Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 2
Þar ólu þau upp dóttur sína Kristínu og fósturson Björn Karlsson er til þeirra kom sjö ára. B úið var ekki stórt. Þorgeir vann nokkuð utan heimilis að iðn sinni með aukinni rafvæðingu sveitanna, en mest og lengst við Laugaskóla og byggðahverfið þar, en búsumstang lenti meira á Ólöfu og börnunum er þau komu til aldurs. Og á þessum næðingssama stað á hávaðanum við gljúfrin þar sem Brúagolan átti upptök sín, tókst þeim hjónum að koma upp fallegum blóma- og trjágarði við bæ sinn og trjáreit í girðingu við túnið, og bómagarð- urinn dafnaði vel við atlæti Ólafar. Þegar ráðin var brottför þeirra frá Brúum 1965, úr héraði, orti Ketill á Fjalli, mágur Þorgeirs, þetta stef: Þorgeir bjó sig frá Brúum, brúnirnar úði fal. Þoka í Þorgerðarfjalli, þungt yfir Aðaldal. Leitar nú enginn lengur, Uðsinnis á þeim stað. Horfinn er dáða drengur, dimmir og syrtir að. Þau hjón settust að á Akureyri hjá Kristínu dóttur sinni, en ekki var Þorgeir þó með öllu farinn að austan. Hann var öðrum þræði austur í dölum við raflagnir og við aðgerðir og mest í Laugaskólahverfinu. En þar kom að ferðum hans austur fækkaði og síðustu árin tvö, þrjú, var hann sestur að heima. Þorgeir lést eftir stutta legu 19. mars og var jarðsettur á Akureyri 26. sama mánaðar, tæplega áttatíu og eins árs. Þorgeir var heiðursfélagi í Lionsklb. Náttfara. Einn var sá þáttur í persónugerð Þorgeirs er ég hef aðeins tæpt á, sem gerði hann sérstakan nokkuð og eftirminnilegan, þeim er því kynntust, en það var þekkingarleit hans, allt frá barnæsku, sífelld og áleitin, er aldrei skildi við hann. Var það bæði á vísindalegum og hugrænum sviðum. Hann ritaði þrjár greinar um jarðfræði Aðaldals og Þingeyjarsýslu er birtust í Árbók Þingeyinga. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur ritaði í 20. tölublað íslendingaþátta grein um Þorgeir, þar sem hann gerir þessu góð skil og verður þar ekki umbætt af mér. Vil ég taka upp stutta tilvitnun í grein Helga: „Það semmáli skiptir er, að til skuli vera fróðleiksmenn á borð við Þorgeir, sem h afa yndi af því að tileinka sér vísindalega þekkingu og efla þannig anda sinn til frekari íhugunar og þekking- arleitar. Þekkingarleitin var einmitt citt höfuðeinkenni Þorgeirs á efri árum, þeim tíma sem ég hafði af honum einhver kynni, og takmarkaðist þá ekki við þann geira tilverunnar sem vísindi nútímans hafa valið sér að viðfangsefni." Hér hef ég engu við að bæta. Þar sem Þorgeir Jakobsson kvaddi er góður maður genginn. - Síleitandi nýrrar þekkingar, með spurn á vör og úrlausn í andsvari hélt hann sér andlega ungum til elli. Slík er góðs manns gæfa. Jóna var fædd 8. janúar 1904 í Haga, tæpum tveimur árum yngri en Þorgeir. Þar ólst hún upp og óx úr grasi, fremur smávaxin, falleg stúlka, blíðlynd, héldræg og brosmild. Ekki átti hún á kostum völ til menntunar umfram hið venjulega barnaskólanám. Rúmlega nítján ára að aldri, 18. febrúar 1923 giftist Jóna Jóhannesi Friðlaugssyni 2 kennara og rithöfundi, sveitunga sínum og frænda. Var hann þá rúmlega