ársgamla. Árni Sigurðsson er maður gjörvulegur að vallarsýn og allri framgöngu. Fastur er hann fyrir en drengskap hans er viðbrugðið, vinfastur og traustur svo orð er á gert. Aldrei leggur Árni hnjóðsyrði nokkrum manni en nefnir ætfð hið besta í fari samferðamanna sinna- hvort heldur eru samherjar eða andstæðingar. Ávallt er hann málsvari lítilmagnans og tekur ætíð upp hanska fyrir þann er honum þykir órétti beittur. Við hjónin höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að tveir sona okkar hafa - hvor á eftir öðrum verið í sumardvöl að Bjarkarlandi. Fyrir það og alla vináttu og tryggð munum við ávallt standa í ógoldinni þakkarskuld við heiðurs- hjónin, ísleifu og Árna á Bjarkarlandi. Kæri vinur, á þessum tímamótum í ævi þinni biðjum við Guð að blessa þig og alla þína nú og ævinlega. Bj. Önundarson Peir sem að skrifa minningar- eða af mælis greinar í 1 slendingaþætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum Bjarkarlandi, Rang. 6 rsrendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.