Íslendingaþættir Tímans - 24.08.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 24.08.1983, Blaðsíða 5
■ 11 I 11 I — Þorbjörg Blandon sinnar hjá elsta bróður sínum og mágkonu. Innan við fermingaraldur missti hún móður sína. Ung að árum gekk hún í hjónaband með fyrri manni sínum Helga Ólafsyni, greindum, glæsilegum og prýðilega skáldmæltum og getum við séð í anda þessi myndarlegu og gáfuðu ungu hjón söngvin og Ijóðelsk. Hversu framtíðarvonirnar hafa verið bjartar. Sem betur fer hefur æskan alltaf átt sinn skýlausa hamingjuhiminn. Kristján fjallaskáld segir: Allslaðar er harmur allstaðar er böl allstaðar er söknuður tára föll og kvöl skiljið eigi hjartað vora skammsýni fœr né skyggnst inn í það hulda sem nokkru erfjœr. Því að Þóra missti mann sinn Helga eftir aðeins 7 eða 8 ár 1924,þau eignuðust 5 börn.eitt misstu þau mjög ungt en dótturina Maríu rrtissti hún stálpaða eftir mikil veikindi. Oft talaði hún um Helga og fór með ljóðin hans og svo um telpuna, leiki hennar og ýmsar setningar er hún sagði sem báru þess vott að hún hefur verið mjög vel gefin. Allar þessar minningar voru reifaðar fegurð góðleik og gleði sem að hún rifjaði upp um þessa látnu ástvini sína. En aldrei minnst á sorgina eða erfiðleikana. En hversu sárt hún saknaði þeirra gat maður fundið útúr þessum frásögnum. Börn Helga og Þóru sem lifa eru Baldur, Hulda og Kristín, sóma fólk. Nýr kapituli hefst í lífi Þóru 1926. Þá gekk hún í hjónaband með seinni manni sínum Jóni Steins- syni miklum myndar og ágætis manni. Þau fluttust til Hafnarfjarðar og þar var hennar heimili síðan. Þau eignuðust 3 börn Magnús, Ástu og Helga, myndarfólk. Seinni manninn missti Þóra 1936 eða 38 ég man ekki hvort heldur var. Af þessu getur maður séð hver lífskjör hennar voru í raun þó að aldrei væri á þau minnst því að á þessum tímum var enginn leikur, lífið fyrir ekkju með mörg börn á framfæri. Þó að ekkert hafi verið sagt og aldrei kvartað. Ungar voru herðar Baldurs elsta sonarins að axla byrðarnar með móður sinni eins og að hann gerði til að hjálpa við að koma systkinahópnum upp. Því að þá voru engar tryggingar, barnabætur, eða mæðralaun. Þá var ekki hægt að hlaupa á felagsmálaskrifstofuna til að fá leyst úr þessum og hinum vandanum, því að hún var engin til. Og þó að svo hefði verið mundi Þóra ekki hafa haft skap í bónbjargarferðir. Til þess var hún of stórbrotin kona. Tíminn leið, hún fékk að lifa það að sjá börnin sín öll sem lifðu verða myndar og dugnaðar fólk og börn þeirra uppkomin flest og þeirra börn og meira að segja nokkuð af fjórða ættliðnum hjá þeim elstu. Já Guð var henni góður þó að lífsraunin væri mörg og stór. Hún átti bjart og rólegt ævikvöld baðað sólstöfum minninganna og trúnni á Guð og hans mikla mátt sem brúar bilið milli tveggja heima,þess jarðneska og hins andlega serti varir að eilífu. Þtí fornum vinuin mætir þeir þér fagna höndum tveim fjallasvanir syngja.af gróðri angar jörðin já Ijósvakans á öldum létt er leiðin heim þú lítur yfir súlurnarthlíðárnar og fjörðinn. Því hlýt ég nú að kveðja og þakka kynnin góð þroska þann og vísdóm er ég hlaut i návist þinni bœnamál að lokum ég legg í þetta Ijóð 1 Ijósi Guðs við mætumst er hér lýkur göngu minni Sigurunn Konráðsdóttir. Fædd 5. desember 1891 Dáin 22. júlí 1983 Það er erfitt að kveðja ömmu. Með henni hverfur svo margt úr lífi mínu. Hún og afi voru hluti af tilveru minni, þeim á ég svo mikið að þakka. Lengi var ég búin að kvíða því að missa ömmu og afa og mikill var söknuðurinn þegar afi minn dó fyrir tveimur árum síðan. En ömmu átti ég þó enn, þess vegna er tómleiki innra með mér núna, því þau eru bæði farin. Ég gleðst samt fyrir ömmu hönd. Hennar starfi hér á jörð er lokið og hún var tilbúin að kveðja. Hún var aldrei aftur söm eftir að hún missti afa. Eitthvað slökknaði