Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Blaðsíða 2
þeirra eru þrjú. Grétar skipstjóri og útgcrðarmað- ur á Höfn í Hornafirði hann á 5 börn, 2 þeirra frá fyrra hjónabandi, kona hans er Gerður Bjarna- dóttir. Hrefna húsmóðir í Mosfellssveitarbyggð maður Finnur Jóhannsson smiður frá Akranesi þau eiga 3 drengi og yngstur þeirra er Pétur Hafstein íþróttakennari hans kona Jóna María Sigurgísladóttir. Pau eiga 2 börn og búa á Akranesi. Pétur og María voru bæði í sveit hjá okkur á Eystra-Miðfelli. Allt cr þetta mikið sóma fólk. Pétur er háseti á Hval 9, hann hefur verið með pabba sínum á hvalveiðum undanfarin sumur, og Grétar einnig mörg sumur hér fyrr á árum. Það cr margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Við hjónin eigunt okkar kærustu minningar frá Eystra-Miðfelli. inní þann þátt tvinnast öll kynni við þetta ágæta fólk. sem alla tíð sýndi okkur órofa tryggð og vináttu. sem aldrei gleymist. Ingólfur og Friðrikka voru alltaf boðin ogbúin til að rétta hjálparhönd, þegar meðþurfti. Það var föst venja Ingólfs að koma í heimsókn til okkar áður en vertíð hófst og'gista nótt, einnig þegar vertíð lauk. þegar þvt varð við komið. Þcssum sið hélt hann þó væri orðinn cinn og við flutt á Akranes. Þegar eitthvað var unt að vera hjá fjölskyldu okkar voru þessir góðu vinir með okkur. Nú síðast á hvítasunnunni í vor, þegar yngsti sonur okkar og 2 elstu barnabörnin voru fermd í Saurbæ. þá kom hann í kirkju. var með okkur á veislustund og færði börnunum gjafir. cins og venjulega. Hann var glaður og hress að vanda. Hann var mjög ánægður yfir þessari síðustu samverustund mcð okkur á veisludegi. það frétti ég, við erum það ekki síður, enginn vissi þá að feigðin var við næstu dyr. Við höfðum samúð með þessum trygga vini okkar. hann var eins og vængbrotinn fugl eftir konumissinn. Hrefna dóttir hans og hennar fjölskylda voru hjá honum í íbúðinni s.l. vetur á meðan þau byggðu sér hús. Þetta var Ingólfi ómetanlega mikils virði. einveran er ekki upplífgandi. Þau áttu fallegt heimili Friðrikka og Ingólfur. það heimili var honum kært. hann vildi eiga það eins og hún skildi við það. sú ósk hcfur ræst. Ingólfur var lengi í stjórn Slysavarnafélags íslands, gjaldkeri í mörg ár, hann var mikill áhugamaður fyrir þess velgengni. þannig var hann ætíð heill og ákveðinn. maður sem alltaf mátti treysta. Víðar mun hann hafa unnið að félagsmál- um þó ekki verði tíundað hér, það var ekki venja Ingólfs að lofsyngja það þó hann legði öðrum lið. í mars 1982 gekkst Ingólfur undir erfiða brjóstað- gerð, sem gaf bata um tíma, svo tekur þetta sig upp skyndilega og þegar hann byrjar vertíð finnur hann fyrir lasleika sem ágerist, svo enn er gerð aðgerð á brjósti og engum vörnum lengur við komið og komið að lokadegi. Við kveðjum með söknuði góðan vin, tryggan drengskaparmann og þökkum honum góða samfylgd, sú kveðja er frá okkur hjónum og allri fjölskyldu okkar og reyndar öllum vinum hans. Við trúum því að á eilífðarlandinu bjarta bíði vinur í varpa, til að fagna kærum vini. Innileg samúðarkveðja til ástvina hans. Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli 2 Fæddur 19. janúar 1921 Dáinn 4. ágúst 1983 Góður vinur og félagi er horfinn. Ingólfur Þórðarson. skipstjóri og fvrrverandi kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík. lést hinn 4. þ.m.. 62 ára að áldri. og cr kvaddur hinstu kveðju. Með honum er fallinn í valinn einn af svipmestu forystumönnum Slysavarnarfélags íslands á undanförnum árunt og á þeim vettvangi er hans sárt saknað. Á aðalfundi félagsins í vor, sem haldinn var að Reykholti í Borgarfirði, mætti Ingólfur sem gestur. hress í bragði og glaður, og var sannarlega ánægjulegt að fá enn að heyra kjarnyrtan og einarðan málflutning hans. sem bar vott um sívakandi áhuga hans á málefnum félags- ins. Ererfitt að sættasigvið. að núsé hann allur. Ingólfur Þórðarson var fæddur á Krossi í Beruncshrcppi, Suður-Múlasýslu hinn 19. janúar 1921. Foreldrar hansvoru Þórður Bergsveinsson. bóndi þar og kona hans Matthildur Bjarnadóttir. Var Ingólfur þriðji sonur þeirra. en honum eldri voru þeir Bjarni. fyrrum bæjarstjóri í Neskaup- stað, cr lést fyrir fáeinum árum og Sigursveinn. fyrrverandi skipstjóri, nú starfsmaður Tilkynnipg- arskyldu íslenskra skipa. Síðar bættust í systkina- hópinn Sigríður og Þórður Matthías. Rétt áður en hinn síðastnefndi fæddist drukknaði fjölskyldu- faðirinn í sjóróðri á Beruíirði, cn þaö var á árinu 1925. Má nærri geta. hverjir erfiðleikar biðu ekkjunnar með 5 börn. Á árinu 1929 fluttist fjölskyldan til Neskaupstaðar og þar bættist í hennar hóp fósturbarn. Þóra Guöjónsdóttir. er missti móður sína ung. og ólst upp á heimilinu frá því. Matthildur andaðist árið 1972. Ingólfur og systkini hans fóru snemma að vinna til að létta undir móður sinni. 14 ára fór Ingólfur fyrst á sjó og var starf hans upp frá því verulega tengt sjónum. Hann var á ýmsum fiskiskipum. fyrst sem háseti en síðar sem stýrimaður og skipstjóri. Fiskimannsprófi lauk hann 1944. en lét sér það ekki nægja og tók farmannspróf 1947. Fór hann síðan til framhaldsnáms í siglingafræðum í Danntörku. en kennslu hóf hann í Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1948 og stundaði hana til vors 1982. Jafnframt vann hann á sumrum frá árinu 1952 sem skipstjóri á hvalveiðibátum Hvals h.f. Á árinu 1945 kvæntist Ingólfur Friðrikku Jóns- dóttur. ættaðri frá Norðfirði. Var hjónaband þeirra farsælt og áttu þau 3 börn. Grétar. Hrefnu og Pétur Hafstein. Friðrikka lést á árinu 1979 og var það lngólfi mikið áfall. Ingólfur var sem fyrr segir lcngi í forystusveit Slysavarnafélags íslands. Hann var í aðalstjórn félagsins frá árinu 1966 til 1982. er hann baðst undan endurkjöri. Var hann jafnframt gjaldkeri stjórnarinnar frá árinu 1973. Þá var hann um árabil í stjórn slysavarnadeildarinnar ingólfs í Reykjavík. Eftir að Rannsóknarnefnd sjóslysa var sett á fót með lögum árið 1970 sem föst nefnd til aðkanna orsakir sjóslysa var Ingólfur fulltrúi SVFl í nefndinni þar til í byrjun þessa árs. Ingólfur Þórðarson hlýtur að verða hverjum þeim, sem honum kynntist, minnisstæður. Þar fór maður þéttur á velli og þéttur í lund. Hann hafði ákveðnar skoðanir á málum. var ófeiminn að setja þær fram og gerði það tæpitungulaust. Það gustaði um nann á stundum á mannamótum, en