Íslendingaþættir Tímans - 22.06.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 22.06.1983, Blaðsíða 2
Jón Sveinsson, bóndi, Miklaholti Fæddur 8. okl. 1915 Dáinn 7. júní 1983 Dánarfregn kemur manni ætíð á óvart og ekki síst þegar góðir vinir eru burtkallaðir. Svo fór er ég frétti lát Jóns í Miklaholti, að mig setti hljóðan því mér fannst þetta allt of fljótt. Jón var einn af þeim mðnnum sem ekki gleymist þeim er honum kynntust. Ég átti því láni að fagna að eiga Jón að vini frá barnæsku minni. Mikill og traustur vinskapur var ætíð milli Miklaholts- heimilisins og bernskuhcimilis míns á Brautarhóli metið í sölunni á þeim bókum sem félagið gaf út. Hann var svo í stjórn félagsins með litlum hléum allt til aðalfundar 1982. Stundum þóttu honum helst til margir félags- menn vera áhugalitlir um málefni þess. Pá skrifaði hann í Gljúfrabúa, blað félagsins (nafnið var frá honum komið og hann hratt blaðinu af stað). Það voru eldheitar hvatningargreinar í anda ung- mennafélaganna gömlu sem kveiktu glóð áhuga og framfarahugar í æsku aldamótakynslóðarinnar. Þessum eldmóði hélt Björn fram undir það síðasta. Þegar ég leit til hans í banalegunni, hafði hann nokkrar áhyggjur af því hvernig til tækist með félagið okkar, vonaði þó hið besta. Mér er minnisstæð ferð okkar nokkurra úr félaginu austur að hamragörðum þegar Rang- æingafélagið var að hefja samvinnu við Skógrækt- arfélag Rangæinga um trjárækt þarogsumardval- araðstöðu í bæjarhúsunum. í förinni voru meðal annarra Andrés Andrésson klæðskeri frá Hemlu og Björn Andrésson. Það var enginn öldungs- bragur á körlunum þegar austur kom! En slíkum hughrifum kann ég ekki að lýsa með orðum. - Og alla tíð var Björn hrókur alls fagnaðar í ferðalögum og á samkomum félagsins. Hann mun hafa verið kominn um áttrætt þegar hann fótbrotnaði á hálku. Nokkrum mánuðum seinna var hann aftur farinn að dansa á félags- skemmtun. Annar þáttur í starfi Björns fyrir Rangæingafé- lagið var við dálítinn skógarblett sem félagið hafði fyrir löngu helgað sér í Heiðmörk. Árum saman stóð hann fyrir hópferðum félagsmanna þangað, til að hirða blettinn og snyrta. Nú saknar gróður- inn þar vinar í stað. Allan þennan áhuga kunnu menn að meta, og Björn var að makleikum gerður að heiðursfélaga Rangæingafélagsins. - Sumum þykja átthagafélög tilgagnslítil. En Birni var það Ijóst að sá er illa ■settur sem finnur ekki til tengsla við neinar sérstakar æskuslóðir né fólkið þar, og að einmitt þarna er vettvangur átthagafélaga; að styrkja gömul og góð kynni fólks sem annars hittist sjaldan eða aldrei, og að skapa ný kynni. Slík starfsemi styrkir ræktarsemi og tryggð, og eflir félagsþroska. Þessa eiginleika átti Björn í ríkum mæli. Arni Böðvarsson 2 og er svo enn þann dag í dag. Ég held að á engan sé hallað þó ég telji að Jón hafi verið traustasti vinur föður míns af óvandabundnum mönnum að vera. Ég átti einnig því láni að fagna að eiga Jón að slíkum vini. Jón var meðalmaður að vexti og undraðist ég oft hvílíkt þrek hann hafði til vinnu, en hann var hamhleypa til allra verka, meðan heilsa leyfði. Þó Jón yrði fyrir líkamlegu áfalli fyrir nokkrum árum neitaði hann að gefast upp og undraðist ég oft getu hans til vinnu eftir það. Það er því ljós í myrkri Kveðja frá Rangæingafélaginu Björn J. Andrésson, Leynimýri, fæddist þann 25. apríl 1896 og lést þann 5. júní s.l. Með Birni er genginn enn einn af aldamótakyn- slóðinni, kynslóð sem lifði tímana tvenna, þeirri kynslóð sem byggði grunn að þeirri velmegun sem við nú búum að, þar sem vinnusemi, sparsemi og nægjusemi sátu í fyrirrúmi, éiginleikar sem eru of mörgum íslendingum fjarri nú. Það kom fljótt í Ijós að Björn var mikill félagshyggjumaður og starfaði hann að