Íslendingaþættir Tímans - 22.06.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 22.06.1983, Blaðsíða 3
Vigdís Fálsdóttir Ys ta-Skála, Eyj afj öllum Fædd 15. des. 1934 Ðáin 25. maí 1983 Árið 1934 þann 15. des. fæddist í Reykjavík stúlka, sem gefið var nafnið Vigdi's. Var húndóttir þeirra ágætu hjóna: Þorbjargar Guðlaugsdóttur og Páls H. Wíum málarameistara. Var hún elst af 5 systkinum. Reyndist hún fljótt elskuleg dóttir og hjálpleg með yngri systkinin og heimilisstörfin. Eftir gagnfræðapróf vann Vigdís við verslunar- störf. Síðan fer hún til Kanada og er þar í 2 ár. Fyrra árið vann hún hjá Séra Robert Jack, sem var þá prestur í Árborg og segir hann í sjálfsæfisögu sinni, að Vigdís W-ium hafi komið með ferskan blæ inná heimilið, verið myndarstúlka og vestur- íslenskir hafa veitt henni athygli hvar sem hún fór. Seinna árið vann hún á Gimli-elliheimilinu. Og Vigdís snýr heim aftur. Menn segja, að Eyjafjöllin séu ein fegursta sveit á landi hér. Par eru hamraveggir, grösugir hvammar, lækir og ár og fossar margir, ýmist bunandi útúr berginu eða fram af hamrabrún og inná milli kletta - Hamrabúar - Svo eru grösugar sléttur að sjávarströndinni, og bak við og yfir öllu tignarlegur Eyjafjallajökull. Árið 1957 beið þarna undir Fjöllunum ungur maður eftir sinni útvöldu, Einar Sveinbjarnarson á Ysta-Skála, tæplega þrítugur og var að taka við búinu hjá föður sínum, Sveinbirni Jónssyni. Húsfrúin Sigríður Anna Einarsdóttir hafði látist árið 1943 og höfðu dæturnar séð um heimilið síðan, fyrst Svava, þar til hún giftist og síðan Sigríður. Og á því herrans ári 1957 bar fundum þeirra saman, Einars Sveinbjarnarsonar á Ysta-Skála og Vigdísar Wium og voru þá örlög þeirra ráðin. Þau voru gefin saman í Hrunakirkju þann 3. maí 1958. í miðbænum á Ysta-Skála beið Vigdísar all mikið starf. En þótt hún væri alin upp í Reykjavík, að mörgu leyti ólík skilyrðum þeim sem eru í sveit, þá samhæfði hún sig fljótlega öllum þeim verkum, sem tilheyrðu búskapnum. Það var sannarlega ekki vandalaust fyrir unga stúlku úr Reykjavík að koma á stórt heimili í sveit Fyrir utan hinn venjulega verkahring, þá voru miklar gestakomur og var sérstaklega mannmargt á sumrin. Oft dvöldust menn um lengri eða skemmri tíma. En hún stóð sig vel, skipti ekki skapi, var gestrisin án möglunar og þjónaði eftir bestu getu. Hjálp var af skornum skammti, nema barnfóstrur á sumrin og frænkur í sumarleyfum. Margar góðar telpur og drengi höfðu þau á sumrin sem bundu við þau tryggðir. Sveinbjörn Jónsson, faðir Einars undi hag sínum vel í skjóli sonar síns og tengdadóttur. Var kært með þeim, enda hjálplegur með börnin og heimilinu það, er hann gat. Var Vigdís honum þakklát og naut hann góðrar umönnunar hennar til síðasta dags 13. júlí 1971. Sigurjón bróðir átti þar gott skjól líka. Haraldur Pálsson var húsasmiður Eyfellinga í mörg ár. Hann kom til þeirra Eyfellinga úr Reykjavík um 1940 og byggði upp mörg býli. Hann var sérstakur maður. Þegar hann gat ekki lengur unnið við smíðarnar og fann að heilsan var að bila, vildi hann hvergi vera nema hjá Vigdísi og Einari, sem og honum veittist. Böm Vigdísar og Einars urðu 5: Páll Vilhjálmur, Sigríður Anna, Sveinbjörn, dó 1977 - 14 ára efnilegur og skemmtilegur drengur. Guðlaugur Sigurður, Sigurjón Eyþór. Hjá þeim hefur verið Albert Sigurðsson og verið sem sonur þeirra. •slendingaþættir 9 Vigdís var trúuð kona, sem hafði tekið afstöðu með Kristi. Þegar börnin þeirra voru komin nokkuð á legg, tók hún til sín börn úr Reykjavík á sumrin og annaðist þau vel. Húri var góð móðir og vönduð kona til orðs og æðis. Aldrei heyrðist hún hallmæla nokkrum manni. Ymsir örðugleik- ar mættu henni og ástvinamissir, en hún sigraði með Guðshjálp. Til hennar var jafnan gott að koma, manni alltaf fagnað þótt mikið væri að gera. Þaðan minnist ég margra góðra stunda. Hennar er sárt saknað af öllum. Já, við eigum erfitt með að sætta okkur við að hún sé ekki lengur á meðal okkar. Við þökkum Guði fyrir hana og blessum minningu hennar. Guðs barn deyr sælt, því birta Guðs ogfriður. Pess baðar sál, er alda dauðans rís. Pað lyftist upp og Ijóssins engla kliður það leiðir hólpið inn í paradís. (Barrat - þýtt AE Elsku Vigdís, hafðu hjartans þökk fyrir allt. Þóra og Sigríður Sveinbjarnar t Ég kynntist Vigdísi er ég kom 15 ára í sveit til hennar og Einars á Ysta-Skála. Þau tvö sumur sem ég dvaldi þar urðum við Vigdís mjög nánar vinkonur og hélst sú vinátta æ síðan. í henni eignaðist ég góðan og traustan vin, og mörg voru þau kvöldin sem við vöktum saman og ræddum okkar hugðarefni hverju sinni. Vigdís var blíð, skilningsrík og þolinmóð og ávallt tilbúin að gefa þeim er þurftu þess með. Á sinn hljóðláta hátt stráði hún gleði og kærleika í kringum sig. Að koma austur að Ysta-Skála var alltaf tilhlökkunarefni. Þar var okkur tekið opnum örmum, bæði mér og síðar fjölskyldu minni. Heimili Einars og Vigdísar var öllum opið og var öllum tekið af gestrisni og hlýhug, hvort sem þeir komu til lengri eða skemmri dvalar. Við erum mörg, sem höfum verið í sveit hjá þeim hjónum og vafalaust eru fleiri en ég sem líta á Ysta-Skála sem sitt annað heimili. Með þessum orðum og eftirfarandi ljóði vil ég kveðja Vigdísi og þakka henni samfylgdina. Ég bý að brosi hennar, og blessi hennar spor. Pví hún var mild og máttug, og minnti á jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Pála 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.