Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 7
Gústaf A. Guðmundsson Fxddur 4. okt. 1905 Dáinn 2. júní 1983 Þegar ég heyrði andlát góðs vinar míns sem hér skal minnst með nokkrum fátæklegum oröum, kom mér brottför hans hér úr heimi ekki á óvart. Líf okkar er vissu lögmáli háð, öll erum við í þennan heim komin til þess að heilsast og kveðjast, þó misjafnlega snemma á lífsbrautinni. f lífshlaupi okkar verða ævinlega einhver spor sem við mörkum í hinu daglega lífi. Þegar skilnaðar- stund kemur og litið er yfir farinn veg koma upp í hugann áfangar í lífsstarfinu sem marka vissar minningar og glæða þær minningar, sem við eigum best geymdar um látinn vin. Hógværð, gleði og drenglund er kannski það besta í fari samferða- manns, sem vekur okkur til umhugsunar er kvölda tekur og húm færist yfir aldur og starfsgetu. Kvöldgeislar bjartrar vornætur verma okkur oft og minna okkur á að allt líf er lögmáli háð. Blómin sem við sjáum vaxa og þroskast minna okkur á að líf okkar manna, sem teljum okkur æðri verur, en erum þó sama lögmáli háð. Hógværð, gleði og drenglund hæfir einmitt vel þeim vini, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju, bjartsýni, hlýja og gróandi líf, á þeim tíma árs sern náttlaus veraldar voröld er hvað skærust. Þegar ég lít til baka yfir liðna tíð, þá vantar fáeina daga til að 25 ár séu síðán ég kynntist Gústav A. Guðmundssyni. Fyrstu fundum okkar bar saman þann 17. júní 1958, á þjóðhátíðardegi okkar lýðveldis, vissulega er sá dagur stærsti sigurdagur okkar þjóðar. Það var glaðasólskin gróður allur kominn vel á veg, landið prýtt þeim fegursta skrúða, sem móðir náttúra getur því veitt. Þennan dag var einkadóttir þeirra hjóna að stíga sitt stærsta spor í lífinu, sannkallað ham- ingjuspor. Þau giftu sig hér á Borg þann dag Sigríður og Karl Ásgrímsson, mágur minn. Það var sannur hamingjudagur í lífi þeirra allra, tengdasonurinn þeim bestu kostum búinn. sem prýða mega einn mann, enda reyndin sú að í 25 ár hefur umhyggja og ástúð einkennt alla þá umhugsun sem þau hafa veitt hinum látna vini. Gústav A. Guðmundsson fæddist 4. október 1903. Um ættir hans er ég ekki kunnugur, en veit þón að hann var ekki hjónabandsbarn í besta skilningi þess orðs. Ólst hann að mestu upp hjá föðurbróður sínum, Þórði Gíslasyni, hreppstjóra í Mýrdal. og konu hans, Ingibjörgu Guðmunds- dóttur. Mýrdalsheimilið var orðlagt menningar- heimili, þar sem veitt var af nægtarbrunni þeirrar sveitamenningar og höfðingsskapar sem best getur verið, innrætt góðsemi og hollar venjur sem eru einn sá besti hyrningarsteinn og veganesti, sem hver maður getur hlotið til lífsframfæris. - Oft minntist Gústav á sín æskuár í Mýrdal, sem grópuðu ljúfar og hlýjar minningar í hugarheim hans. Ávallt leit hann frænda sinn og uppeldisbróð- ur, Gísla heitinn Porðarson, sem besta bróður sökum manngæsku og drengskapar. Islendingaþættir Sem fulltíða maður hleypti Gústav heimdrag- anum, fór til náms i Samvinnuskólann undir handleiðslu hins mikla manns Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Taldi hann það sér mikið lán að ncma við þann skóla sem síðar varð honum gott veganesti til framtíðarstarfa. Fljótlega að námi loknu réðist hann til starfa hjá Póstmálastjóra og vann þar um tugi ára, en skipti svo um starf síðustu árin og vann hjá Samvinnutryggingum. Öll sín störf vann hann af mikilli samviskusemi og drengskap, enda framúrskarandi vandvirkur og háttvís í allri framkomu og dáður af samstarfsfólki sínu. Þann 29. descmber 1932 kvæntist hann Þóru Hannesdóttur, einstakri sómakonu sem stóð fast við hlið hans í ástríku hjónabandi. Heimili þeirra var einstakur gróðurreitur, sem gott var að dvelja í, því húsráðendur, veitul og glaðlynd, vildu veita gestum sínúm vel. Allt var svo hrcint og fallegt