Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1983, Blaðsíða 7
75 ára Ólafur Sveinsson bóndi í Stóru-Mörk Ólafur Sveinsson. bóndi í Stóru-Mörk varð 75 ára 30. október s.l. Hann er fæddur að Dalskoti í Vestur-Eyjafjallahreppi, 30. október 1908. For- eldrar hans voru Guðleif Guðmundsdóttir og Sveinn Sveinsson, sem var góður búhöldur. Hann andaðist árið 1930en Guðleif náði aðverðaníræð. Arið 1923 fluttu (rau hjónin með börnin sín, sem urðu tíu talsins frá Dalskoti að Stóru-Mörk, einum af vestustu bæjunum í Vestur-Eyjafjalla- hreppi. Stóru-Merkurbæirnir þrír standa hátt og horfa reisulegir vel viö sól. Gestrisni er mikil í Merkur hverfinu og margur velferðarsopinn var þar drukkinn þegar Fjallamenn fóru og komu af afrétti og ferðamenn fóru enn á hestum inn í Þórsmörk. Það var skemmtilegt að koma og dvelja í Stóru-Mörk og blanda geði við hinn giaðlynda systkinahóp, sem dvaldi í foreldrahús- um fyrir stríð. Hinir hversdagslegustu atburðir urðu yrkisefni. kryddaðir hnyttnum ,.húmor“. Helgi Sæmundsson. rithöfundur og skáld kom síðar sem ungur drengur inn í þennan selskap og sómdi sér þar vel. Ahyggjur og armæða átti þar ekki heima. enda hafði þá enginn heyrt nefnda verðbólgu né vísitölubætur og menn voru varla komnir svo langt í menningunni að kunna al- mennilega að berja sér, eða að minnsta kosti gerðu það ekki. Heimilið hennar Guðleifar í Stóru-Mörk var traust oggott. Þar var mikið unnið. mikil ráðdeild og hagsýni, staðið vel í skilum við alla og hvers manns bón leyst með vinsemd og gleði. Þá má minna á enn einn þátt í störfum Þórhalls sem er ökukennslan, er hann stundaði um langt árabil. Meðal annars nutu margir nemendur skólans staðgóðrar kennslu hans í þessu efni og gera enn eftir því sem þeir hafa aldur til. En þrátt fyrir fjölþætt verkefni í dagsinsönn, hefur Þórhall- ur jafnan gefið sér tíma til að sinna félagsstörfum, enda er hann félagslyndur og mannblendinn í besta lagi. Meðal annars var hann lengi formaður í flugbjörgunarsveit byggðarlagsins, mjög virkur í hestamannafélaginu Sindra og í mörgum öðrum samtökum. Þá hcfur hann lcngi verið áhugamaður um bridge og oft tekið þátt í spiiakeppnum heima fyrir og á fjarlægari slóðum. Nú hefur Þorhallur að mestu hætt störfum við smíðar, enda hcfur heilsa hans ekki verið svo góð sem fvrrum hin síðustu ár. En ökukennslu stundar hann sem fyrr og er nemendahópur hans orðinn talsvert stór. Er það von okkar að hann megi halda heilsu og stunda störf sín og áhugamál enn um langt skeið. Á þessum tímamótum vil ég senda vini mínum Þórhalli, Elínu, dætrum þeirra ogöðru vandafólki hjartanlegar heillaóskir í tilefni dagsins frá mér og fjölskyldu minni með einlægri þökk fyrir áratuga kynni og trausta vináttu. Megi gæfan ætíð vera honum hliðholl. Jón R. Hjálmarsson. Guðleifu húsfreyju í Stóru-Mörk gleymir enginn, sem henni kynntist. Hún var leitandi í andanum, vel skyggn á hinar broslegu hliðar tilverunnar. Las húslestrana með reisn og innlifun, og beitti þá röddinni, eins og áður var siður, - með söngtónum. En sá rómur fylgdi góðum Guðsorða- lestri á árum áður ásamt því að draga seiminn. Annan lestur las hún hátt með hressilegum brag og hummaði á þar sem feitt var á stykkinu. Hló björtum og hvellum hlátri þegar gamanmál komu við sögu og þá kom hýruglampi í augun á húsfreyjunni í Mörk, svo vel las hún eftir efninu. að líkast var að hún hefði lært framsögn. Guðleif andaðist fyrir fimmtán árum og hélt andlegri reisn til dauðadægurs. Óláfur Sveinsson ólst upp ágóðu heimili og ber þess merki. Hann varð snemma sterkur og