Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 8
Sjötugur: Eggert Ólafsson bóndi, Porvaldseyri Einn kunnasti maður í íslenskri bændastétt Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er sjötugur að aldri 29. júní. Hann fæddist á Þorvaldseyri þann mánaðardag árið 1913 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum Ólafi Pálssyni og Sigríði Ólafsdóttur. Jörðin Þorvaldseyri hefur verið stórbýli síðan Þorvaldur Björnsson hóf þar búskap 1886. Ólafur Pálsson og kona hans komu að Þorvaldseyri frá Svínhaga á Rangárvöllum árið 1906, keyptu þau jörðina og bjuggu stóru og myndarlegu búi þangað til 1949 að þau hættu búskap, en við tók Eggert sonur þeirra, en hann hafði jafnan unnið við bú foreldra sinna frá því hann var barn. Var það almannarómur þeirra er til þekktu, að í honum myndi vera mikið búmannsefni, og eftirað hann varð fullþroska maður var ekki um það cfast, að þar sem hann var færi einnig efni í forystumann í félagsmálum, enda var farið að fela honum trúnaðarstörf í félagsmálum bænda áður en hann hóf sjálfur búskap formlega. Á afmælisdegi sínum 1949 gekk Eggert að eiga unga norska stúlku Ingebjörgu að nafni frá Öystre-Slidre í Vobú, dóttur bónda og smiðs þar: Thorleifs Nýhagen. Hin norska brúður Eggerts hefur frá upphafi vcrið mikilhæf húsmóðir í hinu nýja landi og skipar ekki síður með sæmd og prýði sinn sess, en hinar norsku landnámskonur þegar þær settust að á landi hér, svo sem frá er sagt í fornum ritum. Á Þórvaldseyri er risna góð og gestum veitt vel með alúðlegu viðmóti, en þar er gestkvæmt mjög því margir þurfa að finna húsbóndann, en einnig leita þangað forvitnir ferðamenn innlendir og erlendir til að skoða hinn myndarlega stórbúskap, fyrir- myndar byggingarogvéltækni. Eggert hefur alltaf verið manna fljótastur til að taka í þjónustu búrekstursins allskonar vélar og tæki. Hann er smiður ágætur ekki síst á járn og ótrúlega fljótur að tileinka sér skilning á flóknum tæknibúnaði. Er þekking Eggerts á því sviði fengin með lestri fagrita og sjálfsnámi. Ræktun jarðar og búfjár er til fyrirmyndar enda er arður eftir því. Eggert trúir á mátt íslenskrar moldar og sýnir þá trú í verki. Hann hefur svo sem þjóðkunnugt er um langt skeið ræktað korn á ökrum og aldrei hefur uppskera brugðist þrátt fyrir köld sumur sem komið hafa og þrátt fyrir þá sterku storma, sem oft skella á undir Eyjafjöllum og gera usla hjá bændum þegar hey og hús fjúka uppí loftið og hverfa út t' buskann. Hin fagra Eyjafjallasveit er umkringd ósigrandi höfuðskepnum. Við ströndina ólmast Ránardætur hvítfaldaðar og lemja landið með heljarafli, en á bak við byggðina standa föstum fótum þverhnípt fjöll með tinda og skörð. Yfir skín jökullinn fannhvítur í tign og veldi, þar sem eldur býr í iðrum. Æstir vindar æða oft um tindana og skörðin og slá ógnarafli sínu niður á Iáglendið. Slíkar eru andstæðurnar, en sléttan milli fjalls og 8 fjöru er grösug og gróðursæl og þar dreifir fénaður sér um græna haga og smjör drýpur af hverju strái þar sem bændurnir rækta jörðina. Skammt frá bænum á Þorvaldseyri stendur einn hæsti fjallrisinn undir Eyjafjallajöklí, núpurmikill austan í Steinafjalli og gnæfir við himin . Hann haggast ekki þótt vindar blási. Bóndinn á Þor- valdseyri er fastur fyrir eins og núpurinn nágranni hans. Hann lætur ekki hrekjast fyrir sviftivindum samtíðar sinnar. Rík sjálfsbjargarhvöt vígð