Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 7
Hjördís Jónsdóttir, húsmóðir Viö kvcðjum í dag Hjördísi Jónsdóttur, húsmóður að Rauðalæk 12 hér í bæ, en hún lést 1 Landspítalanum 25. janúar síðastliðinn eftir langa og hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem hún laut í lægra haldi fyrir að lokum. Hjördís var fædd í Reykjavík 23. nóvember 1923. Hún var dóttir hjónanna Steinunnar Þorbergsdóttur og Jóns Hjartar Vilhjálmssonar en þau slitu samvistum. Fór hún þá í uppeldi til föðurafa síns og ömmu og var hjá þeim þar til amma hennar lést, þá fluttist hún til Gunnars fósturbróður síns og konu hans Guðlaugar og dvaldi hún á því heimili þar til hún stofnaði sitt eigið. Hún giftist eftirlifandi manni sínum ívari Andersen vélstjóra 7. september 1946 og hafa þau búið í farsælu hjónabandi í rúm 36 ár. Þau bjuggu fyrstu árin að Reynimel 45, en byggðu sér síðan faðhús að Laugalæk 26 og nú síðustu árin hafa þau búið að Rauðalæk 12, þau eignuðust fjögur börn: Ingibjörgu húsmóður, hún er gift Kjartani Pálssyni lækni, þau eiga þrjú börn. Guðmund skrifstofumaður, ókvæntur, Erlu húsmóður hún er gift Haraldi Sigursteinssyni, þau eiga tvö börn, Grétar jarðfræðing, er við framhaldsnám á Hawaii, ókvæntur. Öll eru þau fagurt vitni um að hafa alist upp á MINNING traustu og góðu heimili. Heimili þeirra var fagurt og hlýlegt enda hjónin bæði einstök snyrtimenni í allri umgengni. Við hjónin minnumst margra góðra og ánægju- legra stunda á heimili þeirra og eins þegar við fórum saman í ferðalag, hvort sem var einn dag eða fleiri út fyrir borgina. Pegar við nú á kveðjustund lítum til baka til liðinna ára, finnst okkur að þessi góðu ár hafi liðið allt of fljótt og að þau hefðu átt að vera miklu fleiri, en sá scni öllu ræður hefur afmarkað henni lífsbraut og kallað hana til starfa í öðrum heimi. Minningin um ástríka eiginkonu. móður og ömmu, sem ávallt var glöð og kát og hvers manns hugljúfi í allri framkomu, lcttir sorgina þótt allir viti að skarðið sem orðið cr í hcimilið á Rauðalæk 12 verður ekki fyllt að nýju. Hjördís var einstaklega Ijúf og glöð í allri framkomu, það var einsog Ijúfursunnanþeyr færi umþarsem hún fór. Við dáumst oft að því hvað hún gat tekið sjúkdómi sínum létt. Stundum þegar hún hafði gengið undir stórar aðgerðir, þá hringdi hún eftir fáa daga til okkar frá spítalanum og hafði gamanyrði á vörum, hló og gerði að gamni sínu þó hún væri í raun helsjúk. Það var þessi andlegi kraftur og lífsgleði sem hún var svo rík af og eflaust hjálpaöi Itenni í baráttunni við langvarandi og erfiðan sjúkdóm. í öllum hennar veikindum hefur ívar staðið við hlið hennar, hjúkrað henni og stutt af einstæðum dugnaði og alúð svo vart verður á betra kosið. Þessi fátæklegu orð'sem hér eru skrifuð eiga að vera örlítið þakklæti frá okkur hjónunum fyrir samferðina, einlæga vináttu, tryggð og hjálpsemi á liðnum árum. Við sendum innilegarsamúðarkveðjurtil ívars, barnanna, tengdasona og barnabarna og biðjum guð að senda þeim styrk og kraft á þcssum dögum. Megi Ijúfar minningar frá samverunni á liðnum árum létta ykkur sorgina. Markús Stefánsson Jóhannes Fossdal, Elísabet Oladóttir framhald af bls. 8 ntund og gle'ði T lijarta. Þetta allt verður aldrei íull þakkað. Þessa alls var gott að njóta. Kímni þtn í frásögn og taii er gróið ættareinkenni, sem ávalt létti lund á góðri stund.“ Þetta geta einnig verið kveðju og þakkar orð m>n og okkar hjónanna við leiðarlok. - Nú þegar hún er öll er mér þakklætið til hennar efst í huga °g jafnframt gleðin yfir að hafa notið vináttu hennar allt frá okkar fyrstu kynnum til hins síðasta. Þar bar aldrei skugga á. Og vissulega gleöst ég yfir því að þrautalaust leið húm hrörnunar og dauða yfir hana og að hún hefur nú gengið inn í fögnuð herra síns í trú á föðurhönd hins algóða guðs. - Eftir á ströndinni stendur, blessaður bróðir minn, Jón, ellimóður og bíður Þess að ferjumaðurinn kalli hann til ferðar yfir hafið þar sem ástvinir hans bíða hans með útréttar hendur, að fylgja honum til fyrirheitna landsins, lands ljóssínsog friðarins. Honum, börnum þeirra °g oorum ættingjum hennar vottum við hjónin innilegustu samúðarkveðju okkar með hjartans þökk. Guðmundur P. Valgeirsson. islendingaþættir Blönduósi Fæddur 22. jan. 1960 Dáin 20. nóv. 1982. Jóhannes var sonur hjónanna Júlíusar og Sigríðar Fossdal og ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Hann var eitt þeirra ungmenna sem samferða mennirnir vænta góðs af og því er sárt til þess að vita þegar lífsþráðurinn er svo skyndilega klipptur í sundur. Hann var léttur í lund og síkátur og stráði um sig glaðværð og gamanyrðum, enda vinsæll og vinamargur. Á æskuárum dvaldi Jóhannes nokkur sumur á Ljúfstöðum í Kollafirði og batt þau tryggðabönd við það heimili, sem ekki losnaði um þó hann flytti í fjarlægt hérað og fækkaði fundum. Hugur hans hneigðist snemma að vélum og í tómstundum fékkst hann nokkuð við viðgerðir og lagfæringar á bílunt. Kynni okkar Jóhannesar hófust er hann gerðist starfsmaður í pakkhúsi K.H. á Blönduósi, hvar hann starfaði á annað ár og reyndist hinn ágætasti starfsmaður, vinnufús og greiðagjarn og vann sín störf af alúð og vandvirkni, og ætti hann kost á að gera öðrum greiða var það hans ánægja. Ég minnist margra góðra stunda með Jóhann- esi. Hann var góður félagi og samstarfsmaður og gæfist tóm ræddum við margt. Það var gott að deila geði við hann Jóhannes, hann var svo einlægur og vel innrættur. Honum þótti innilega vænt um foreldra sína og systkini og flestum kennurum sínum taldi hann sig eiga mikið að þakka. Jóhannes kvæntist Ingu Dóru Konráðsdóttur frá Haukagili og eignuðust þau einn son Konráð. Ég flyt Ingu Dóru, foreldrum Jóhannesar og systkinum, sem hafa séð á bak kærum eiginmanni, syni og bróður, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Vertu sæll vinur minn og hafðu þökk fyrir santfylgdina. Sveinbjörn Magnússon. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.