Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 29.06.1983, Blaðsíða 5
Gústaf Loftsson, Kjóastöðum Fæddur 9. okt. 1891 Dáinn 13. iúní 1983 Gústaf var fæddur í Kollabæ í Fljótshlíð, sonur Lofts Loftssonar og Sigríðar Bárðardóttur sem þar bjuggu. Ungur að áruni fluttist Gústaf út í Biskupstungur sem vinnumaður hjá Kristjáni bróður sínum sem þá hafði nýlega hat'ið búskap í Haukadal, en Kristján var tengdasonur Greips Sigurðssonar hónda þar. Kristján bróðir Gústafs fluttist svo árið 1929 að Felli hér í sveit og bjó þar aílan sinn búskap og lifir enn í hárri elli 96 ára að aldri. Með þeim bræðrunum var mikill kærleikur. Eftir nokkurra ára dvöl í Haukadal fluttist Gústaf austur í Hrunantannahrepp og 13. júní 1919 kvæntist hann Svanhvíti Sigurrós Samúels- dóttur frá Gröf. Það sama vor fluttu þau hjónin vestur til Isafjarðar til Haraldar Loftssonar beikis sem var bróðir Gústafs. Þar fæddist þeim dóttir Sigríður. 29. 2 1920, flciri urðu börn þeirra ekki en þau ólu upp þrjú fósturbörn: Trausta Ólafsson og Gísla B. Jónsson búsettir í Reykjavík og Hafdísi Haraldsdóttur sem er nýlega dáin, þar fyrir utan voru mörg börn mcira cða minna alin upp hjá þeim hjónum. Hugur þeirra hjóna stefndi til búskapar og eftir stutta veru á Vestfjörðum fluttu þau suður, fyrst í vinnumennsku á ýrnsunt bæjum í Rangárvalla- sýslu. cn eftir nokkur ár hefja þau búskap fyrst í Hólakoti í Hreppum en síðar í Gróf í sömu sveit. Árið 1940 veröa þáttaskil í lífi þeirra Gústafsog Svanhvítar er Sigríður giftist Jónasi Ólafssyni bónda á Kjóastöðum. Brcgða þau hjón þá búi og flytjast að Kjóastöðum þar sem Gústaf stundaði fjárbúskap á jörð tengdasonar síns. Byggði Gústaf sér snotur fjárhús í túnjaðrinum. Þar átti Gústaf góðar stundir í samskiptum við ær sínar sem voru hirtar af einstakri hirðusemi og natni. Á Kjóastöðum við hlið ástkærrar dóttur og tengdasonar sá hann ættlegg sinn vaxa og marg- faldast, en þau Sigríður og Jónas hafa eignast 16 börn sem öll lifa og þau hafa nú flcst öll gifst og hafið búskap, barnabarnabörn Gústafs eru nú 41. Gústaf á Kjóastöðum var einstakur heimilis- maður og fórust öll verk vel úr hendi. Hann unni barnabörnum mjög heitt og lifði fyrir að taka þátt í uppvexti þeirra. Svanhvít kona ltans lést árið 1961. Nokkur hin seinni ár keyrði ég fé Gústafs til fjalls á vorin. Þær ferðir voru ógleyntanlegar. Gústaf var allra manna skemmtilegasti ferðafélagi og í þeim ferðum kom umhyggja hans fyrir ánum sem best í ljós, ekkert mátti fara úrskciðis og ferðin öll undirbúin af fyrirhyggju og ekki var létt fyrr en í blágresishvammi einum fyrir innan Bláhvísl, þar var ánægjulegt að lemba ærnar með hinum aldna bónda sem síðan kvaddi eina og eina um leið og þær löbbuðu með lömbin sín inn í sumarfrelsið. Á eftir var sest niður og nestispok- inn tekinn upp, spikfeit hangikjötssíða sneidd með vasahníf og á milliseilst í sykraðar pönnu- kökur. Á heimleiðinni var svo tckið upp léttara hjal og í hugann koma minningarfrá löngu liðnum árum, um þær mörgu fcrðir sem Gústaf hafði farið inn á Biskupstungna afrétt haust og vor. Gústaf var gæfumaður og hvcrs manns hugljúfi, vinsæll og vinamargur maður. Hann var ávallt tilbúinn til að veita öðrum það sem hann mátti. Gústaf var einstaklega heilsuhraustur maður og hélt fullri heilsu fram yfir nírætt en úr því fór að halla undan. Síðastliðið ár dvaldi hann að mestu hjá Gústafi dóttursyni sínum og hans konu í Hveragerði þar sem hann naut sömu umhyggju og heima á Kjóastöðum. Gústaf lést 13. júní sl. og hinn 24. júní var hann lagður til hinstu hvílu í Haukadals kirkju- garði. Mjúk er sú Jónsmessumold er þar umlykur hinn aldna bónda sem svo vel gat lifað í sátt við guð og menn hér á jörðu. Blessuð sé minning hans. Björn Sigurðsson. Indriði Guðjónsson fyrrum stöðvarstjóri Fæddur 28. maí 1906 Dáinn 4. júní 1983 Látinn er á Selfossi Indriði Guðjónsson, fyrrum stöðvarstjóri, á sjötugasta og áttunda aldursári. Útför hans var gerð frá Barðskirkju í Fljótum og hann jarðsettur í Knappstaðakirkjugarði. Ég hitti Indriða fyrst vorið 1961. Þá var ég nýtekinn viö starfi rafveitustjóra í Siglufirði, kominn beint úrskóla, en Indriði varstöðvarstjóri við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum handan Skarðsins. Þar hafði hann starfað frá því virkjunin fór í gang árið 1945 en áður hafði hann um árabil haft með höndum rekstur á gömlu rafstöðinni við Hvann- eyrará ásamt Jóni Kristjánssyni frá Lambanesi. Við virkjunina var þá mjög alvarlegt ástand. Óvenju þurrt árferði hafði orsakað vatnsskort og vatnsborð í Stífluvatni stóð lægra en nokkru sinni á sama árstíma. Þar við bættist leki í bilaðri botnloku. Samgöngur voru ekki greiðar þetta vor og mér gekk erfiðlega að komast yfir í Fljót. Loks slóst ég í för með Fljótamönnum gangandi yfir Siglu- fjarðarskarð, og hitti á Brúnastöðum gildvaxinn mann rauðbirkinn. Þarna var kominn Indriði á Skeiðsfossi en elsta dóttir hans Guðbjörg var nýgift Ríkharði bónda á Brúnastöðum. Indriði var maður kominn á miðjan aldur, kona hans var þá látin en börnin uppkomin. Hann ók mér á jeppa sínum fram að Skeiðsfossi. Mér sýndist vegurinn ófær, en Indriði kunni að aka í snjó og frameftir komumst við. Mér leist heldur ekki á blikuna þegar ég sá ástandið á lóninu •slendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.