hug- sjón samvinnuhreyfingarinnar býr í honum og ræður stefnu hans og atfylgi við málefni bænda og í þjóðmálum. Eggert er friðsamur, en fastur fyrir. Félagshyggjumaður, sem hefur jafnan lagt lóð sitt á þá vogarskál er þyngst vegur þar sem beitt er félagslegum og friðsamlegum átökum til liðs við bændur og dreifðar byggðir landsins. Honum hefur líka verið veittur nrikill trúnaður til forystu á þeim vettvangi. Árið 1947 var hann kosinn í stjórn Mjólkurbús Flóamanna og á hann þar sæti enn. Stjórnarformaðursíðan 1972. í stjórn Mjólk- ursamsölunnar hefur hann verið s.l. 11 ár. í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands var Eggert um 30 ára skeið og sat á þremur Búnaðarþingum. Hann var formaður Jarðræktarsambands Eyfellinga og Mýrdælinga 1956 til 1965 og formaður Nautgripa- ræktarsambands Rangæinga og V-Skaftfeiiinga frá stofnun þess 1948. Þá var hann formaður Sjúkrasamlags A-Eyfellinga í 12 ár, og í stjórn Ungmennafél. Eyfellinga um skeið. Árið 1974 stofnuðu 16 bændur í A-Eyjafjallahreppi gras- kökuverksmiðju, sem ber heitið: Fjallafóður og framleiðir árlega nokkur hundruð tonn af gras- kökum. Eggert var í fararbroddi um stofnun þess fyrirtækis og er stjórnarformaður. Mörgum fleiri félagsmála- og trúnaðarstörfum hefur Eggert gengt þó hér verði eigi talin. Má nærri geta, að tekið hefur þetta allt mikinn tíma frá búskapnum og valdið miklum fjarvistum frá heimilinu. En hann var svo lánsamur að eiga alltaf trúan og tryggan starfsmann á búi sínu, sem óhætt var að treysta. Er það uppeldisbróðir hans Sigurður Sveinsson, sem enn dvelur og starfar á Þorvalds- eyri. Árið 1975 gerði Eggert bú sitt að félagsbúi með tveimur sona sinna og búa nú þar með honum þeir Ólafur og Sigursveinn. Þriðji sonurinn Þorleifur býr í Vestmannaeyjum. Fjórða barn þeirra Þor- valdseyrarhjóna er Jórunn húsfreyja að Lækjar- túni í Ásahreppi. Öll eru þau systkin gift, og eru þau gæfulegt og dugandi fólk. Eggert á Þorvaldseyri er hófsmaður á öllum sviðum og hvorki neytir hann víns né tóbaks. Hann er hógvær maður í öllu dagfari og mjög hagsýnn. Hann heldur fast á skoðunum sínum og beitir alltaf rökum til að skýra þær en er jafnframt reiðubúinn að taka tillit til annarra. Hin hagræna hlið á hverju máli er honum jafnan ofarlega í huga þvf honum er manna best Ijóst, að undirstaða farsældar er, að hagsýni sé gætt og að nýungar og umbætur verða því aðeins til hamingju, að þærséu reistar á traustri og skynsamlegri meðferð fjár- muna. Sá er þetta ritar hefur átt alllangt samstarf við Eggert. þar sem við vorum í 20 ár saman í stjórn Mjólkurbús Flóamanna og eigum enn báðir sæti í stjórn Mjólkursamsölunnar. Hafa hyggindi Egg- crts og góðir samstarfshæfileikar notið sín vel í því starfi og komið að góðu gagni. Ég vona að sunnlenskir bændur megi enn um skeið njóta starfskrafta, hæfileika og reynslu Eggerts. Þakka ég honum gott samstarf og góð kynni, og óska honum á sjötugsafmælinu farsældar og langra lífdaga og fjölskyldu hans allri sendi ég árnaðaróskir. Ágúst Þorvaldsson Leiðrétting ■ í 22. tbl. íslendingaþátta Tímans. miðv.d. 15. júní sl. var á bls. 4. minningargrein um Sigur- björgu Þorláksdóttur. Sigurbjörg var í fyrirsögn sögð frá Áreyjum í Borgarfirði.-en átti að standa Áreyjum í Reyðarfirði. Þetta leiðréttist hér með. og beðist er velvirðingar á mistökunum. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.