Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Blaðsíða 7
Sesselja Eldjárn Framhald af bls. 8 ókvæntir kennarar. sem biðu langeygir cftir að komast í hjónasængina. Þar voru einnig margir nemendur. sem ekki komust í hcimavist skólans sem og þeir matvöndu. Jafnan þótti fæðið gott og hollt á borðum fröken Sesselju. Því leiddi af sjálfu sér. að um tíma þótti vinsælt að fara í kappát í m'ötuneyti hennar. Þar var fjörugt mannlíf og margt skemmtilegt sér til dundurs gert meðal kostgangara, svo sem spilað og teflt. sprcllað og farið í leiki um heilög jól ásamt jóladansleikjum. Þá komust fáirhcim til sín vegna samgöngutregðu. Bróðurbörn hcnnar frá Tjörn áttu sitt annað hcimili hjá henni öll menntaskólaárin. Eins bjó Kristján forseti þar einnig síðar scm kennari við stofnunina í tvo vetur. Hún gckk honum sem næst í móður stað. slík var ást Sesselju á þessum svipbjarta og gáfaða bróðursyni sínum, sem ekkert steig til höfuðs. Megináhugamál Scsselju hcfir verið og er slysavarnir. Þar hefir hún lengi verið í fararbroddi og þcgið margvíslegan heiður og viðurkenningu. Nú síðast fyrir nokkrum dögum var hcnni boðið norður í tilefni níræðisafmælisins. sem ég var sá glópur að gleyma. Hún hefur búið á Hrafnistu undanfarin ár. Þær slysavarnastöllur hennar á Akurevri stóðu fyrir miklu hófi henni til heiðurs, sem gæti staðið enn. því ekkert bólar á Sesselju. Veislan verður ábyggilega löng og saðsöm eins og meiriháttar afmælishátíðar Katrínar miklu. Það hlýtur að vera sannkallað erfiði og þrekraun að njóta jafnmikilla vinsælda og hvlli sem Sesselja Eldjárn. Hún er sterk á svellinu og drekkur sjáldan göróttari vcigar en kaffi og sherrylögg á góðri stund. Því miður á ég ckki í andartakinu hverrar þjóðar. Skilgrcining þess er ekki auðvcld. í hinum víðasta skilningi er hér um að ræða afkomu og afdrif einstaklinga og byggðarlaga. jafnvægi og jákvæða uppbyggingu gagnvart ein- stökum landshlutum, stjórnmál og stvring fjár- mála fvrir einstök héruð. velferð og valddreifing í þjóðfélaginu. í huga Askels er það í senn ..alfa og omega" að byggðastefnan nái farsælum framgangi. Byggða- stefna sem í raun verði allri þjóðinni til heilla og framfara. Ekki aðeins stundarhagur einstaklings eða seinstakra bvggða. heldur miklu frekar lang- tímamarkmið og stefna sjálfstæðrar þjóðar og þjóðfélags. Nái slík stefna að þróast og eflast. fái hún fleiri og fleiri liðsmcnn. þá getum við tekið undir með skáldi okkar: ..Bráðum kemur betri tíö með blóm í haga". Sú er ósk okkar starfsbræðra hans hjá hinuni einstöku landshlutasamtökum. að þessar hugsjón- ir hans rætist. Þetta cr okkar hamingjuósk honum til handa á þessum tímamótum í ævi hans. Lifi hann og lians fjölskylda heil og sæl. Hjörtur Þórarinsson. aðra mvnd af afmælisbarninu cn meðfylgjandi skopmynd. sem ég teiknaði fyrir mörgum árum. Ég veit. að góður húmoristi cins og Sesselja kann vcl að meta slíkt. Þarna á myndinni svífur hún í fangi síns gamla slysavarnabróður og dansfélaga, Júltusar sysselmands Havsteen. Þessi innfæddi Akureyringur var um árabil fulltrúi norðlendinga á aðalþingum Slysavarnafélags Islands ásamt fröken Scsselju. Eitt þingið fór í endalaust rifrildi og karp milli þcssara mætu fulltrúa út af nafngift á nýrri björgunarskútu norðlendinga. Fyrsta peningagjöfin barst í skútusjóðinn úr Ólafsfirði rneð því skilyrði. að báturinn bæri nafnið Albcrt. cftir syni gefendanna. scm hvarf í hafi. Vcrðgildi peninganna hafði drjúgum rýrnað og Júlíusi þótti nafnið særa málkenndsína. Nafnið væri bæði Ijótt og leiðinlegt. óíslenskulcgt og kauðskt og sæmdi ekki svo glæstum farkosti. að öllum öðrum Bertum ólöstuöum. jafnvel prins Albert. Scssclja sat við sinn keip oggaf sig hvcrgi. Undir lokin veitti Sesselju bctur. Hún er tryggða- tröll í öllu sínu lífi. Því scm er einu sinni lofað, skal ckki hrófla viö. Björgunarskútunni var gefið nafnið Albert og varð mikil happaflcyta. Júlíus Havsteen var það stór í sniðum, að hann kunni að taka ósigri. Eftir hrútlciðinlegt og dapurlegt borðhald í lokahófi þingsins brá Júlíus sýsli á leik. Hann vippaði sér skyndilega upp úr sæti sítiu og bauö Sesselju djúpt upp í dans og aö hcfja sjálfan danslcikinn með sér um leiö og hann kallaði hátt cins og honum einum var lagið um leið og hann sveiflaði Scssclju um salina á Borginni cins og hún svifi í öruggum björgunarstól í haugabrimi: ..Hér kem ég með þá cinu og sönnu björgunarskútu