Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 02.02.1983, Blaðsíða 8
Elísabet Óladóttir, frá Ingólfsfirði Faedd 29. desember 1899 Dáin 23. nóvember 1982 Priðjudaginn 23. nóvember andaðist á sjúkra- deild Hrafnistu í Reykjavík Elísabet Óladóttir frá Ingólfsfirði í Strandasýslu. nær 83ja ára að aldri. Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 29. sama mánaðar og var hún jörðuð í Fossvogs kirkjugarði. Við útför hennar var margmenni samankomið til að fylgja hinni látnu heiðurskonu síðasta spölinn til grafar. Auk aldraðs eiginmanns, barna, tengdabarna og barnabama vora þar burtfluttir sveitungar, vinir og kunningjar sumir komnir um langa vcgu. Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson flutti líkræðuna og jarðsöng hina látnu með hugnæmum hætti. Að lciðarlokum ætla ég nú að færa hinni látnu nokkur kveðju og þakkar orð fyrir okkar löngu og góðu kynni. Par er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Með okkkur Elísabetu voru nánar tengdir þar sem hún var systir konu minnar og kona bróður míns. Við vorum nágrannar en þó vík milli vina. Elísabet var fædd að Munaðarnesi í Árnes- hreppi þann 29. descmber 1899. Foreldrar hennar voru. Oli Þorkclsson frá Ofeigsfirði og kona hans Jóhanna Sumarliðadóttir. Var Sumarliði sonur Jónasar Jónssonar í Lítlu-Ávík og konu hans Jóhönnu Jónsdóttur, en móðir Óla var Jensína Óladóttir hins ríka í Reykjafirði og síðar í Ofcigsfirði. - Pau Oli og Jóhanna voru í húsmennsku á Munaðarnesi, en fluttust að Ingóífsfirði 1903 og bjuggu þar alla sína búskapar- tíð upp frá því og önduðust þar í hárri elli. Þau eignuðust 12 börn, af þeim komust 7 til fullorötns ára. Sonurþeirra. Óli, drukknaði um tvítugsaldur á bát frá ísafirði. Annar sonur þeirra, Hallfreður ólst upp á Seljanesi hjá Magnúsi Péturssyni og konu hans, Önnu Þorkelsdóttur, systur Óla. Hann fór fullorðinn til Ameríku og hvarf þar svo ekki hefur til hans spurst. Var hann sjómaður á millilanda skipum þegar síðast var vitað um hann. - Hin syskinin ólust upp með foreldrum sínum. Fátækt var meðal almennings á uppvaxtarárum þeirra systkina, svo var einnig í Ingólfsfirði. Þurfti þá ölllu að tjalda til að sjá sér og sínum fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Börnin komu til verka strax er þroski þeirra leyfði. Eftir fermingu fór Elísabet að fara að heiman um styttri og lengri tíma til vinnu á ýmsum heimilum í sveitinni til að létta á heimilinu og leggja heim til þess það sem henni áskotnaðist fyrir vinnu sína. Hún var vel látin hvar sem hún var og börn hændust að henni og bundu vináttu við hana því hún var einkar barnelsk. Tvær rosknar konur úr Hafnarfirði komu til útfarar hennar, en hjá móður þeirra hafði hún verið í vist þegar þær voru ungar telpur. Slíkur vináttuvottur segir stóra sögu um að ekki gleyma börnin því sem við þau er gert. Um tvítugsaldur fór hún að leita sér vinnu og þroska lengra í burtu. Var hún þá í góðum vistum á vetrum og í kaupavinnu á sumrin. Komu slíkar vistir að nokkru í stað húsmæðrakennslu í skólum, sem fæstar stúlkur gátu veitt sér á þeim árum. Kom það að góðu gagni þegar eigið heimili var stofnað. - Aldrei slitnuðu tengsl hennar við heimili hennar og foreldra og þangað gekk það sem aflögu var af því sem unnið var fyrir, enda foreldrar hennar orðnir aldraðir og heilsubilaðir, einkum faðir hennar. Sumarið 1925 festi hún ráð sitt og gekk að eiga Jón Valgeirsson frá Norðurfirði, bróður minn. Settust þau þá að búi í Ingólfsfirði í ábúð móður hennar, sem þá var orðin ekkja, en hélt ábúð á jörðinni, sem var í eigu ríkisins. - í Ingólfsfirði búnaðist þeim vel. Jón var með afbrigðum dugmikill og býlið tók skjótum framföram í höndum hans og húsfreyjan unga lét ekki sinn hlut eftir liggja. Stóðu þau einna fremst í flokki sinna sveitunga með allar framkvæmdir í ræktun og húsabótum. Var Jón ávallt fyrstur manna til að eignast og notfæra sér þann verkfæra og