Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Blaðsíða 5
Jón Einarsson, prófastur, fimmtugur Ágætur vinur minn og samferðamaður sr. Jón Einarsson, prófastur að Saurbæj á Hvalfjarðar- strönd er fimmtugur í dag. Sr. Jón Einarsson er fæddur 15. júlí 1933 að Langholti í Bæjarsveit, Borgarfjarðarsýslu. For- eldrar hans eru hjónin Einar Sigmundsson. þá bóndi í Langholti og síðar að Kletti og Gróf í Reykhóltsdal, og Jóney Sigríður Jónsdóttir. Eru þau hjón bæði Reykdæiingar að ætt og uppruna, Einar af Hurðarbaksætt, en Jóney af Deildar- tunguætt. Sr. Jón stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti og lauk þaðan landsprófi og gagn- fræðaprófi vorið 1953. Stundaði ýmsa algenga vinnu næstu árin, en hugur hans stóð til framhalds- náms. Hann settist því í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1959. Hóf síðan nám í guðfræði við Háskóla íslands og lauk því árið 1966. Á háskólaárunum stundaði sr. Jón talsvert kennslustörf. Var m.a. eitt ár kennari við Miðskólann í Stykkishólmi og í tvo vetur stundakennari við Hagaskóla í Reykjavík. Frá árinu 1966 hefur sr. Jón verið sóknarprestur að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var settur prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi frá L ágúst var þeim hjónum í blóð borin, enda leið varla sá dagur að ekki bæri gesti að garði. Hinn stóri vinahópur hreifst af samtakamætti. glaðværð og hjartahlýju þeirra hjóna. Þær eru Ijúfar minningarnar mínar frá þeini stundunum, sem setið var við eldhúsborðið. Þar voru ekki einungis þegnar góðar veitingar. sem Guðbjörg bar á borð. Hnyttni og gamansemi Ágústs nautsín í spjalli um hin mörgu áhugasvið hans. Það kann á stundum að reynast okkur yngra fólki erfitt að sjá það lífsmunstur sem mótaði aldamótamennina okkar. mennina sem upplifað hafa stærri og meiri þjóðlífs brevtingar. en nokkru sinni hafa þekkst í sögu okkar. Víst er að Ágúst mótaðist á svipaðan hátt og aðrir af hans kynslóð. Á yngri árum vann að búi foreldra sinna á sumrum fór, á vertíðar til Vestmannaeyja á 'etrum. Þó lífskjörin væru nokkuð hörð. hélt Agúst ávallt gleði sinni og naut áhugamála sinna. Þar sem hæst bar hestana og ferðalög við aðitæður sem óþekktar eru nú orðið. Síðustu árin átti Ágúst ' ið heilsuleysi að stríða. Glaðværð sinni hélt hann fram á síðasta dag. enda naut hann einstakrar umhyggju Guðbjargar eiginkonu sinnar. Við hjónin og Jónína tengdamóðir mín vottúm Guðbjörgu og fjölskyldum hennar samúð okkar. Drífa Hjartardóttir íslendingaþættir 1977 til 30. júní 1978 og aftur frá 1. október 1980. Skipaður prófastur frá 1. mars 1982. Sr. Jón er mikilsvirtur kennimaður, vinsæll meðal sóknarbarna sinna og er einn af forystu- mönnum í málefnum kirkjunnar, hann er sköru- legur ræðumaður sem eftir er tekið, hefur af- burðatök á íslenskri tungu í ræðu og riti. Öll hans embættisverk bera vott um vandvirkni og öryggi í starfi. Hallgrímskirkja að Saurbæ er honum sérstak- lega kær. Hann hefur lifandi áhuga á að halda á lofti minningu og virðingu sr. Hallgríms Péturs- sonar. Sr. Jón átti sæti í Hallgrímsdeild Prestafé- lags íslands í 12 ár, þar af 10 ár sem formaður. Hann hefur ávallt starfað mikið að málefnum kirkjunnar og félagsmálum presta. í stjórn Presta- félags fslands 1974-78 og sat einnig i kjaranefnd félagsins. Átti einnig sæti í ritnefnd Kirkjuritsins í fjögur ár og hafði með höndum framkvæmda- stjórn fyrir ritið. Hann á nú sæti í