ung- mennafélagsmálum heima í héraði. Hugsjónir og starf þeirrar ágætu hreyfingar áttu vel við lunderni hans og var hann brautryðjandi um mörg verkefni á vegum Ungmennafélagsins Eyfellings, Austur- Eyjafjöllum. Þegar Björn flyst til Reykjavíkur gerist hann félagi í Rangæingafélaginu og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum um árabil en lengst af var hann gjaldkeri félagsins. í öllum félagsstörf- um hjá Rangæingafélaginu komu hans góðu eiginleikar vel í Ijós. Hann skynjaði vel gildi samvinnu og samheldni og með samstilltu átaki má gera margt sem fáum er aftur á móti ofvaxið. Björn vann félaginu af mikilli ósérhlífni og lagði mikið upp úr því, að náið persónulegt samband myndaðist milli félagsmanna og taldi aldrei eftir sér sporin fyrir félagið. Enginn var ötulli við að virkja fólk til samstarfs fyrir félagið ef á þurfti að halda og Iét hann aldrei sitt eftir liggja meðan heilsa og kraftar leyfðu. { heiðurs og þakkarskyni hafði hann verið kjörinn heiðursfélagi Rangæingafélagsins fyrir nokkrum árum. Björn bjó yfir mikilli átthagatryggð og Rang- æingafélagið átti hug hans allan. Starfið fyrir það var honum lífsfylling. Þegar félagið fékk aðstöðu í Hamragörðum, vann hann ötullega að því að endurreisa gömlu húsin oog dytta að bænum. Hann vissi sem var, að þessi aðstaða tengdi burtflutta Rangæinga héraði sínu. I dag hinn 15. júní 1983, kveðjum við félaga okkarog vin Björn J. Andrésson, f.h. Rangæinga- félagsins eru honum þökkuð öll störf og dreng- skapur við félagið fyrr og síðar. Við vottum öllum aðstandendum innilega samúð. Dóra Ingvarsdóttir, formaður. að slíkur maður skyldi ekki þurfa að liggja lengi á sjúkrahúsi. Það verður skarð í söfnuði Torfastaðakirkju, en þar átti Jón jafnan sæti því trú sína átti hann bjargfasta og hreina. Alltaf var Jón tilbúinn að leggja góðum málum lið. Mörg voru handtökin sem þeir bræður Jón og Eirikur unnu við að bæta og laga í sambandi við Torfastaðakirkju. Jón var sonur hjónanna Júlíönu Jónsdóttur og Sveins Eiríkssonar er bjuggu í Miklaholti frá 1909-1939. En þá tók við búi Eiríkur bróðir Jóns. Síðan bjó Jón með Eiríki frá 1942 til dauðadags. Hvíldi búskapurinn öllu meira á Jóni því Eiríkur var oft í vinnu frá bæ. Þeir bræður áttu gott bú og arðsamt. Allt ævistarf sitt helgaði Jón búskap. Fyrst vann hann að búi foreldra sinna, en fór síðan vinnumaður að Torfastöðum til séra Eiríks Þ. Stefánssonar í þrjú ár. Þar með var burtveru frá Miklaholti lokið, en ævistarfið hafið. Jón kvæntist ekki, en Júlíana sá um heimilishald ásamt Ingunni dóttur sinni þar til hún giftist. Nú síðustu ár bjuggu þeir bræður Jón og Eiríkur einir að vetrinum en Ingunn hefur verið hjá þeim að sumrinu. Mikill rausnarskapur var alltaf í Miklaholti. Ég minnist eins atviks er lýsir Jóni vel. Þegar félagsheimilið Aratunga var fullbyggt skorti fjármuni til innri búnaðar hússins. Var leitað samskota hjá húsmæðrum í Biskupstungum. Það kom í minn hlut að reka þetta erindi í Miklaholti. .■ Eins og vænta mátti tók Júlíana vel á móti mér. Það gerði Jón líka er hann rétti mér væna upphæð með þeim orðum, að þetta væri fyrir sína konu því hún borgaði ekki fyrir sig sjálf. Þetta atvik lýsir Jóni hvað best og óþarfi að hafa fleiri orð um. Ég vil að endingu þakka Jóni samfylgdina fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar. um leið og ég votta eftirlifandi systkinum hans þeim Eiríki, Guðrúnu, Magnúsi og Ingunni og börnum þeirra mína innilegustu samúð við fráfall Jóns. Megi algóður Guð gefa honum eilífan frið. Blessuð sé minning hans. Vinur farðu í friði frelsara vors til. Helfregn þó tœplega trydi tilganginn skilja ei vil. Sigurjón Kristinsson, Vegatungu. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.