Íslendingaþættir Tímans - 24.08.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 24.08.1983, Blaðsíða 4
Oddný Þóra Magnúsdóttir frá Einarsstöðum, Stöðvarfirði Fædd 26. ágúst 1891 Dáin 19. maí 1983 Mig langar að minnast Þóru vinkonu minnar aðeins með örfáum orðum. Hún var alltaf kölluð Þóra eða seinna nafninu og vissu fáir að hún hét tveimur. Leiðir okkar Þóru lágu saman árið 1946 þegar við bjuggum í sama húsi til 1949 um áramót. En eftir það slitnaði aldrei það kynningarband sem bast á milli okkar. Nokkrum árum seinna keypti hún ásamt tveimur börnum sínum Ástu og Helga husið við hliðina á mínu og bjó þar. mikillar framleiðslu, þá fengu allar vinnufúsar hendur nóg að gera. Hagur bræðranna stóð svo með blóma næstu tvo áratugina. Þá voru það lög í Bandaríkjunum að menn hættu að vinna sextíu og fintm ára, hjá ríki eða stórverktökum. Kjartan var sjö árum eldri en Eiríkur. Um skeið var hann farinn að taka að sér að byggja heil húsog varþví ekki bundinn þessum aldurs takmörkum og hélt því áfram að byggja. Eiríkur varð 65 ára vorið 1957 og hætti þá að vinna á sinni skrifstofu. Þetta sumar komu þeir bræður báðir til íslands. Þá kom Eiríkur með bílinn sinn mcð sér. Þá Iá þeim ekkert á að flýta sér aftur til Vesturheims og stóðu þeir alllengi við hér heima. Þá bauð Eiríkur okkur hjónum með sér í skemmtiferð norður um land og austur á Hérað. Þessi ferð varð að öllu hin ágætasta og, að ég vona, okkur öllum ógleymanleg. Þessi ferð, var fjórða ferð Eiríks til íslands. en þriðja og síðasta ferð Kjartans. Eftir þetta kom Eiríkur fjórar ferðir heim, af því má ráða hve hugur hans leitaði mjög heim til ættjarðarinnar. Litlu eftir að Eiríkur kom vestur haustið 1957 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Ástu Backmann, og var hann síðari maður hennar. Þetta var sannarlega gæfuspor, fyrir hann, því frú Ásta reyndist honum hinn ágætasti lífsförunautur. Hún annaðist hann af alúð og kærleika til hinstu stundar. Kjartan andaðist í Vesturheimi haustið 1959. Hann óskaði þess, fyrir andlátið að líkami sinn yrði brenndur, askan send til íslands og henni komið fyrir í æskudalnum hans. Þetta var gert, við hátíðlega útför 24.7.1960. Guðrún Vigfúsdóttir, systir þessara bræðra, andaðist 18.4. 1972, 83ja, ára. Samkvæmt ósk hennar var lík hennar brennt og22. 6s.ár var aska hennar jarðsett við leiði foreldra hennar, eins og gert var með líkamsleifar Kjartans heitins. Margir af frændum og Vinum Guðrúnar sál. fylgdu henni síðasta spölinn. Eftir dauða Kjartans fluttu þau Eiríkur og Ásta til Flórída í Bandaríkjunum, og dvöldu þar nokkur ár. Þegar sjón og þrek hans fór að bila, svo að hann gat t.d. ekki ekið bílnum sínum, fluttu þau hjón bústað sinn vestur til Kaliforníu við Kyrrahaf, í næsta nágrenni við Agnesi sonar- Samfylgdin við Þóru var eitt með því besta sem hefur hent mig um dagana. Hún var eins og Austfjarða fjöllin tigin í reinsn og traust. Og hver sá sem eignaðist vináttu hennar var ríkur, þótt veraldar auðurinn yrði aldrei hlutskifti hennar „já kynning við þig Þóra var svo dásamleg og dýr ein af demöntunum bestu sem ég geymi í minja sjóði. Frá öllum þessum stundum andar vinblær hlýr ævintýrum, sögum, þulum, söng og ljóði" Já Þóra var afburða greind kona víðlesin, mjög vel sjálfmenntuð. Hún unni Ijóðum. sögum og dóttur Ástu, og hennar fólk. Þarna naut Eirtkur síðustu æfiáranna, í hinu hlýja loftslagi á strönd hins mikla hafs, umvafinn ástúð konu sinnar og vina. Þessari löngu ferð Eiríks lauk svo 7.1.1983 þá átti hann að