Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Blaðsíða 8
"UEf?. ICKM E<» ME5 BjííRSUNftRSIfUTU. NOR&UR.LANDS11 HÆCTt IÚL.JUS íyXÍEtMflN^ 4-WVSTeEtJ UM Lei^ 05 f+flNN SVeÍFLAÐ/ , fr<25kíem sessELju ELOJRRN Upp úR í»cor4UM ‘A LOkíAXí ANS LE| K, ScySAVARWAI=E"L£k;St>!N5 5' <^RíY<*ue, 'T( 90 ára Sesselja Eldjárn Síðbúin afmæliskvedja ■ Það mun hafa verið á útmánuðum 1924. að Sigurður skólameistari á Akureyri heMt með lærifeður og nemendur út í Svarfaðardal sjóleiðina tii Dalvíkur. Skipið klauf sléttan fjörðinn. sem var fagur og heillandi eins og þegar hezt la’tur. Þá var ég stuttstígur og krúnurakaður fjögurra ára snáði. sem fékk að fijóta með föður mínum. leiðangurs- stjóra og upphafsmanni fararinnar. Þarna stóð pabbi gamii í brúnni stoltur eins og Lord Nelson í lyftingu og skyggndist vfir hafflötinn eins og hann ætti sjálfur allt heila klabbið: Hrísey. Kaldbak. Ólafsfjarðarmúlann og Sótarfjöll. Hann virtist stjórna öllu um borð nema kompásnum af meðfæddum forystuhæfileikum. Ég fvlitist stolti yfir að eiga sltka sjóhetju að föður. Þó fannst mér hann tala helzt til hátt þegar hann yfirgnæfði tilskipanir skipstjórans. Sjóræningjasögur heill- uðu mig á þessum glöðu bernskuárum við Evja- fjörð, þar sem sjóhetjan NONNI hafði barizt áður fyrr við hvali og skrímsl á árabáti á þessum sömu slóðum. Því hugsaði ég: Skyldi pabbi ætla að lumbra á þessum Svarfdælingum líkt og þegar Ólafur digri, Noregskonungur, tók sig til og fór með skip sín og kappa til að herja og berja á frændum sínum Svíum? Hér var víst tilgangur 8 fararinnar annars eðlis og göfugri. eða að rækta vináttu við granna okkar Svarfdæli. sem gamli maðurinn hafði alltaf dálæti á. eins og allir eldri Svarfdælir muna. Þiggja skyldi kaffi ogmeðlæti og aðrar krásir. Þá gerðist hið óvænta. að vináttuför þessi snerist skvndilega upp í hreina herför eða ránsferð. Ránsfengurinn var sjálf prestsdóttirin á Tjörn. fröken Sesselja Eldjárn. sent „Meistari" réð á stundinni sem ráðskonu heimavistar Akur- eyrarskóla. Skólameistari. sjálfur leiðangursstjör- inn. féll gersamlega flatur fvrir þessari svarfdælsku valkyrju. sem naumast gat talizt „sexy" t átt við Sofíu Loren. en því auðveldara var að falla fyrir skemmtilegheitum hennar. glaðlyndi og geðfjöri. Hún stjórnaði eins og Viktóría drottning er hún annaðist veitingar móttökunefndar Ungmenria- félags Svarfdæla afslíkri reisn. að gamla mannin- um fannst hann næstum vera kontinn á húnvetnsk- ar heimaslóðir. og er þá mikið sagt. Slík tilþrif og dugnað. djörfung og dug við móttökuna hafði hann aðeins séð hjá eiginkonunni. sem var líka prestsdóttir. en sunnlenzk. Enda heyrðist gamli maðurinn stundum tauta við sjálfan sig: „Ekki getur betri eiginkonur en prestsdætur úr sveit." Þarna voru íorlög fröken Sessclju ráðin. Hún var ráðskona við stofnunina í nokkur ár við feiki- vinsældir. Hún hafði lngibjörgu systur sína sér við hlið til aðstoðar. Óhætt er að fullyrða. að vart hafi starfað ástsælli starfskraftar við stofnunina í meira en hundrað ára sögu skólans og þessarar hjarta- hlýju Tjarnarsystur. Sesselja stráði óspart gleði og lífsfjöri í allar áttir og hlýju og sólskini allt í kringum sig eins og hún gerir enn í dag. Feiknleg- ir hlátrar hennar og hlátrasköll. sem konta alltaf frá innstu hjartahólfum. bergmáluðu í gamla daga í Súlum og á Vaðlaheiði. Hljómbotninn var mikill og hjartahólfin stór. Einlægur hlátur hennar. sern alltaf stafar af hinu góða. er merkilegt rannsóknar- efni á gleðinni. Aldrei gleynti ég hvcrsu gott mér þótti og nijúkt að sofa hjá Sesselju sumarið 1927 þegar hún gætti okkar systkinanna fimm. meðan foreldrar okkar dóluðu á hestbaki til Reykjavík- ur og til baka. Það voru ógleymanlegar sæluvikur í hugum okkar barnanna. Eftir nokkurra ára fórnfúst ráðskonustarf við M.A. hóf Sesselja eigin matsölu fyrir kostgangara í húsinu Rósenborg. skammt frá skólanum. og síðar í Brekkugötu 9. Þar mötuðust jafnan Framhald á bls. 7 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.