þar innan veggja, að gestum gat ekki annað en liðið vel. Æðruleysi, rósemi og einstaklega hlýtt viðmót var sá daglegi lífsmáti þeirra beggja. Þann 3. október 1975 lést Þóra eftir stutta sjúkrahúsvist. Þá var kippt óþyrmilega í þann stcrka þráð sem batt þau hjón saman. En Gústav flíkaði ekki tilfinningum sínum, bar sinn harm í hljóði. Hann átti elskulega dóttur, barnabörn og tengdason, sem gerðu allt fyrir hann til þess að milda það stóra sár er hann hlaut, er eiginkonan var burtkölluð skyndilega. Er heilsan og starfsþrek þraut að mestu dvaldi hann á sjúkraheimilinu Arnarholti á Kjalarnesi. Þar var hann vel geymdur og allt gert svo dvölin væri honum sem þjáningarminnst, hann andaðist í Borgarspítalanum þann 2. júní sl. Nú hefur minn kæri vinur lagt í þá löngu för sem okkar allra bíður fyrr eða síðar. „Gott er heilum vagni heim að aka“ þar munu áður farnir vinir fagna í varpa þcim gesti sem nú hefur knúið þar dyra. Við sem eftir stöndum þökkum einstaklega góðar minningar frá liðinni tíð. Einkadóttur, tcngdasyni og barnabörnum votta ég dýpstu samúð á sorgarstund. Guð blessi minningu góðs vinar. Páll Pálsson. t Ljúfmennið Gústav Adolf Guðmundsson, fv. póstfulltrúi, andaðist í Borgarspítalanum liinn 2. júní sl., eftir stutta legu þar. Hann hafði hins vegar átt við vanheilsu að stríða nokkur síðustu ár. Gústav var fæddur í Reykjavík 4. október 1905. Forcldrar lians voru Guðmundur Gíslason, sem síðar bjó að Bóndhól í Mýrarsýslu og Gíslína Pálsdóttir, ættuð úr Árnessýslu. Skömmu eftir fæðingu Gústavs fór faðir hans til Ameríku og dvaldist þar í allmörg ár. Gústav dvaldist fyrst með móður sinnj, en á hans unglingsárum réðist hún sern vinnukona að Mýrdal í Kolbeinsstaða- hreppi í Hnappadal til þeirra hjóna Þórðar Gíslasonar, hreppstjóra, og konu hans, Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur, cn Þórður var föðurbroðir Gústavs. Þegar Gíslína síðan fór aftur til Reykja- víkur, varð Gústav eftir hjá þeim sæmdarhjónum og ólst því að verulegu leyti upp hjá þeim. Eftir að Gústav fluttist frá Mýrdal fór hann flest sumur þangað vestur og hélt ævilangri tryggð við heimil- ið, þó að kynslóðaskipti yrðu. Eftir að Gústav fór aftur til Reykjavíkur, um tvítugsaldur.hóf hann fyrst nám í iðnskóla, en hvarf frá því og hóf nám í Samvinnuskólanum og lauk þaðan burtfararprófi. Vann hann síðan í nokkurn tíma við skrifstofustörf á Austurlandi, en var skipaður póstfulltrúi í Reykjavík árið 1932. Varð það hans aðalævistarf eða til ársins 1966, þegar hann komst á eftirlaun. Gústav vildi þó halda áfram að vinna og vann við skrifstofustörf hjá Samvinnutryggingum um nær 10 ára skeið. Það mun vera einróma álitsamstarfsmanna Gúst- avs áð hann hafði verið einstaklega ljúfur og þægilegur vinnufélagi og einstakt snyrtimenni. Hann var hjálpsamur og vildi hvers manns vanda leysa, ef unnt var. Alltaf glaður og ánægður og hafði takmarkalausan áhuga á störfum sínunt. Gústav var fclagi í Oddfellowrcglunni um 40 ára skeið og hlaut þar margs konar viðurkenningu fyrir störf sín í þágu reglunnar. Árið 1932 giftist Gústav glæsilegri ungri stúlku, Þóru Hannesdóttur. Bjuggu þau sér fallegt, en íburðarlaust heimili, þar sem tekið var á móti vinum og kunningjum af einstakri hlýju og vinsemd. Áttu Hnappdælir þar sérstaklega innan- gengt. Sá, sem þessar línur ritar, man vel eftir einstakri umönnun qg hlýju. þegar hann varýmist hjá ungu hjónunum eða á sjúkrahúsi veturinn 1933-34. Þá bjuggu þau á Vesturgötu 42. Það mikla áfall, þegar Þóra andaðist 1975 var slíkt að kunnugir sáu, að það var eins og lífsneistinn smám saman fjaraði út. Ég hef tæpast sé eins mikinn mun á neinum við andlát maka síns. Þau Gústav og Þóra áttu eina dóttur, Sigríði. Framhald á bls. 2 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.