Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1983, Blaðsíða 2
Guðmundur Árnason, yfirlæknir, Akranesi Þitt er meimlað afl og önd eigirðit fram að bjóða livassan skilning, liaga hönd, hjartað sanna og góða. St.G.St. Andlát Guðmundar Arnasonar kom vinum hans ekki á óvart; þeir höfðu lengi fylgst með hinum ójafna lcik og orðið vitni að því. hvernig mannlcg reisn fær haldist, þrátt fyrir þjáningar og dauða. Leiðir okkar Guðmundar lágu saman þegar ég varð lyfsali á Akranesi. Vegna starfs míns hlaut ég að hafa af honum nokkur kynni, en vera okkar heggja í Rótarýklúbbi Akraness stuðlaði að enn nánari kynnum, og við hjónin eignuðumst í þeim Guðmundi og Stellu einlæga vini. Guðmundur Árnason var ákaflega eftirminni- legur maður í sjón og raun. Myndarlegur á velli. lítið eitt lotinn í herðum á síðari árum, jarpur á hár og fríður sýnum. og frá augnaráði hans stafaði óumræðilegri hlýju. Hann var mikils metinn af starfsbræðrum sínum, og margir læknakandídatar og stúdentar litu á hann sem sannan höfðingja í læknastétt. enda hafði hann til að bera alla þá kosti sem lækni mega prýða. Hann var framúrskarandi skýr í ályktunum. nákvæmur og þolinmóður, og um- hyggja hans fyrir sjúklingunum var takmarkalaus. Enda þótt lærdómsferill Guðmundar væri langur og glæsilegur, varð hann þó aldrei viðskila við uppruna sinn, og heilbrigðri dómgreind sveita- drengsins hélt hann til æviloka. Það er sagt að vegir Guðs séu órannsakanlegir, og víst er um það, að okkur eru hulin rökin fyrir mannvirðingum og að eðlisfari var hann hlédrægur og skipti sér ógjarnan af málum, sem snertu hann ekki beint. En traust manna hafði hann og komst ekki hjá ýmsum trúnaðarstörfum. Þannig sat hann um tíma í Hreppsncfnd Eyrarbakkahrepps og lengi í stjórn sjúkrasamlagsins og var jafnframt forstöðumaður þcss. Hann var lengi í forustusveit Bárunnar á Eyrarbakka, sem er með elstu verka- lýðsfélögum landsins. Ólafur var vel á sig kominn bæði andlega og líkamlega. Hann var hár vexti, þrekvaxinn og sterkur vel. Vandvirkur í öllum störfum og snyrtimenni hið mesta. eins og best kom fram í öllum skýrslum og verkum, sem hann vann sjálfur eða hafði umsjón með. Hann hefði getað lært hvað sem var hefðu ytri skilyrði verið fyrir hendi. Stjórnsamur vel. hjartahlýr og umhyggjusamur. en frekar fáskiptinn í umgengni. Undir niðri var hann skapheitur og ör í lund, en hafði gott vald á tilfinningum sínum. Þótt fundum okkar Ólafs bæri ekki oft samán síðustu áratugina, breytti það engu. Glampinn í augum hans, hlýtt handtak og vinsamleg orð yljuðu manni um hjartaræturnar og báru vott um þá tryggð, sem fjarlægð í tíma og rúmi fær ekki breytt. Ég átti góðar endurminningar um sam- starfið við hann, sem ekki sló fölva á, þótt árin liðu og langt væri milli endurfunda. Og aldrei verður myndin skýrari um góða samferðamenn, en þegar leiðir skilja að fullu. Þá er svo margs að minnast og margt að þakka. Ólafur var ætíð heilsuhraustur, en á miðju .ári 1982 fékk hann hjartaáfall. sem ekki reyndist unnt að lækna. Var hann eftir það mikill sjúklingur og dvaldi lengst af á sjúkradeild Grundar í Reykjavík við góða umhyggju starfsmanna þar. Þrátt fyrir veikindin var viðmótið hið sama og minnið trútt. Hann sagði mér þar frá námsferð'sinni í Hrað- frystihús H.B. & co á Akranesi. er hann gerðist verkstjóri í frystihúsinu á Eyrarbakka 1944. Hann hafði frétt að þar væri mvndarlegt og nýtískulegt frystihús og verkstjórinn í því. Lýður Jónsson. sá besti í landinu. Hann varðekki fyrir vonbrigðum með námsferð þessa og kunni