Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1983, Blaðsíða 4
Jóhann útgerðarmaður Faeddur 5. apríl 1920 Dáinn 13. okt. 1983 Undarleg eru örlögin og ætíð er jafn erfitt að sætta sig við það, þegar þeir eru hrifnir burt héðan, sem okkur þykir að enn eigi langa dagleið framundan, Með hryggð og söknuði kveðjum við nú Jóhann Þórlindsson, hinn góða drengskapar- og dugnaðarmann, kæran vin, sem kvatt hefur svo alltof skjótt, Ótrúlegt er það, hversu hinn voðalegi vágestur gát að velli lagt á svo skömmum tíma þennan ötula áhugamann, sem leiftraði af sannri lífsgleði og þrótti þess, sem ætíð sá hinar björtu hliðar lífsins og veitti bjarma vongleði, bjartsýni og atorku á báðar hendur. Veitull var hann öllum, vanda hvers og eins vildi hann leysa, lífsglaðari og Ijúfari manni hefi ég ekki kynnst, starfsorka hans var meðafbrigðum og að öllu var gengið með sama áhuganum og því hugarfari helst og fremst að vinna af kostgæfni og félagsfánar. Á síðari árum lagði nún mesta stund á gerð messuskrúða og aðra kirkjulega list. Síðast þegar ég átti tal við frú Unni, tjáði hún mér, að hún hefði í hyggju að halda nýja sýningu á verkum sínum. Gaman væri ef sú fyrirætlun kæmist í framkvæmd, þó að sjálf sé hún horfin af sjónar- sviðinu. Ævistarf frú Unnar var ekki unnið fyrir gýg. List henar er þegar orðin áhrifarík. Enginn veit hvaða stefnu íslensk list yfirleitt á eftir að taka. Margir fleiri eru nú farnir að gera. kirkjumuni á íslandi en átti sér stað fyrir svo sem hálfri öld. En lengi munu íslenskir myndlistarmenn geta notið hollra áhrifa af list frú Unnar, og þá ekki síður frá þeim anda, sem lýsti sér í þjónustu henar. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu nú síðastliðið vor, og var hún vel að þeim heiðri komin. Frú Unnur var skemmtileg kona í allri viðkynn- ingu, hressileg í máli „humoristi" út í fingurgóm- ana, hreinskilin og einlæg. Fas hennar var höfðing- legt, og enginn sá það á henni að þessi rösklegi og harðduglegi listamaður ætti í stöðugri styrjöld við erfiða sjúkdóma, uns yfir lauk. Sjálf lagði hún stund á sund og aðra líkamsrækt. Hinn 15. október 1921 giftist hún Óla M. ísakssyni fulltrúa, og áttu þau vel saman. Börn eignuðust þau ekki, en til þess var tekið hversu vel börn kunnu við sig hjá þeim. Frú Unnur stóð engan veginn ein uppi. Mér er ekki grunlaust um, að stundum hafi henni fundist þeir seinir að hugsa og framkvæma, sem helst skyldu njóta hennar handaverka. En þar er hún á sama bát og fjöldi góðra listamanna fyrr og síðar. Ég læt hér staðar numið. En áður en ég slíðra pennann, vil ég í einlægni bera fram þá ósk, að sá boðskapur, sem felst í verkum frú Unnar, megi festa sem dýpstar rætur í íslenskri þjóðarsál. Jakob Jónsson. 4 NG Þórlindsson alúð hvert það verk er að höndum bar. Hvergi var slegið af og af kappi sótt, hvort sem afli var dreginn úr djúpi sjávar, eða unnið við verkun hans í landi. Hann af aflasæll skipstjórnarmaður og sjómaður hinn b.esti. Slíkir menn eru kjölfesta hvers þjóðfélags. En lengst mun í minningu lifa mynd hins mæta mannkostamanns, sem með glitrandi gamansemi og hugþekkri hlýju bar hvarvetna með sér hinn virta vitnisburð hins góða drengs í þeirra orða sönnústu merkingu. Hann var prýðilega greindur og glöggskyggn á hlutina, ekki síst á allt það, er að sjávarútvegi laut. Þar talaði hann tæpitungulaust af ærinni þekkingu þess, sem gengið hefur í gegnum þróunarsögu þessarar atvinnugreinar og unnið þar að hörðum höndum af einstakri ósérhlífni. Hann myndaði