Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1983, Blaðsíða 3
Kristey Hallbjörnsdóttir l add 22. febrúar 1905 Dáin 30. júlí 1983 „Hvað er hel? Öllum líkn sem lifa vel, engill er til lífsins leiðir Ijósmóðir sem hvílu breiðir sólarbros er birta él lieitir hel". (Sálmab.) Þann 30. júlí s.l. andaðist Kristev Hallbjörns- dóttir, Suðureyri í Súgandafirði. Kristey var fædd 22. febr. 1905. Ekki verða raktar ættir liennar í þessum fáu orðum mínum. enda' trúi ég að aðrir muni það gera. Löngun mín er aðeins að senda örfá kveðjuorð og minnast á kynni mín af Kristevju. Ég mun hafa verið 5-6 ára snáði þegar ég sá fyrst þessa gullfallegu stúlku - já stúlku. því það er ekki fyrr en 9. okt. 1926 að þau ganga í hjónaband Sturla Jónsson móðurbróðir minn og Kristey Hallbjörnsdóttir. í húsi afa og ömmu verða því þrjár íbúðir. Jón afi. Kristín amma. foreldrar mínir Friðrik og Þóra og síðan Sturla og Kristey. Sem barn man cg þátttöku Kristeyjar í félagsmálum. bæði Kvenfélaginu Arsól og Leik- félaginu. enda var hún talin frábær leikari. Sturla byggir scr hús við Aöalgötu bæjarins. Störf hans margbreytileg kallaá meira rými. enda maðurinn skipseigandi og skipstjóri. síðar útgerðarmaður. oddviti. hreppstjóri og sitthvað fleira. Þau eignast 5 börn: Evu f. 7.9 '27. Sinrúnu f. 18.4 '29. Kristínu f. 14.6 '30. Jón f. 1. 10 '32. og Eðvarð f. 21.3 '37. Ekki verður í efa dregið að umfang Sturlu kallar á umfangsmikil heimilisstörf. Sturla er hættur skipsstjórn. Allir vissu að trú hennar til sjó- mennskustarta var fólgin í Ijóði Davíðs Stefánss. skálds. í kvæðinu „Skipstjórinn" er þetta skráð: ..Pig vissi ég standa við stýrið þar, sem stormurinn liarðast noeddi, og háur öldur við himiri bar og hafsjór um þiljur flatddi. Pó bylgjur greiddu þér bylmingsliögg var barist og hvergi vikið, sjónin var skörp, hver skipun glögg og skapið tamið - og mikið." Leiðir okkar skilja. Mig ber burt frá æskustöðv- um. Ekki munu félagslcg verkefni hafa þrotið hjá Kristevju. Margra ára formennska í Kvenfélaginu ásamt öðru umfangi. Eftir um 20 ára tímabil. flyst ég til Flatevrar í Önundarf. Leiðir stvttast til heimsókna milla vina og frænda. aðeins smáheiði vfir að fara. í fjarveru minni hefur Kristey orðiö fyrir verulegu áfalli. Vírusveiki hefur lamað fætur og hún gengur við stafi. Síðar verður hún að nota íslendingaþættir hjólastjól. Mörg verk breytast. útiverk í garði blóma fellur niður. Það er áfall fyrir konu sem hugsar ejns og skáldið Davíð Stefánsson: Gott er enn að grisja beð gera eld i rjóðri. En illgresi skal eyða með öðriim betri gróðri. Við þessar breyttu aðstæður. gerir hún stórt átak. Aðlaðar sig við dagleg störf. sem fylgja oddvita og hreppsstjórastarfi. Heimsóknir fjöl- margra verða daglegir viðburðir og ekki algengt að jafnvel stór hópur skyldfólks og vina komi til Suðurevrar. án þess að heimsækja Sturlu og Kristeyju. Æðruleysi var efst í huga Kristeyjar. Hún vissi vel að hverju stefndi síðustu árin. Hún hafði tileinkað sér einkunnarorðin í síðustu vísu Davíðs Stcfánssonar úr Ijóðinu „Gæfan mesta": „Vor gœfa er að fæðast feig og finna návisl Guðs og Ijósið eygja, en þyngsta ratin að þjást af banageig og þora ekki að deyja". Og Kristey horfir út um gluggann og sér aö Hyldjúpur himinn hlaðinn stjörnum. Sveipar drottins dýrð dauðlegan mann. Petta er eilífðin. Petla er Orðið. Petta er Hann. D.St. Aldrei kom ég heim til Kristeyjar án þess að hún mætti mér mcð brosi um brá. Gcðprýðin var henni í blóð borin. Brugðiðgat fyrir þreytu í svip hennar, en aldrei óánægju yfiróvæntri gestakomu fjölmargra, er þangað komu fyrirvaralítið. Ekki dreg ég í efa, að hennar er sárt saknað af öllum þeim fjölda er þekktu hana. Við hjónin eigum hugljúfar minningar frá ýmsum tímum. Þrátt fyrir crfiði um þjónustu við aðra, vegna verunnar í hjólastólnum, var hún ætíð hin glaö- væra mikla húsmóðir, veitandi sem allir báru djúpa virðingu fyrir. Upp í huga minn kemur enn eitt Ijóð Davíðs Stefánssonar - þar segir: „Er sálin var úrfjötrum leirsins leysl var líkt og byggðin vaknaði af dvala. Til fjallsins heyrðist fáknum vera þeyst, af fleygum vængjum lagði nœtursvala. Á bleikum jó, sem ber sitt höfuð reist hóf brúður dalsins för til himinsala. En móðir Guðs lét móti henni fara sinn mikla, hvíta flokk, sinn englaskara." Við Ragna sendum Sturlu og öðrum aðstand- endum hugheilar vinar og samúðarkveðjur. Jón F. Hjartar 3 Þeir sem skrifa minningar- eöa afmælisgreinar í íslendingaþætti, eru vinsamlegast beÖnir um aÖ skila vélrituöum handritum.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.