jafnan fór hann fram með drengskap og heiðarleik. Honum fylgdi ferskur blær. sem greinilega var ættaður af sjónum. og var auðvelt að gera sér lngólf í hugarlund, þar sem hann stóð á stjórnpalli skips síns. ákveðinn og úrræðagóður. Höfuðáhugamál Ingólfs á ofangreindum vett- vangi voru öryggismá! sjómanna enda þekkti hann vel til slíkra mála eftir áratuga störf á sjó við ýmsar aðstæður. Lagði hann þar margt gott til mála, bæði innan Slysavarnafélagsins sem og í Rtannsóknarnefnd sjóslysa. Honum var það mikið áhugamál. að sjómenn nýttu sér þá kosti. sem tiltækir eru til að auka öryggi þeirra við hættuleg störf á hafinu og fræddust um þessa hluti. Kæruleysi í þeim efnum var éitur í hans beinum. Honum var mjög umhugað um að Tilkynningar- skylda íslenskra skipa næði tilgangi sínum og hann var einn þcirra, sem mótuðu starf og starfshætti hcnnar frá upphafi. Lagði hann sig mjög fram um að auka áhrif hennar meðal sjómanna. Sem gjaldkera Slysavarnafélagsins um allmörg ár var það honum hjartans mál að það fé. sem safnaðist meðal almennings á vegum félagsins nýttist sem best til slysavarna- og björgunarmála. Þarna kom sér vel. hve Ingólfur var athugull og töluglöggur maður. Ég átti þess kost að kynnast Ingólfi Þórðarsyni allvel. fyrst er við vorum saman í stjórn svd. Ingólfs á sjöunda áratugnum. en einkum nú síðustu 9-10 árin, er við vorum saman í stjórn SVFÍ og í Rannsóknarnefnd sjóslysa. Sem formaður í þeirri nefnd frá árinu 1973 fram á byrjun þessa árs leitaði ég oft ráða hjá Ingólfi og fékk alltaf góðar viðtökur. \ fundum nefndarinn- ar var jafnan hlýtt nteð athygli á það. sem Ingólfur hafði til mála að leggja og orð hans vógu þar þungt. Þótt Ingólfur hefði fast mótaðar skoðanir var það fjarri honum að taka ekki tillit til sjónarmiða annarra og það var gott að eiga við hann rökræður. sem miðuðu að því að finna sameiginlega niðurstöðu. Sama er að segja um störf hans í stjórn SVFÍ. Vissulega gat Ingólfur brýnt röddina hressilega í umræðum til að leggja áherslu á mál sitt. en það var ekki síst gcrt til að fjörga umræðuna. því lognmolla var honum lítt að skapi. Eftirtektarvert var. hve samstarf hans og Gunnars Friðrikssonar. fvrrverandi forseta félags- ins. var gott og greinilega mótað af gagnkvæmri vinátfu og trausti. Hefur Gunnar og sagt ittér. að þar hafi aldrei borið skugga á og flyt ég hér þakkir hans fvrir hið langa og góða samstarf þeirra. Á þessum kveðjudegi eru bornar fram hugheilar þakkir Slvsavarnafélag íslands fyrir hið mikla og óeigingjarna starf. er Ingólfur Þórðarson innti af höndum fvrir félagið. Jafnframt flyt ég þakkir Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir starf hans á þeint vettvangi. Ingólfur ávann sér óskoraða virðingu og traust allra þeirra. er nteð honum störfuðu að slysavarna- og björgunarmálum. Minningin um hann er þeim. seitt eftir standa. öflug hvatning til að vinna áfram að heill og framgangi þeirra hugsjóna. sem starf Slysavarna- félags íslands bvggist á. Að lokum færi ég börnum Ingólfs og öllum öðrum ættingjum einlægar samúðarkveðjur vegna andláts hans. Haraldur Henrvsson fslendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.