Norðurlands!" Við þetta vcl til fundna uppátæki sýslumanns, breyttist samkvæmis- stcmmningin á einu andartaki í eitt skcmmtileg- asta lokahóf flestra þinghalda. Allir. sem notið hafa vináttu þessarar gæðakonu og trvggðatrölls. hafa eignast sannkallaða björg- unarskútu að bakhjarli á lífsins ólgusjó. Ég er þakklátur fyrir aö hafa verið cinn af þcim heppnu scm hafa kynnst hcnni. En kynni okkar hófust fyrir næstum sextíu áruni í flæðarmálinu á Böggyisstaðasandi. sem nú hcitir almennt Dalvík. Jafnframt einlægum óskum á þessum merku tímamótum í lífi hennar þakka ég Scssclju ;illt gamalt. gott og skemmtilegt um langan veg og Ijúfan. allt frá því að cg hékk fyrst í pilsunum hennar fyrir norðan. Örlvgur Sigurösson * Sesselja Eldjárn varð 90 ára 26. júlí sl. Hún er löngu landskunn fyrir mikil og nierk störf í þágu slysavarna, en þau vann hún á Akurcyri þar sem heimili hennar stóð. cn það var lcngst af í Brekkugötu 9. Þetta var einnig heimili fjölda ungra manna og kvenna um langt árabil. því að þær systur Ingibjörg og Sesselja. ráku þar greiða- sölu og höfðu auk þess allmarga húandi. einkum skólafólk, ogþessu stóra heimili stjórnaði Scsselja af mikilli rausn og elskusemi. Margir komu og fóru án þcss að greiöa fyrir þjónustuna, en það skipti Sessclju engu máli, bara ef fólkinu hafði liðið vel mcöan það dvaldi í hennar húsi. var hún ánægð. Áöur en þetta var hö.föu þær systur verið matráðskonur við hcimavist Menntaskólans á Akureyri og einnig höfðu þær um tíma eins konar pcnsjónat í Rósinborg við Eyrarlandsveg. en það hús er nú horfið. Sesselja er yngst systkinanna frá Tjörn i Svarfaðardal. barna sr. Krisljáns E. Þórarinssonar og Petrínu Hjörlcifsdóttur, og hún er sú cina úr systkinahópnum sem lifir. Hún ólst upp viö mikiö ástríki og eftirlæti. og hún scgir sjálf aö minningin um hina miklu blíöu og ástúð. sem hún naut í foreldrahúsum, hafi vcriö cins og sol í.öllu sínu langa lífi. Sella hcfir alla líö verið hrókur alls fagnaðar. hvar sem hún hefir vcrið. Ilún er einhver kjarkmesta manneskja, sem ég hefi kynnst, yfirmáta bjartsýn og glöð. Hlýjan frá henni er á við margar himinsólir pg betri vinur cr vandfundinn. Nú er hún sest að í Hrafnistu í Revkjavík og þar hcklar hún fögur sjöl. sem hafa farið víða og hlýjað fólki í heirrisborgum. Hún les og hlustar á sögur af snældum og hún er cnn sami yndislegi gestgjafinn og l'oröum. ’Sesselja hcfir ckki farið varhluta af sjúkdómum. Hún fékk bcrkla ung að árum og.varð að dvelja á Vífilsstöðum og marga uppskurði hefir hún gengið undir og síðast vcikindi, sem tóku hana úrsambandi viðumhcim- inn og daglcgt líf um margra vikna skciö. En upp úr öllu rís Sella oftast sterkari en áður og trúaðri á lífiö. Hún fór til Kanada á 75 ára afmælinu sínu handlcggsbrotin og mcð handlegginn í gipsi. og hún fór norður núna til þcss að halda upp á 9(1 ára afmælið með lasið hnc og því léleg til göngu, cn hún lætur ckkcrt aftra sérog það er hugurinn. scm ber hana. ekki bara hálfa lcið. heldur alla. Sclla cr mikill sáttasemjari og hún er líka sálusorgari, það munu áreiöanlega flciri hafa reynt en ég. Þcgar sorgin hefir sótt hana sjálfa heim. ber hún liarm sinn með reisn og í hljóði. Afmælisbarnið hefir verið undirritaðri mcira virði en orð fá lýst. allt frá bernskudögum. er hún og Ingibjörg hcimsóttu forcldra mína á Flateyri. öll árin á Akurcyri var hún tryggðartröllið og hjálpar- hellan. alltaf heil og hlý. Síöan hún kom til Reykjavíkur höfum \iö haft mikiö og gott samband. og alltaf fer ég ríkari af þeim fundum. hvort hcldur er í síma eða samveru. Sesselja er gcysifróð um gamla tíma, kann mikið af Ijóðum og aragrúa af sögum og segir óvenju skémmtilega frá. Hún er mjög trúuð kona og bænheit - trúir á mátt bænarinnar og finnst hún hafa nóg að gera hér í hcimi. því að ..það eru svo margir. sem þarf að biðja fyrir" segir hún. Það er ekki lítið yndisieg og engin smáræðis fegurð. sem felst í slíku lífsviðhorfi. þegar sól tckur að lækka á lofti. Ég veit að hún verður umvafin kærleika og hlýju á afmælisdaginn, en gestamóttaka er hjá slysavarnakonum í húsi þcirra á Akureyri ,til heiðurs henni. scm stofnaði deildina og gaf henni áratuga starf af lífi sínu. Úr mínu húsi streyma þakklátar hugsanir norðúr yfir fjöllin, en mest þakka ég skaparanutn fyrir aö hafa átt hana aö vini jafnlengi og raun bcr vitni. Anna Snnrradóttir. íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.