Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Blaðsíða 4
Agúst Kristjánsson Hellu Fæddur 18. desember 1897 Dáinn 3. ágúst 1983 Þótt Ágúst Kristjánsson hafi náð háum aldri kom andlát hans óvænt. en hann varð bráðkvadd- ur að morgni 3. ágúst. s.l. á 86. aldursári. Ágúst var fæddur í Hallgcirsey í Austur-Land- eyjum 18. des. 1897. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Jónsson frá Fljótsdal í Fljótshlíð og Bóel Erlendsdóttir frá Hlíðarenda. ÞegarÁgúst fæddist voru foreldrar hans í húsmennsku í Hallgeirsey en bjuggu síðar í Auraseli í Fljótshlíðarhreppi í rösklega þrjá áratugi. Ljósmóðirin, Vigdís Bergsteinsdóttir, móðir Bjarna skólastjóra á Laugarvatni. tók Ágúst heim með sér. Hjá henni var Ágúst svo, fyrst í Búðarhólshjáleigu í Austur-Landeyjum og síðan í Skálmholtshrauni í Flóa og Ólafsvöllum á Skeiðum. Þegar Ágúst var níu ára flutti hann til foreldra sinna að Auraseli og átti heimili hjá þeim þar til hann fór sjálfur að búa. Ekki var skólaganga Ágústar löng frekar en flestra jafnaldra hans. Hann varð að láta sér nægja farskóla í þrjá mánuði. Var sá skóli í tveimur bæjum í Fljótshlíð, Kollabæ og Sámsstöðum. Eins og nær allir ungir mcnn hér um slóðir fór Ágúst til sjós. Fimmtán ára gamall fór hann fyrst á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum. þar var hann 22 vertíðir samfellt. Ágúst kvæntist Guðbjörgu Guðjónsdóttur frá Hamragörðum. Hún er fædd 6. okt. 1898. Voru foreldrar hennar Guðjón Bárðarson frá Kollabæ og Sigríður Erlendsdóttir frá Hlíðarenda. Þau bjuggu yfir 30 ár í Hamragörðum undir Evja- fjöllum. Árið 1932 hófu þau Ágúst og Guðbjörg.búskap á Ljótarstöðum í Austur-Landeyjum og bjuggu þar í þrjú ár en fluttu þá að Auraseli og bjuggu þar í þrettán ár eða til ársins 1948. Þá fluttu þau öðru sinni í Austur-Landeyjar og nú að Snotru og bjuggu þar í 16 ár. en fluttu að Hellu árið 1964 og hafa átt þar heima síðan, lengst af í húsi sínu að Hólavangi 12 en síðasta árið dvöldu þau á dvalarheimilinu Lundi. Ágúst og Guðbjörg eignuðust fjögur börn. Sigríður er búsett í Reykjavík, var gift Sigurði Haraldssyni, Kirkjubæ, eiga þau4börn. Eyvindur bóndi á Skíðbakka, kvæntur Guðrúnu Aradóttur eiga þau 3 börn. Kristján bóndi í Hólmum, kvæntur Gerði Elemarsdóttir eiga þau 3 börn. Bóel gift Viðari Marmundssyni bónda Svanavatni eiga þau 3 börn. Ágúst hefur ekki gengið heill til skógar. Hann fékk spönsku veikina árið 1918 og átti við meiri og minni veikindi að stríða síðan. Þótt hann verði ekki talinn í hópi stórbænda hafði hann lengst af meðalbú, snoturt og afurðasælt og þær jarðir sem 4 hann sat bætti hann til muna. Þegar Ágúst hóf búskap í Snotru var að hefjast í Landeyjum sú mikla bylting í ræktun og þurrkun lands sem þar varð á næstu árum og tók Ágúst fullan þátt í því starfi. Aurasel var erfið jörð til búskapar. Þegar mjólkursala hófst þaðan varð að flytja mjólkina 7 km. í veg fvrir mjólkurbíl. Þar til hlaðið var fyrir Þverá og Markarfljót var jörðin umkringd vötnum á þrjá vegu. Mikill tími fór til þess í Auraseli að fylgja ferðamönnum yfir þessi vötn, sérstaklega Þverá upp í Fljótshlíð. Þessar ferðir í tíð Ágústar niunu flestar hafa orðið tólf sama daginn. Einnig