góð skil á mönnum þeim. sem hann kynntist á Akranesi, Með Ólafi E. Bjarnasyni er fallinn sterkur stofn. Maður mikillar gerðar. manndóms og drengskapar. Ævistarfið var langt og oft erfitt. Baráttan hörð og miskunnarlaus á erfiðum tímum. Sorgir lífsins sveigðu heldurekki fram hjá honum. Hann sá á eftir konu sinni. þremur sonum og tveimur barnabörnum. mjög fyrir aldur fram. Það var viðkæmum manni þung raun. En lífstafl sitt vann hann. svo ekki verður um villst. Besti vitnisburður þar um, er hinn myndarlegi barna- hópur frá Þorvaldseyri, sem hefur dreifst í hin ýmsu störf í þjóðfélaginu. Börnin hans mörgu og tengdabörnin. börn þeirra og barnabörnin. munu lengi minnast hins umhyggjusama og góðviljaða ættföður. Samferðamennirnir kveðja hann með þakklæti og virðingu. Dan. Ágústínusson. því að annar eins kvistur og Guðmundur Árnason skyldi vera svo fljótt af höggvinn.'meðan við hin, sem svo miklu minna var lagt í erum eftir skilin. Og hlutur okkar getur ekki orðið meiri en að kveðja hann hinstu kveðju - með sárum trega. Stefán Sigurkarlsson Kveðja frá Rotaryklúbbi Akraness. Guðmundur Árnason hóf Störf sín sem yfir- læknir við sjúkrahúsið á Akranesi á árinu 1973. I apríl 1974 gerðist hann félagi í Rotaryklúbbi Akraness og var félagi í honum til æviloka. Hann var forseti klúbbsins starfsárið 1981-'82 og nokkr- um árum áður gegndi hann ritarastörfum. Þjónustuhugsjónir Rotary féllu vel að lífs- skoðun Guðmundar Árnasonar. Hann var frá upphafi mjög virkur í starfi klúbbsins - traustur og skyldurækinn félagi - þar til hann varð að leggjast inn á sjúkrahús í mars s.l. Mér cr Guðmundur sérstaklega minnisstæður frá árinu. sem hann gegndi störfum forseta. Hann tók upp ýmsar nýjungar svo félagslífið yrði fjölþættara og skemmtilegra og lagði áherslu á að sérhver félagi fyndi verkefni við sitt hæfi og hefði sem mesta ánægju af veru sinni í klúbbnum. Hann átti sér drauma um enn meiri nýjungar, hvort sem þær komast í framkvæmd eða ekki. Guðmundur var alltaf reiðubúinn til að takast á hendur ferðalög með klúbbnum eða fyrir hann og vinna önnur þau störf. sem hann taldi klúbbnum til eflingar. Það var honum brennandi áhugamál að sem mestur árangur næðist í félagslífinu og starfið yrði mikið og vaxandi. Á glæsilegu heimili sínu hélt hann oft klúbbmót. þar sem rædd voru ýms innri mál klúbbsins og ákvarðanir undirbúnar fyrir almenna fundi. Klúbbmót þessi voru okkur öllum. sem þau sóttu. miklar ánægjustundir. Þar bar margt á góma og gestrisnin var mikil og alúðleg hjá þeim hjónum báðum. í Rotaryklúbbnum flutti hann af og til erindi eða las. upp valið efni. Allt var þetta sérlega vel undirbúið og smekklega gert. Kemur mér m.a. í hug erindi. sem hann flutti fvrir nokkrum árum á fundi í Rotary. sem haldinn var með heimilisfólk- inu á Dvalarheimilinu Höfða og fjallaði um ævikvöldið og þau vandamál.sem því eru samfara. Þar kom fram mikil þekking og næmur skilningur á þörfum hinna eldri borgara. Allt til hins síðasta fylgdist hann vel með störfum Rotary og ræddi við okkur félaga sína, sem litum inn ti) hans á sjúkrahúsið. um starfið í klúbbnum. Rotaryklúbbur Akraness vill að leiðarlokum . þakka Guðmundi fyrir mikil og góð störf í þágu klúbbsins, vináttu og ágæta forustu. Við félagar hans hörmum allir að sjá á bak þcssum hógværa og góða félaga og mikla mannkostamanni, svo langt um aldur fram. Við flytjum Stefaníu. drengjunum og öðrum vandamönnum einlægar samúðarkveðjur. Dan. Ágústínusson. íslendingaþaettir 2

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.