fertugur að aldri. Þau voru að öðrum og þriðja að frændsemi. Friðlaugur faðir hans var bróðir Hólmfríðar móður Jakobs föður hennar. Jóhannes og Jóna hófu búskap á fjórðungi af Haga á móti föður hennar, alls ónógu jarðnæði. Búið varð aldrei stórt, en Jóhannes hélt áfram starfi sem aðalkcnnari sveitarinnar samhliða bú- skapnum. Fyllstu hagsýni varð að gæta í einu og öllu eftir því sem börnunum fjölgaði og árin liðu. Suðurlandaferðir og orlofsdvalir voru ekki þá í boði, heldur kreppa og heimsstyrjöld. Jóna þurfti auk heldur að vera bæði bóndinn og húsfreyjan tímum saman að vetrinum þegar Jóhannes var fjarverandi vegna starfs síns. Börnin urðu alls átta. En Jóna átti lipurð, þolgæði og seiglu með jafnlyndi er aldrei brást, - og búskapurinn í Haga blessaðist í sambýli við fólk hennar. Jóhannes og Jóna bjuggu í Haga í þrjátíu ogeitt ár, allt til fráfalls Jóhannesar haustið 1955, og hafði hann þá látið af kennslu nokkrum árum áður. Þá tók Dagur sonur þeirra við búi með henni. Dvaldist hún síðan lengstaf heima í Haga með Degi, unz hún fluttist fyrir uþb. fimm árum á sjúkrahúsið á Húsavík þar sem hún dvaldist síðan. Börn þeirra JónuogJóhannesareru: Hugi, brúarsmiður í Reykjavík. Snær, bókbindari og bóksali í Reykjavík. Heiður, húsfreyja á Akur- eyri. Völundur, húsasmiður á Egilsstöðum. Hringur, listmálari í Reykjavík. Fríður, húsfreyja á Akureyri. Dagur, bóndi og oddviti í Haga. Freyr, tæknifræðingur í Reykjavík. Á næstliðnu hausti gáfu þau börn þeirra hjóna út bókina Gróin spor, Jóhannes Friðlaugsson aldarminning. Það er valið efni úr ritum Jóhannes- ar. Þar skrifaði Andrés Kristjánsson rithöfundur inngangsritgerð um höfundinn. í niðurlagsorðum kemst hann svo að orði: „Það ræður af líkum að hlutskipti Jónu húsmóð- ur í Haga var enginn leikur. En hún fórnaði börnum sínum, eiginmanni og heimili öllum starfskröftum. Jóhannes var löngum að heiman við kennslustörfin, og þá hvíldi heimilið á herðum hennar. Hún er þó ekki sterkbyggð kona, en þrautseigja hennar og þolgæði brast aldrei. Þar lögðu fórnfýsin og ástin saman afl sitt í þá umhyggju sem til þurfti í forsjá átta barna við kröpp kjör og hlaut sín sigurlaun eins og oftast áður. Jóna dvelst nú á sjúkrahúsinu á Húsavík, öldruð kona.“ Jóna iést 11. apríl og var jarðsett að Nesi í Aðaldal 24. apríl, eftir að fresta hafði orðið útför hennar sökum snjókomu og vetrarveðra. í Nesi höfðu foreldrar hennar hafið sinn búskap og þar hafði hún hlotið margvíslega þjónustu. Þar var hún skírð, fermd og gift. Þangað flutti hún átta börn sín til skírnar og fylgdi þaðan manni sínum til grafar. Og þaðan var hú að síðustu hafin út til legstaðar hjá manni sínum. Á þessum misviðra- sama vordegi sem þó var veðrum skárri næstum dögum á undan, gafst bjartsýnum mönnum byr undir þá vængi að nú færi að sjá fram úr síðasta élinu á þessu vori, og brátt færu frjókorn að spíra í mold til viðhalds nýju lífi af fornum stofnum. Blessuð sé minning þessara góðu systkina, Jónu og Þorgeirs frá Haga, gamalla sveitunga minna og frænda. Guð og gæfan fylgi aðstandendum þeirra