var Ágúst oft fvlgdarmaður ferðamanna í Þórsmörk. í þessum ferðum kom sér vel að eiga góða og trausta hesta. Þótt Ágúst hafi verið góður bóndi og haft yndi af að umgangast búfé sitt voru hestarnir honum kærastir enda var hestamennska ríkur þáttur í fari hans. Eignaðist hann fjölda gæðinga sent veittu honum margar ánægjustundir. Þegar Ágúst var kominn á bak góðurn hesti í glöðum hópi ferðafélaga naut hann sín vel og sem slíkur verður hann samferðamönnum sínum ekki síst minnisstæður. Það var þessi reisn og sá höfðingsbragur sem einkenndi allt fas hans og fylgdi honum hvar sem hann fór. enda var hann meira en meðalmaður að vallarsýn. Þessir eigin- leikar nutu sín hvergi betur en þegar Ágúst spretti úr spori á góðhestum sínum. Á heimili Ágústar og Guðbjargar var gott að koma enda lögðu margir þangað leið sína. Þar ríkti mikil gestrisni og allir fundu að þeir voru auðfúsugestir. Það var ánægjuleg tilbreyting í önn dagsins að heimsækja þau hjón. Þar leiðöllum vel. Þótt ævi Ágústar hafi ekki verið samfelld sigurganga vegna veikinda hans og annarra erfið- leika sem á vegi urðu, varð það ekki á honum séð. Mestan hluta þar að átti vafajaust hin létta lund hans. Þegar maður mætti Ágústi var viðmót hans ák'aflega hlýtt og hýrt og það ljómaði af honum lífsgleðin. Hann hafði næmara auga fyrir því spaugilega í kring um sig en flestir aðrir og kunni mikinn fjölda sagna af því skemmtilega sem fyrir hann og samborgarana hafði borið. Ágúst hafði lag á því flestum betur að láta fólki líða vel í návist sinni. í nálægð hans var oftast gáski og glaðværð. Við þessi leiðarlok er því mörgum söknuður í huga en því meira þakklæti fyrir þær mörgu ánægju og gleðistundir sem hann gaf samferðamönnum sípum. Kynni mín af Ágústi hófust ekki fyrr en hann var kominn yfir miðjan aldur og ekki að ráði fyrr en þau hjón fluttu að Hellu. Kom ég oft á heimili þeirra þar og naut þess i ríkum mæli. Allar þær stundir vil ég nú þakka og um leið þá vináttu og tryggð sem ég ávallt fékk að reyna af hálfu Ágústar, sem mér var mikils virði og verður kær í minningunni. Við Gerður sendum Guðbjörgu og börnunum og öðrum vandamönnum innilega samúðar- kveðju. lón Þorgilsson. Þann 3. ág. s.l. lést að dvalarheimilinu Lundi. Hellu. Ágúst Kristjánsson frá Auraseli í Fljótshlíð þá 85 ára að aldri. Eftirlifandi eiginkona Ágústs er Guðbjörg Guðjónsdóttir frá Hamragörðum undir Evja- fjöllum. Þau gengu í hjónaband 9. júní 1933. Börn þeirra eru fjögur. Sigríður giftist Sigurði Haralds- svni bónda í Kirkjubæ. þau slitu samvistum. Evvindur bóndi á Skíðbakka giftur Guðrúnu Aradóttur. Kristján bóndi í Hólntum giftur Gerði Elimarsdóttur og Bóel býr á Svanavatni gift Viðari Marmundssyni. Ágúst og Guðbjörg hófu sinn búskap á Ljótar- stöðum. bjuggu þar frá 1932-1935. Fluttu þá að Auraseli og voru þar til ársins 1948. Þaðan fóru þau að Snotru og bjuggu þar til ársins 1964. er þau brugðu búi og fluttu að Heliu á Rangárvöllum. Það var einmitt þar í litla húsinu þeirra að Hólavangi 12, sem kynni mín af þessum góðu hjónum hófust fyrir 14 árum. Við fyrstu kynni gat engum dulist sú gestrisni og höfðingsskapur sem íslendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.