Íslendingaþættir Tímans - 22.06.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 22.06.1983, Blaðsíða 4
Helgi Kristjánsson Fæddur 2. ágúst 1916 Dáinn 22. mars 1983 Kveikt er Ijós vid Ijós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Þessar Ijóðlínur Stefáns frá Hvítadal koma fram í huga minn, þegar ég með fátæklegum orðum minnist látins vinar og vinnufélaga, Helga Kristjánssonar. Stefán og hann voru samsýslungar og dáði Helgi Ijóð hans meira en annarra skálda, og kunni mörg þeirra. Helgi var fæddur að Dunkárbakka í Hörðudal í Dalasýslu 2. ágúst 1916, sonur hjónanna Magn- hildar Ingigerðar Guðmundsdóttur og Kristjáns Helgasonar. Stóðu þannig að honum traustar breiðfirskar bændaættir. Hann dvaldi á heimili foreldra sinna öll sín æskuár og vandist snemma allri algengri sveita- vinnu sem þá tíðkaðist. Dunkárbakki er dalajörð og því mikil pössun á fé bæði haust og vor og erfiðar smalamennskur. Sagðist Helgi oft hafa háttað þreyttur á þeim árum, en hann var lengst af heima við búskapinn á meðan foreldrar hans bjuggu, og flutti með þeim til Reykjavíkur, þegar þau hættu að búa. Helgi unni sveitinni sinni og sagði mér oft sögur þaðan af ýmsum atburðum, bæði frá honum sjálfum og öðrum. Hann stundaði nám í bændaskólanum á Hólum og varð búfræðingur þaðan vorið 1936. Hann hafði hug á að gerast bóndi, en þar sem heilsa hans var aldrei sterk og hann þoldi ekki vel að vera í heyjum, þá varð hann að leita sér annarrarvinnu. Hann var barnakennari í nokkra vetur, bæði í Hörðudal og cinnig í Kaldrananeshreppi, en vann að búi foreldra sinna á sumrin. Skömmu eftir að Helgi fluttist til Reykjavíkur, réðist hann til starfa á Pósthúsinu, fyrst sem bréfberi, en síðan við störf innanhúss, sem hann gegndi þar til fyrir rúmu ári síðan að hann varð að hætta, vegna þess sjúkdóms sem búinn var að hrjá hann í mörg ár. Oft mátti sjá að hann gekk ekki heill til skógar, þó hann mætti til vinnu hvern dag, því svo var hann samviskusamur og trúr í sínum störfum, enda mjög vel látinn, bæði af húsbændum og vinnufélögum. Helgi var vel greindur og hafði gaman af að brjóta heilann um þau málefni, sem efst voru á baugi með þjóðinni í það og það sinni, og finna niðurstöður á þeim. Hann var félagslyndur og átti gott með að umgangast aðra, lundgóður og orðvar svo aldrei heyrðist hann tala hnjóðsyrði um nokkurn mann. Helgi giftist ekki og eignaðist ekki börn, en bjó einn í íbúð sinni á Austurbrún 2, þar til hann gat Fæddur 23. septvmber 1893 Dáinn 21. apríl 1983 Jóhannes Davíðsson, frá Neðri-Hjarðardal í Dýrafírði. andaðist á Blönduósi 21. apríl s.l. Jarðarför hans var gerð að Mýrum í Dýrafirði 29. sama mánaðar. Hann var fæddur að Alfadal á Ingjaldssandi í Vestur-fsafjarðarsýslu 23. septem-' ber 1893. Voru foreldrar hans hjónin Jóhanna Jónsdóttir og Davíð Davíðsson er ráku bú að Alfadal. Voru þau hjónin þekkt að myndarskap og dugnaði við búreksturinn. Þau voru mjög áhugasöm um uppeldi barna sinna. Öll reyndust börn þeirra hjónanna mjög nýtir og liðtækir þjóðfélagsþegnar. Eftir þeirrar tíðar hætti hlaut Jóhannes stað- góðrar barnafræðslu og síðar stundaði hann nám í Núpsskólanum hjá hinum landskunna skóla- manni séra Sigtryggi Guðlaugssyni. Að því námi ekki hugsað um sig, eða verið einn sökum lasleika. Síðustu mánuðina var hann svo á Elliheimilinu Grund. Hann var fluttur á sjúkrahús í London, þar sem hann gekkst undir hjartaað- gerð. En það tókst ekki að bjarga honum, og lést hann þar 22. mars s.l. Ég vil að síðustu þakka Helga margra ára vináttu í minn garð, og veit ég að allt samstarfs- fólkið á pósthúsinu tekur undir það þakklæti með mér. Systkinum hans og frændfólki votta ég saniúð mína. Að endingu vil ég svo kveðja hann eins og ég byrjaði, með þessum fallegu Ijóðlínum skáldsins frá Hvítadal: Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæml er húmsins haf, allt er Ijós og líf. Dýrmundur Ólafsson. Jóhannes Davíðsson, N eðri-Hj arðardal 4 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.