og niðjum, frændum og fornvinum. Indriði Indriðason Gústaf A. Framhald af bls. 7 Hún var alla tíð t sérstöku uppáhaldi hjá föður sínum og þeim báðum hjónum. Hún giftist ung Karli Ásgrímssyni, bifreiðastjóra, frá Borg í Miklaholtshreppi. Er það mjög umtalað meðal kunnugra, hversu þau önnuðust Gústav vel hin síðustu ár. Var þar sannarlega endurgoldin sú , umhyggja sem veitt var Sigríði á fyrstu árum ævinnar. Þau Karl og Sigríður eiga þrjú börn, sem voru í miklu uppáhaldi hjá afa sínum, en þau eru Gústav Adolf, Þóra Sigríður og Ásgrímur Karl. Öll sjá þau nú á eftir góðum og ástríkum afa. Gústav Adolf var hugljúft allra, sem kynntust honum hvort sem var vinnufélaga eða annarra. Öll framkoma hans og ljúfmennska var slík að hún hlaut að kalla fram vinsemd á móti. Ég og kona mín sendum fjölskyldu Gústavs og ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Péfur Péfursson + „Ég ætla að fara til Þóru og Gústa,“ var setning sem ég sagði oft þegar ég var bern, en ekki bara til Þóru eða til Gústa, því svo sameinuð voru þau í huga mér, móðursystir mín, Þóra Hannesdóttir, sem nú er látin fyrir nokkrum árum og eiginmaður hennar Gústav A. Guðmundsson. Milli heimilis þeirra og foreldra minna var ekki langur vegur og eru því bernskuminningar mínar bundnar þessum báðum heimilum, og ekki því síður að Gústav og faðir minn byggðu saman sumarbústað í Mosfellssveit er kallaðist Systra- hvoll en var í nokkur sumur sameiginlegt heimili. þessara fjölskyldna. Þessi sumur eru mér minnis- stæð vegna þess hversu mikil samheldni var þar og eins við næstu nágranna. Sem dæmi má nefna að skömmu eftir að Systrahvoll var reistur var tengd þar vatnsveita og síðar sett upp þar rafstöð, en bústaðurinn var byggður árið 1940 og þá mjög fátítt að slíkt væri gert. í Systrahvoli var oft setið fram eftir kvöldum og hlustað á Gústav segja sögur af lax- og silungs- veiði, en Gústav hafði mjög gaman af veiðiferðum og veiðiskap. Á þessum árum fór Gústav í ýmsar veiðiferðir með spilafélögum sínum og þeirra mökum. Þessir spilafélagar hittust hver hjá öðrum einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina í mörg ár. Eitt af áhugamálum Gústavs var ljósmyndataka... og vinna í sambandi við framköllun og stækkun á myndum og eru til myndir sem sýna að þar var hann ekki eftirbátur annarra. Um ættir Gústavs er ég ekki nægilega kunnur til að gera þeim skil hér. Þó veit ég hins vegar hversu annt honum var um þann stað sem hann ólst upp á en það er Mýrdalur í Kolbeinsstaðar- hreppi. Álltaf var gott að koma til Þóru og Gústavs, hvort sem var að Mánagötu 16 eða i Skipholti 28, en ekki þar langt frá eða í öðru húsi þaðan, hefur dóttir þeirra Sigríður búið ásamt manni sínum Karli Ásgrímssyni og þremur börnum þeirra um langt skeið. Það veit ég að Þóra og Gústav þökkuðu ávallt fyrir að hafa fjölskylóuna svo nærri sér. Fyrir mína hönd og systur minnar Döddu, en hún dvelst nú erlendis, vildi ég óska að Guð styrki Dirrý og hennar fjölskyldu í sorg þeirra og blessi þau. FiHí. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.