tækja- kost. sem á boðstólum var og honum hentaði. Á síðari búsTvaparárum þeirra í lngólfsfirði mátti segja að ræktunarmöguleikar jarðarinnar væru að fullu nýttir. - Fyrir þá sem leið eiga um Ingólfsfjörð getur að líta grjótgarð mikinn að neðanverðu við túnið. Má þar sjá að mörgum stórum steini hefur verið hagrætt, sem ekki er meðalmanns meðfæri. Það eru handtók Jóns fyrstu búskaparár hans. - Elísabet var höfðings- og dugnaðarkona. Rausn og gestrisni var við- brugðið og hún var með afbrigðum greiðug og gjafmild. Þess nutum við hjónin og margir aðrir, og ekki latti bóndi hennar hana í þeim efnum. Þannig bjuggu þau við rausn og vinsældir nágranna sinna og sveitunga. Sumarið 1964, eftir 39 ára búskap í Ingólfsfirði, brugðu þau búi og fluttu suður á Akranes. Þau voru farin að reskjast, Jón bilaður á heilsu og börnin farin að heiman og á förum. Þeim var því ekki stætt við búskapinn lengur, en sársaukalaust var þeim það ekki og heldur ekki fyrir okkur að 8 sjá þeim á bak. - Á Akranesi vora þau búsett í 10 ár. Jón stundaði þar vinnu og Elísabet hélt heimilið með svipaðri rausn og áður. Var gestkvæmt hjá þeim og börn þeirra og barnabörn tíðir gestir þeirra, auk annarra. En aldurinn færðist yfir þau og vinnuþrekið þverrandi. Fluttu þau þá til Reykjavíkur og fengu dvalarstað í smáíbúðum aldraðra að Jökulgrunni, sem er í tengslum við dvalarheimilið Hrafnistu. Eftir nokkurra ára veru þar fluttust þau inn á Hrafnistu þar sem þau fengu herbergi saman. EIli og heilsubrestur s-'otti fastar að þeim en voru þó nokkuð rólfær. Síðustu missirin fór að bera á sljóleika hjá Elísabetu, sem mun hafa stafað af hægri heilablæðingu, en að öðru leyti var heilsa hennar góð eftir aldri. Þurfti hún þá meiri umönnunar við og mátti helst ekki vera ein. Sýndi Jón henni frábæra umönnun ásamt góðu starfsliði heimilisins. Þegar leið á s.l. sumar ágerðist þetta og henni hrakaði svo að hún var flutt á sjúkradeild hælisins. Var henni þá veröldin að mestu horfin. Þar beið hún umskiptanna án sýnilegra þrauta, þar til Ijós lífs hennar slokknaði þann 23. nóvember, eins og áður er getið. Vantaði hana þá einn mánuð og sex daga til að verða 83ja ára. Þau Elísabet og Jón eignuðust 8 börn, 5 syni og 3 dætur. Einn drengjanna misstu þau fárra vikna. Hin komust öll til þroska og eru á lífi, efnismenn og konur, gift og búsett á suðurhluta landsins, og eiga afkomendur, sem hér verða ekki taldir. Heima í Ingólfsfirði veittu börnin foreld- rum sínum alla þá hjálp, sem þau gátu við búskapinn þar til leiðir þeirra lágu að heiman og þau stofnuðu sín eigin heimili. Þegar barnabörnin komu til sögunnar leituðu þau í skjólið til afa og ömmu heima í Ingólfsfirði og eins eftir að þau tluttu á Akranes. Þar brást þeim ekki hlýja ömmunnar og afans. Hér hefi ég stiklað á stóru um helstu æviatriði Elísabetar mágkonu minnar. Margt er þó ósagt um okkar samleið og systur hennar og barna, sem rifjast upp nú þegar vegir skiljast. Þegar hún varð áttræð sendi ég henni afmæliskveðju. Ég held að þau orð lýsi þeim tengslum við okkuj og aðra og tek hér upp kafla úr þeirri kveðju. Þar sagði ég svo m.a.: „Þið hjónin voruð okkur nákomnari en aðrir, þar sem við vorum tvöföldumtengdum bundin. Ótaldar komur þínar til okkar voru okkur ávallt stórviðburður og gleði. Og heim- sóknir okkar til ykkar eins tíðar og kostur var á. Það var alltaf svo gott samband á milli ykkar systranna og óblandin ánægja að sjá og heyra ykkur talast við á þann hátt sem ykkur einum var lagið. Allir samfundir okkar voru ávalt tilhlökkun- ar og gleðiefni og hugsað til næstu samfunda með eftirvæntingu. Mér er sérstaklega ljúft að minnast komu þinnar þegar raunir steðjuðu að okkur. Þu hafði sérstakt lag á að víkja skuggum lífsins til hliðar með tali þínu og framkomu svo staumhvorf urðu í hugum okkar. - Þú gafst okkur gjafir * Framhald á bls. 7 Islendingaþættir'

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.