Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1983, Blaðsíða 3
Unnur Olafsdóttir listamaður Það hefir dregist úr hömlu fyrir mér að stinga niður penna til að minnast frú Unnar Ólafsdóttur. En til hennar hefir hugur minn beinst, ekki síst sökum þess, að nafn hennar verður um alla framtíð tengt þjónustu í þeirri kirkju, er ég þjónaði um langt skeið. Allir dagar eiga kvöld. Stundum finnst mér heimurinn vera að deyja frá mér. Þeir, sem verið hafa skipsfélagar á siglingunni í „straum ltfsins", eru óðum að draga sig í hlé eða hverfa mér út fyrir sjónhringinn. Annað fólk kemur auðvitað í staðinn og fer sínu fram, eins og vænta má. Samt finnst mér, að sú kynslóð, sem við tekur, þurfi að fá nokkura vitneskju um þá, sem á ýmsum sviðum ruddu brautina eða mörkuðu stefnuna á ýmsum sviðum. Það er talað um, að 20. öldin hafi verið rneiri breytingatímar en a'ðrar aldir sögunnar. Um það er erfitt að fullyrða, þegar litið er á sögu allrar Vefaldarinnar - en satt ér þetta, ef miðað er við íslandsbyggð og sögu. Starf og saga kristinnar kirkju er fjölþætt, - og á hver þáttur þjóinustunnar sína sögu. Einnig sá er snýr að sjálfu helgihaldinu, guðsþjónustunni og búnaði kirkjunnar. Það er á þessu sviði, sem frú Unnur markaði spor í sögu íslensku kirkjunnar á þessari öld. Við, sem nú erum nær áttræðu. vorum alin upp við það að sjá prestinn fyrir altarinu skrýddan rauðum hökli með gullnum bryddingum og gyllt- um krossi. Þessi einfaldi skrúði orkaði á barnshug- ann með sama hætti og óræð tákn verka á fólk, sem móttækilegt er fyrir slíkri skynjun. En hvernig stóð á þessum skrúða, sem alltaf var af nákvæmlega sömu gerð og sama lit? Er skammst af að segja.'að um miðja 19. öld var orðinn svo mikil! glundroði í gerð messuskrúða í Danmörku, að kirkjustjórnin þar tók af skarið og fyrirskipaði samskonar skrúða í öllum kirkjum árið um kring. Islendingar tóku upp sama sið. En hugsun mannsins stendur aldrei í stað Og svo fór. að innan kirkjunnar vaknaði aftur óskin um fjölbreyttari táknmyndir á skrúða presta og búnáði kirkna. Kirkjuskrúði er ekki sama sem skraut. heldur talandi tákn. fslenska þjóðin hefir verið gjöful á hluti til hdgihalds, en því miður hefir listasmekkur verið á reiki og þekking á helgitáknum stopul. Því hefir góðum vilja oft verið fylgt eftir með smekkleysum og ólistrænum hlutum. Allt fram á síðustu ár hafa verið fluttir inn leiðinlegir höklar, sem að mínum dómi eru hundrað sinnum fátæklegri að gerð en hinir einföldu. dönsku höklar voru; þrátt fyrir allt. Hér kem ég að þeim þætti í lífsstarfi frú Unnar. sem snertir þjónustuna í kirkjunni. Hún gerði hæði messuskrúða. altarisklæði. altaristöflur og dúka af hinni fjölbreyttustu gerð og útliti. Frú Unnur gerði sér far um að nota íslenskt efni 1 listaverk sín, sem dæmi nefni ég altarisdúkinn í Bessastaðkirkju. sem ofinn er úr íslensku hör- garni. Sveinn Björnsson forseti lét rækta hör í •slendingaþættir tilraunaskyni og frú Rakel í Blátúni spann þráðinn, en frú Unnur gerði dúkinn. Hörgarn frá Bessastöðum notaði hún einnig, er hún saumaði hinn sérkennilega, sváíta hökul handa Hallgrímskirkju í Reykjavík. Sá hökull er aðeins borinn við messu á föstudaginn langa. Á honum eru myndir frá píslargöngu Drottins og upphafsversið í Passíusálmum séra Hallgríms. Þessa einstæðu gersemi gaf frú Unnur kirkjunni, ásamt manni sínum Óla M. ísakssyn.’ Enn eitt er vert að nefna, en það er notkun íslenskra skrautsteina. t.d. steina frá Glerhallarvík, er hún greypti í sum listaverk sín. Frú Unnur var mjög fróð um hið táknræna skáldamál kirkjunnar. Mér varð hugsað til granat- eplanna, sem eru stílíseruð í mynstri rauða ■ hökulsins í Hallgrímskirkju, - þegar ég var að borða slíkan ávöxt í föðurlandi frelsarans. -Tákn gróðursins, - í umgerð hins rauða litar, sem minnir bæði á eld andans og blóð píslarvottanna. Frú Unnur hafði ekki aðeins látið sér nægja að lesa sér til um táknmál kirkjunnar, heldur fór hún víða um lönd og sökkti sér niður í athugun á notkun þess í listmunum fortíðar og nútíðar. Utanlandsferðir hennar voru orðnar margar, oft til lækninga eða til spítalalegu, en hún lét ekki neina erfiðleika aftra sér frá því að kynna sér allt það, er við kom kirkjulegri list. Og þar var ekki • aðeins umþað að ræða, sem unnið var með nálinni, heldur hvers konar hluti aðra. Þar átti hún trúan sálufélaga, sem maður hennar. Nýlega leit íslenskur menntamaður sem snöggvast inn á heimili þeirra hjóna, „Þangað verð ég að koma aftur," sagði hann. „Það er eins og að koma inn í fegurstu kirkju,“ Svo mjög fannst þessum víðförla manni til um lístmuni þá sem prýddu heimilið að Dyngjuvegi 4. Frú Unnur lagði mikla áherslu á, að kirkjuleg list væri ekta, hvort sem um var að ræða listamanninn sjálfan eða efnið, sem hann vann úr. Um hæfni frú Unnar sem listamanns þarf ekki að deila. Hún lagði sál sína í hvert verk, er hún vann. Handbragð getur verið fagurt, án þess að hlutur sé listaverk, - en listin krefst ekki aðeins þess.að höndin sé hög, heldur hugurinn lífrænn, - og kirkjugripir eru ekki venjulegir skrautmunir. Frú Unnur var einn þeirra listamanna sem tekst að ná kirkjufólkinu til samfélags um tilbeiðsluna og boðskapinn. Og þó að hún, eins og aðrir listamenn, væri snortin af umhverfi, straumum og stefnum þá var hún sjálfstæð í túlkun sinni á þeirri hugð, er kristin trú hafði vakið í brjósti henni. „Verk þín eru gullvægt grjót en grimsteinn ertu sjálfur", kvað Ríkharður Jónsson um Einar Jónsson. Ekkert listaverk verður til án tengsla við anda höfundarins, ætt og uppeldi. umhvcrfi og reynslu. Þannig sjáum við aðdragandann að verkum frú Unnar í mörgu því, sem hún þáði að erfðum eða reyndi sjálf. Frú Unnur var af kunnum ættum, þar sem hugsunarháttur og skapgerð hafði mótast af höfðingsskap og þjónustulund samtímis. Guð- rækni og kirkjurækt kom fram í verki. Báðir afar hennar höfðu byggt kirkjur af eigin efnum. í ættinni ríkti það sem ég kalla jákvæða stór- mennsku, sem er ekki fólgin í því að sýnast ofar öðrum, heldur að vera í fremstu röð, þar sem unnið er af manndómi og ekkert til sparað. Þetta kom fram í öllum hugsunarhætti frú Unnar. Listhneigð var í báðum ættum. Nægir hérað nefna ritsnillinginn Sveinbjörn Egilsson. Og svo skilst mér á frásögn þeirra, er þekktu til búskapar hjá forfeðrum hennar í Kotvogi, að þar hafi forn og fáguð vinnubrögð borið vitni um listræna ná- kvæmni og smekk. Frú Unnur var fædd 20. janúar 1897 í Keflavík. Foreldrar hennar voru Ólafur Ásbjarnarson, kaupmaður, og kona hans, Vigdís Ketilsdóttir. ■ Kona Ásbjarnar var Ingveldur Jafetsdóttir gull- smiðs í Reykjavík, en hann var bróðir Ingibjargar konu Jóns Sigurðssonar forseta og bræðrabarn við ■Jón. Mun enn vera til e.itthvað af listmunum eftir Jafet. Ung að árum flutti frú Unnur til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum. í Reykjvaík ólst hún upp ásamt systkinum sínum. Svo undarlegt sem það kann að virðast, verða ýmiskonar örðugleikar oft til að hrinda listamönnum út á þá braut, er verður þeim til þroska. Á unglingsárum sínum þurfti Unnur til Kaupmannahafnar til læknisaðgerðar. Og þrátt fyrir alla örðugleika stundaði hún nám í Listiðnaðarskóla þar í borg í ein átta ár. Er skemmst af að segja, að námsafrek hennar þóttu svo frábær, að hún hlaut ein verðlaunin af öðrum, meðal annars ókeypis skólavist, Að loknu námi ra|c hún hannyrðaverslun í Reykjavík í mörg ár. Meðal þess, sem eftir hana liggur, eru fjölmargir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.