í lífi hennar þá, það sáu allir. Þess vegna gleðst ég hennar vegna, því nú veit ég að hún hefur hlotið gleði sína á ný, laus við söknuð, veikindi og annað er hrjáði hana. Hún var södd lífdaga. Við sem eftir erum höfum minningarnar og ég skynja svo vel hversu dýrmætar siíkar minningar eru nú þegar amma og afi eru ekki lengur hjá okkur. Þegar ég læt hugann reika yfir liðin ár, þá leitar hugurinn alltaf mest á Háteigsveginn, þar sem þau bjuggu fyrst eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Mér finnst ég ennþá geta skynjað hlýjuna og jafnvel lyktina sem mætti mér. Alltaf man ég þegar ég hringdi bjöllunni og beið eftir að sjá skugga við innri dyrnar og svo kom amma og bauð mér inn. Ef enginn skuggi birtist átti ég það til að finna opinn glugga og skríða þar inn, ég vissi að amma yrði ekkert reið. Á meðan ég beið eftir að einhver kæmi heim, leiddist mér aldrei, því amma átti skáp og í honum voru bæði púsluspil og kubbar og svo voru líka bækur inni í svefnherbergi. Og svo gat ég líka spilað mörg lög með einum putta, á orgelið. Ég fékk oft að sofa hjá ömmu og afa. Ég man friðinn sem ríkti þar á kvöldin, hljóðið í prjónun- um hennar ömmu og tikkið í borðstofuklukkunni, allt var þetta hluti af örygginu sem ég fann þarna. Það var gott að sofna út frá hálfgerðu hvísli þeirra, er þau lásu dagblöðin. Þegar ég vaknaði eftir góða hvíld, þótti mér alltaf jafn gaman að sjá ömmu flétta hárið sitt af mikilli snilld. Þegar ég gifti mig og var sjálf orðin húsmóðir, voru þau flutt á Þingholtsbraut í Kópavogi. Þangað gat ég glöð farið með fjölskyldu mína, því ég var stolt af ömmu og afa. Amma mín var mér og er ímynd hinnar fullkomnu ömmu. Fjölskylda hennar var henni allt, fyrst og fremst afi, svo börnin og afkomendur þeirra. Hún fylgdist með heilsu þeirra og bað fyrir öllu sínu fólki á hverju kvöldi. Umhyggja hennar fyrir öðrum var augljós. Frá því að ég man eftir mér, prjónaði hún alltaf af kappi. Engan í fjölskyldunni skorti lopasokka á mcðan hún gat prjónað þá. Amrna var full af hlýju, kærleika og ástúð. Hún hafði yndi af því að hafa sína í kringum sig og þjóna þeim. Hún átti alltaf með kaffinu, það varð að vera til fyrir alla hennar gesti. Og þegar hún sjálf gat ekki bakað lengur, sáu dætur hennar eða dætradætur um að hún ætti alltaf eitthvað í boxunum sínum. Þær vissu hvað þetta var henni mikils virði. Ekki má gleyma jólakökunni sem oftast var til, sérstaklega fyrir afa. Aldrei heyrðist amma kvarta og þegar afi veiktist, þjónaði hún honum og sinnti, þótt sjálf væri hún farin að lýjast. Aldrei sá ég á henni mæðusvip eða að hún segðist þreytt. Nei.hún átti alltaf bros og glettnisglampa í augum. Ég er svo innilega þakklát Guði fyrir þann tíma sem ég fékk að hafa ömmu mína og afa. Ognú veit ég að þau lifa glöð hjá Guði því þau áttu lífið í Honum og treystu Honum algjörlega. Árný Björg t Amma mín, Þorbjörg Blandon, gekk mér í móðurstað þegar móðir mín var ekki til taks. Hún var sú dæmigerða amma sem nú er æ sjaldséðari: homsteinn heimilisins, traust og góð, hjá henni var alltaf öruggt skjól. Hún kenndi mér að lesa, þolinmóð og skilningsrík. Ef ég þreyttist á lexíustagli og gerðist svartsýn sagði hún: „Þú ert bara svöng," og svo gaf hún mér að borða. Þegar ég kom með einkunnablaðið úr skólanum beið hún mín í glugganum, því hún vildi vita hvernig árangurinn hefði orðið. Amma var hin dæmigerða húsmóðir, gaf öllum að borða svo mikið sem þeir vildu, hvort sem um var að ræða dýr eða menn. Hún var síprjónandi og við prjónuðum saman þegar þurfti að líta eftir henni síðustu árin og hún tók þátt í uppeldinu á drengnum mínum þar sem hann skokkaði í kringum okkur. Það síðasta sem hún sagði við mig var setningin sem þau afi og amrna kvöddu mig alltaf með. 5 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.