stæltur. íslcnska glíman varð uppáhaldsíþróttin, sniðglíma á lofti uppáhalds bragðið og sigursælt. Máttu menn biðja fyrir baki sínu og rassi þegar Ólafur var búinn að koma á þá því bragði. Þrisvar sótti hann verðlaun fyrir fegurðarglímu út að Þjórsártúni og einu sinni Skarphéðinsskjöldinn og í það sinnið kom glímukóngurinn einnig með verðlaun fyrir fegurstu glímuna. Ólafur hefur aldrei verið orðaður við bolabrögð. Ungur fór Ólafur Sveinsson til sjóróðra til Sandgerðis og Vestmannaeyja og þóttu rúm hans vel skipuð, hvort heldur bcitt var bjóð eða greitt úr netum. Fékk góð „pláss". þeir voru mann- þekkjarar vélbátaformennirnir í Vestmannaey- jum. Ólafur cr ágætur smiður, byggði meðal annars tvær vörugeymslur fyrir Kaupfélag Rangæinga. Léði mörgum hagar hendur af hjálpsemi og aldrei hefur hann fcngið orð fyrir að vilja skara eld að sinni köku, cða lofa upp í ermina á sér. Svcitungar hans og samflokksmenn fóru fljótt að kjósa hann til hinna ýmsu trúnaðarstarfa. I skólancfnd Skógaskóla var hann frá stofnun til skamms tíma. Lengi í skólanefnd barnaskólans. í stjórn Kaupfélags Rangæinga og formaður stjórn- ar í fjögur ár. Lengi í sveitarstjórn Vestur-Eyja- fjallahrepps. Fyrst kosinn í hana 1934 það var í fyrsta sinn sem fólki var ckið á bílum til að sækja kjörstaö í Vestur-Eyjafjallahreppi. Niðurgrafinn vegurinn austur að Heimalandi lá með görðum frá Seljalandi. Stuðningsmenn Ólafs í Mörk óku hratt með atkvæöin aftan á vörubílspalli og flautuðu á þá, sem illa voru ríðandi. Þetta var á þeim árum þegar svo margir höfðu logandi áhuga á pólitíkinni. í sýslunefnd var Ólafur kosinn 1946 og verið formaöur fjárhagsnefndar lengi og hefur sinnt því starfi af sanngirni og velvilja. Hann hefur lika lengi verið markavörður í Rangárhéraði og fækt það nákvæmnisverk vcl og vandvirknislcga. Slysa- varnarmál eru honum hugstæð. 1 Ijónin í Stóru- Mörk hafa um áratugi sýnt kirkjunni sinni i Stóra-Dal mikla ræktarsemi og sungið þar Guði til dýrðar. Ólafur starfaði lcngi og vel i Ung- mennafélaginu Trausta og er þar nú hciðiirsíélagi. Eiginkona Ólafs Sveinssonar er Guðrún skáld- kona Auðunsdóttir frá Dalsseli. Á heimili foreldra hennar Guðlaugar Helgu Hafliðadóttur og-Auð- uns kaupmanns Ingvarssonar ríkti menningar- bragur. Músík var þar í hávegum höfð. í Dalsseli voru til margs konar hljóðfæri. Annars staðar í Eyjafjallasveit mun eigi hafa verið til píanó. Systir Guðrúnar, Ingigcrður spilaði a harmoniku á dansleikjum svo og Leifur og Valdimar vítt og breitt um Suðúflandsundirlendið. Auðunn kaup- maður var hagyrðingur góður og var brautryðj- andi í bílaútgcrö í Rangárvallasýslu. Guðrún skáldkona í Mörk er mikil heiöurs- kona, sem hugsar fallega til samfcrðamanna sinna. Háttprúð og hlý og bcr það fas. sem virðingu vckur. í íjóðum hennar ilmar jörð heimabyggðarinnar og „lind og lækur hlær." 1 lún málar mannlífið björtúm litum. óháð klukku og kvöðum hversdagsins. Stóru-Markarhjónin eiga eina dóttur cfnilega. Áslaugu að nafni, sem gift er Ólafi Auðunssyni frá Yzta-Skála, hann er húsasmíðaméistari og verktaki í Reykjavík. Alla búskapartíð - Ólafs og Guðrúnar hefur . Eymundur Sveinsson búið með þeim hjónum, einstakur drengskaparmaður. Mikill dýravinur og nærfærinn viö búsmalann. Hlýjar óskir streyma að Stóru-Mörk í dag. svo margir hafa gildar ástæður til að þakka þessuin gæfuríku hjónum fyrir gamalt og gott. Vissulega eru gamlir og nýir sýsh’' fndarmenn í hópi þeirra sem koma vilja kveðjum og árnaðaróskum austur yfir Fljótið. I’álmi Eyjólfsson íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.