sér eigin skoðanir á málum og hélt þeim fram af kappi og lipurð um leið. Greiðamaður var hann svo af bar og hjálpsemi hans við náungann virtist eiga sér fá takmörk. Þéttur á velli og þéttur í lund gátu gjarnan verið orð er áttu við við Jóhann Þórlindsson. Jóhann var fæddur 5. apríl 1920 að Hvammi í Fáskrúðsfirði. Hann var sonur þeirra mætu hjóna Guðlaugar Magnúsdóttur og Þórlindar Jóhanns- sonar, er þar bjuggu lengi, en fluttust inn á Búðir 1942. Þar kynntist ég þeim nokkuð og þar var kjarnafólk á ferð og vel man ég hina geislandi hlýju Guðlaugar og eldhugann Þórlind. Systkini Jóhanns voru 10 og eru 7 þeirra á lífi, dugmikið atgervisfólk. Jóhahn ólst upp við öll algeng störf, og varð snemma bráðger atorkumaður. 14 ára gamall fór hann að stunda sjóðróðra ásamt bróður-sínum og sjórinn varð starfsvettvangur hans lengstum. 22ja ára fluttist hann inn að Búðum og 17. janúar 1944 kvæntist hann Málfríði Þóroddsdóttur frá Víkur- gerði í Fáskrúðsfirði. Mágkona rnín er óvenjuvel gerð kona og var þeirra hjónaband til fyrirmyndar. 1947 fluttu þau til Háfnarfjarðar og þar voru þau í 11 ár. Jóhann var stýrimaður á bátum Jóns Gíslasonar allan þann tíma, en síðan flytjast þáu að Vogum á Batnsleysuströnd og þá eignast Jóhann sinn fyrsta bát, gerir hann út og er sjálfur skipstjóri. Þar er fjölskyldan í 8 ár, en þá flytjast þau til Keflavíkur. þar sem Jóhann stundar útgerð áfram og síðar fiskverkun einnig. í Kcflavík eru þau í 12 ár, en flytja svo til Reykjavíkur og þar rekur Jóhann útgerð og fiskverkun af því inikla kappi, sem honum var eiginlegt. Börn þeirra hjóna eru 8 og það er mannkosta- fólk mikils dugnaðar og góðra hæfileika. Þau eru: Guðlaugur, kona hans er Geirdís Torfadóttir, Þórlindur. kona hans er Jóhanna Valdimarsdóttir, Arnar Þór, kona hans er Jónína Guðmarsdóttir, Jónína Sjöfn, eiginmaður hennar er Hreggviður Sigvaldason. Þau búa öll í Keflavík. Smári búsettur í Höfnum, kona hans er Lára Magnús- dóttir, Gunnar, nú í Danmörku, kona hans er Áshildur Kristmundsdóttir, Friðjón, kona hans er Sjöfn Jónsdóttir og Magnús, kona hans er Þor- björg Samsonardóttir. Þeir Friðjón og Magnús búa í Reykjavík. Barnabörnin eru orðin 22., Það þurfti dug og þrek að koma upp svo stórum barnahópi, en það hlutverk ræktu þau hjón af stakri prýði, þó oft væri ekki mikill auður í.garði. Náin og sterk urðu því fjölskylduböndin, enda heimilislífið mcð ágætum. Og nú er að kveðju- stund komið. Við hjónin og þá kona mín alveg sérstaklega, minnumst hinna mörgu góðu stunda, sem við áttum með honum, minnumst heimilis- föðurins góða, sem átti þennan sanna tón að gefa, sem gladdist með glöðum og átti svo heitt hjarta og hlýja lund. Það er ríkur þáttur í lífsláni hvers og eins að mega kynnast og eiga að vini slíkan öðling, sem Jóhann var. því er mynd hans svo hugum kær í hinum sára söknuði. Við sendum systur og mágkonu, börnum og öllumástvinum öðrum einlægustu samúðarkveðj- ur. Megi verndarhönd kærleikans vaka yfir ykkur í harmi ykkar nú og ofar sorgarsorta er minningin ■ mæt og góð, sem mildar og sefar. Blessuð sé sú bjarta minning Jóhanns Þórlindssonar. Helgi Seljan. Leiðrétting í íslendingaþáttum 26. okt., 40. tbl. féllu niður nokkrar línur í minningargrein um Matthildi Kristófersdóttur. Þar er vitnað í ljóð frænda eiginmanns Matthildar, en þar fyrir framan átti að standa: Ég veit að það tjáir betur en eigin orð hvað ég og fjölskylda mín vildum segja við hana, er við minnumst elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.