Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 29. júní 1983 — 24. tbl. TIMAIVIS Systkinaminning: Þorgeir Jakobsson Fæddur 6. apríl 1902 Dáinn 19. mars 1983 Jóna Jakobsdóttir Fædd 8. janúar 1904 Dáin 11. aprfl 1983 Nýlega eru látin í Norðurlandi systkinin Þorgeir og Jóna Jakobsbörn frá Haga í Aðaldal. Þorgeir dó á Sjúkrahúsi Akureyrar tæplega áttatíu og eins árs, en Jóna dó á Sjúkrahúsi Húsavíkur á áttugasta aldursári. Þau voru elstu börn Jakobs Þorgrímssonar frá Nesi í Aðaldal, bónda í Haga og konu hans Sesselju Jónasdóttur. Ætt Jakobs er rakin í Ættum Þingeyinga I. bindi og vísast til þess (Ætt Magnúsar Jónssonar á Hólmavaði). Sesselja var dóttir Jónasar bónda í Hrauni í Aðaldal 1878-1903 Sigurðssonar bónda á Kraunastöðum í Aðaldal 1835-1850 Jónssonar bónda þar 1824- 1835 en áður í Sýrnesi í Aðaldal frá 1806 Ólafssonar. Kona Jónasar í Hrauni og móðir Sesselju var Jóna Andrésdóttir. Þau Þorgeir og Jóna ólust upp í Haga, elst tíu systskina, en þar bjó Jakob allan sinn búskap (utan fyrsta árið), til æviloka, en hann lést 26. nóvember 1926 ítæpt fimmtugur að aldri. Það var ekki auður í búi í Haga, eins og sagt er, fremur en var víðast hvar á þeim tíma, á fyrstu áratugum þessarar aldar og árum hinnar fyrri heimsstyrjaldar. Hagi var ekki meira en meðal- jörð, en hún komst af fjölskyldan í Haga. Jakob var slyngur að kasta flugu og margan málsverðinn fékk hann úr Laxá handa heimili sínu og var fengsæld hans á orði meðal nágranna, en Laxá deilir merkjum fyrir endilöngu Hagalandi stekkjar- veg frá bæ. Nú er ég kveð þau systkinin Þorgeir og Jónu frá Haga, aldin að árum, með nokkrum minningar- orðum, get ég ekki Iátið vera að nefna albróður þeirra er einn var áður horfinn úr hópnum, Jónas veðurfræðing, er lést á Gamlársdag 1974, aðeins 57 ára að aldri, úrvalsmaður að allri gerð. Þorgeir var fæddur 6. apríl 1902 að Nesi í Aöaldal en fluttist ársgamall að Haga með foreldrum sínum og ólst þar upp. Hann var snemma lesgjarn og námfús og mun hafa lært meira en margur annar af lestri bóka. Man ég krakkinn er hann kom unglingur í Fjall, þar sem ég átti heima, til þess að fá lánaðar bækur úr lestrarfélagi sveitarinnar er var geymt þar í þinghúsinu, að hann valdi gjarnan bækur er voru minna eftirsóttar af öðrum. Egminnist þess aðeitt sinn fékk hann þrjár bækur samstæðar í dumb- rauðu alshirtingsbandi, vel meðfarnar og í góðu útliti, enda hjá þeim sneitt af mörgum. Það var bókaflokkur er hét Stafrof náttúruvísindanna, gefnar út af Bókmenntafélaginu. Ein bókin hét Eðlisfræði, önnur Efnafræði en nafn þeirrarþriðju er mér ekki handbært. Þorgeir hafði þessar bækur lengi vetrar og veit ég að hann hefur mjög notið góðs af lestri þeirra og fleiri líkra bóka, en hugur hans stóð til náms á náttúrufræðilegum sviðum, þótt ekki gæfust tækifæri til náms. Þorgeir var í héraðsskólanum á Laugum fyrsta veturinn er hann starfaði og síðar var hann bryti við skólann og æ síðan var hann bundinn þeim stað og því margbreytilega skólahaldi og starfsemi er þar komst á fót. Snemma á rafvæðingarárum Bjarna Runólfs- sonar komst Þorgeir í samband við Bjarna og vann hann með Bjarna og á vegum hans að byggingu rafstöðva út um sveitir. Þar var hann kominn á þann starfsvettvang er hugur hans stóð til og varð að nokkru leyti hans ævistarf. Hann lærði rafvirkjun, mest í sjálfsnámi, og hlaut full réttindi í þeirri grein. Árið 1931 við skiftingu Grenjaðarstaðar fékk Jóna 18ára. Þorgeir einn fimmta hluta jarðarinnar til nýbýlis- stofnunar að Brúum, en þar var fornt eyðibýli við Laxárgljúfur, og hafði verið í eyði einum áratug lengur en öld, síðan langalangafi Þorgeirs, Jón Kristjánsson fluttist þaðan að Sýrnesi þar sem hann bjó síðan. - Jón á Brúum var faðir Sesselju konu Andrésar Ólafssonar í Fagranesi. Þeirra dóttir var Jóna kona Jónasar í Hrauni en þeirra dóttir Sesselja móðir Þorgeirs og Jónu. Þorgeir giftist 16. maí 1935 Ólöfu Indriðadóttur frá" Fjalli, systur minni. Hafði hann þá byggt að Brúum íbúðarhús og peningshús. Nýbýli þeirra Þorgeirs og Ólafar á Brúum var fyrsta bygging reist við Gljúfrin í nútíð. Þar byggði hann svo rafstöð fyrir sig, eina þá fyrstu í sveitinni. Sú framkvæmd varð til þess að stofnað var rjómabú í suðurhluta sveitarinnar og aðstaða fengin í kjallara íbúðarhúss þeirra með raforku frá heimilis- rafstöð hans. Rekstur þessi varaði í sjö ár og þótti gefast sæmilega. Þegar svo að K.Þ. stofnaði mjólkursamlag á Húsavík var smjörgerð þessi lögð niður og gengið til liðs við samlagið. - Árið 1938 voru hafnar framkvæmdir við Laxárvirkjun þarna í gljúfrunum hjá Brúum, en það er önnur saga -. Á Brúum bjuggu þau Ólöf og Þorgeir til 1965.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.