baki 90 ár og 8 mánuði. Líkami Eiríks var brenndur og aska hans send til íslands síðar um veturinn með ósk um að hann fengi leg í grafreit sóknarkirkjunnar í Valþjófsdal. Þannig endurheimta gömlu hjónin frá Tungu, smátt og smátt, til sín, nokkuð af stóra hópnum sínum, sem þau ólu upp í trú, von og kærleika. Eiríkur var stór maður vexti og þrekinn, hendurnar voru þykkar og stórar og fleira benti til að hann hefði verið karlmenni að burðum. Ef maður skrifaði Eiríki bréf með almennum fréttum að heiman, skrifaði hann aftur svo til samstundis. Rithönd hans stílhrein og falleg, hann notaði jafnan óstrikaðan pappír og hvergi hallað- ist lína og hvergi strikað yfir orð. Þessum handstyrk hélt hann fram á þaðsíðasta. Áhugamál hans voru margvísleg. Hann skrifaði um trúmál atvinnumál.pólitík á okkar landi, Vesturheimi og Austurlöndum fjær og nær. Eiríkur var prýðilega hagmæltur og skreytti oft bréf sín með vísum sem hann hafði þá nýortar. Eftirfarandi hendingar læt ég verða mína síð- ustu kveðju til Eiríks Vigfússonar. Þær skiljast betur þegar það hefur verið Iesið sem að framan getur. Eiríkur Vigfússon frá Tungu Ungur fórslu af föðurlandi þínu, fallega sveininn heimli ceskuþráin til fjarra landa eitthvað útí bláinn með œvintýraglit á trafi sínu. Stundum komstu aftur upp til landsins en aðeins til að vera fáa daga sú er algeng íslendingsins saga unnin fyrir geymdir tryggðabandsins. Og nú á æltjörð ennþá von á þér alkomnum heim úr sjötíu ára ferð, - þá ísa leysir innst í dölum vestur. Þig yfir höfin ást til landsins ber Sú fullvissa er mörgum mest um verð: við móðurbrjóst er barnið aldrei gesittr. Skálpasföðum í júlílok 1983 Þorsteinn Guðmundsson söng. Tíminn leið mjög fljótt í návist hennar. Þar var ekki minnst á galla samferðamanna. Heldur allt það fagra og góða sem gefur lífinu svo dásamlegan yl og fegurð. Ljóðskáldin voru rædd. Tónskáldin rauluð, hún tók mann með sér á æsku stöðvarnar í nátturuskoðun,þar tíndum við saman fáséð blóm og steina. Þó að ég væri að norðan en hún að austan breytti það engu. Hún tók mann með sér á töfrateppi minninganna svo algjörlega að mér finnst enn í dag að ég þekki hvern hól og grasbala. Og börnin sem að hún lék sér með, gamla fólkið sem þá var og bæina þess að utan og innan. Þó að ég hafi aldrei til Stöðvarfjarðar komið. Já þannig leið tíminn í kynnum við þessa gáfuðu stoltu og góðu konu. Það var eins og að manni finndist hún í tali sínu öllu, túlka í orðsins fyllstu merkingu Ijóðlínur skáldsins sem sagði. ég á öllum gott að gjalda. Gleði mín er stór og rík.ég trúi að hún sé ein þeirra sem gjörði heiminn bjartari og betri. því að, Gu/lkornin þú tíndir sem greypt voru í fólksins sál og geymdir þœr sem perlur á munans talnabandi og sólarljósi ófstu um minninganna tttál og mörgum geisla sendir úr því töfra landi. Já, þeir sem eiga svona mikinn andans auð og orku til að vefja allt góðleik sem þeir sakna þeim verður aldrei veröldin vorköld eða snaitð þeir visktt Drottins mœta, er af síðasta blundi vakna Já. það má nteð sanni segja að Þóra hafi ekki dansað á rósunt í gegnunt lífið þó að hún nefndi erfiðleikana aldrei einu orði, þá gat sá sem til þekkti um hennar hagi getið sér þess til hversu ntikið iífið lagði henni á herðar af erfiði og sorgum því að hún vildi aldrei sækja til annarra heldur standa sjálfstæð og frjáls á eigin fótum. Sem hún gerði. Þóra missti föður sinn smá barn að aldri og var yngst af stórum systkinahóp á vegum móður 4 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.