stjórn Prófasta- félags íslands. Sr. Jón var formaður Starfshátta- nefndar kirkjunnar 1974-78. Nefndin samdi og gaf út í fjölrituðu bókarformi ýtarlegar tillögur um skipan kirkjumála í landinu. nauðsynlegar laga- breytingar í þeim efnum o.fl. Sr. Jón hefur átt sæti í kirkjuþingi frá 1976 og er varamaður í kirkjuráði. Hann á sæti í fjármála- nefnd kirkjunnar og Lúthersársnefnd, sem gerir tillögur um, hvernig minnast skuli 500 ára afmælis Marteins Lúthers á þessu ári. Sr. Jón er mikill og einlægur félags- hyggjumaður. það er hans lífsform. Hann hefur frá æskuárum tekið mikinn og virkan þátt í félagsmálum, lifandi áhugi og kraftur hefur ein- kennt þátttöku hans í félagsstörfum. Hann hefur komið víða við á þeim vettvangi. Átti sæti í stjórn Ungmennafélags Reykdæla 1954-56. f stjórn Fé- lags frjálslyndra stúdenta 1959-60. Form. Bræðra- lags, kristilegs félags stúdenta 1961-62. í stjórn Fél. guðfræðinema 1961-63, þar af form. í eitt ár. í stúdentaráði Háskóla íslands 1962-63. Sr. Jón var einn af stofnendum og hvata- mönnum Félags ungra framsóknarmanna í Borg- arfjarðarsýslu 1957 og form. félagsins um skeið. Sat á þeim árum á mörgum SUF þingum. Þá var hann form. Framsóknarfélags Borgarfjarðarsýslu 1969-74. Hefur átt sæti í miðstjórn Framsóknar- flokksins frá 1974, en hafði þá um skeið verið varamaður. Hefur sótt flesta miðstjórnarfundi frá 1970 og ávallt tekið virkan þátt í að móta stefnu og störf Framsóknarflokksins. Sr. Jón hefur látið að sér kveða á vettvangi sveitarstjórnarmála m.a. í Samtökum sveitarfé- laga á Vcsturlandi, sérstaklega að skólamálum. Sr. Jón hefur átt sæti í hreppsnefnd Hvalfjarðar- strandarhrepps frá 1974 og tók á síðasta ári við oddvitastörfum í hreppnum, sem hann gegnir nú. Mörg fleiri störf hcfur hann unnið fyrir sveit sína, m.a. séð um byggingu hins nýja félagsheimilissem form. byggingarnefndar og rekstur bókasafns sveitarinnar, sem lengstaf hefur verið á heimili hans. Sr. Jón átti um skeið sæti í skólanefnd Heiða- skóla og fræðsluráði Borgarfjarðarsýslu. Hann var formaður fræðsluráðs Vesturlands síðasta kjörtímabil og hefur átt sæti í skólanefnd Héraðs- skólans í Reykholti frá 1967. Hann hefur unnið mikið að málefnum Sögufélags Borgarfjarðar, sem m.a. gefur út Borgfirskar æviskrár og Ævi- skrár Akurnesinga. Hefur hann haft með höndum framkvæmdastjórn fyrir félagið frá 1977. Persónuleg kynni okkar sr. Jóns hófust á sviði stjórnmála. Á flokksþingum og miðstjórnarfund- um Framsóknarflokksins vakti sr. Jón almenna athygli fyrir kraftmiklar, opinskáar ræður, sem umbúðalaust hitta í mark. - Samskipti okkar á sviði stjórnmála og sveitastjómarmála hafa ávallt verið traust og ánægjuleg. Lifandi áhugi hans að fylgja fram góðum málum og opinská skoðana- skipti eru sérkenni sr. Jóns Einarssonar, sem gerir eftirsóknarvert að eiga við liann samskipti og njóta vináttu hans. Eiginkona sr. Jóns er Hugrún Guðjónsdóttir frá Akranesi. Þau eiga fjögur mannvænleg börn á aldrinum 12-17 ára. Heimili þeirra að Saurbæ er með myndarbrag, gestrisni er viðbrugðið. Þar er maður eins og heima hjá sér - hlýlegt og glaðlegt viðmót er lífsform þeirra hjóna beggja. Við hjónin óskum sr. Jóni innilega til hamingju mcð 50 ára afmælið og þökkum hlýja vináttu og ánægjuleg samskipti á liðnum árum. Sr. Jón tckur á móti gestum í Félagsheimilinu Hlöðum eftir kl. 20 í kvöld. Alexander Stefánsson. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.