Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1983, Blaðsíða 8
80 ára Ottó Þorvaldsson frá Svalvogum Sumar eitt fyrir nokkrum árum vorum við á fcrð á Vestfjörðum. Ferðinni var heitið á fremsta hluta skagans milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Pang- að hafði reyndar allá tíð veriö ófært á bíl en árið áður var ruddur þangað vegursem h ékk einmana- lega utan í Ófæruhlíðinni .þar scm hún steypist snarbrött í sjó fram. Á skagatánni voru hér áður fyrr tvö býli, Höfn og Svalvogar, og hjónin sem lengst af bjuggu á Svalvogum. höfðu nú komið sér upp sumarbústað í Höfn. Þessi hjón, Ottó Þorvaldsson og Magnea Símonardóttir voru þá einmitt stödd í Höfn að verja þarna sumardögunum á æskustöðvunum. Hjá þessum hjónum fengum við húsaskjól í viðkunnanlegum sumarbústaö þeirra. Mér cru þessir fáu sumardagar minnisstæðir. Staddur á.einu af annesjum landsins frammi fyrir hinu mikla úthafi þar sem vetrarvindarnir eru hvað óblíöastir og engin vörn er fyrir vestanáttinni en sólin vermir svo á björtum sumardegi að jafnast á við veru á baðströnd í sólarlöndum. En það sem gerði dvölina þarna enn áhrifaríkari var að hafa þarna með sér hjón. sem mest alla búskapartíð sína höfðu búið í Svalvogum, háð lífsbaráttuna við óblíð skilyrði með úfið úthafið á aðra hönd en snarbratta fjallshlíðina og skriöurnar á Itina. Þarna höfðu þau alið upp myndarlegan barnahóp. 12 börn, og mcð unað hag sínurn vel. Þó var einarigrunin slík aö illfært var til byggða. nema á bát. Þó lending mætti kallast góð, varð hún erfið ef kulaði að vestan. og fljótlega ófæft. en urðin undir fjallinu slík að lítið er um graslendi eða eins og Ottó segir í æskuminningum sínum: „Þar var varla hægt að rista álnarlanga torfu". Tckjur Ottós, af þvf að gæta vitans. komu sér því vel. Ottó gekk með okkur um nesið og kunni frá mörgu að segja. Þarna þekkti hann hvern stein og allt átti sér sína sögu. Meðan árabáturínn var stórvirkasta tækið til þess að draga björg í bú, sóttu mcnn fram á ncsin. þaðan sem styst var að róa á miðin. Þá var stundum mannrriargt í Svalvogum. En þcgar vélbáturinn kom. skipti vegalengdin ekki eins miklu máli. en hafnarað- staðan varð því meira áríðandi. Þá fluttist fólkið frá hinum hrjóstrugum an- nesjum. Það var eins og að upplifa sögu þjóðarinnar að ganga meö Ottó um þessar æskuslóðir hans og hlusta á hann segja frá hvernig allt hafði breyst. Þetta afskekkta, eyðilcga nes. varð eins og lifandi undir fótum okkar. f leiftursýn skynjuðum við sögu staðarins. Það er sagt að umhverfi og aðstæður ntóti skaphöfn og lyndiseinkunn manna. Nábýlið við úfið hafið þar sctn fjallatindarnir gnæfa við himinn. þar sem mætast svalir úthafsvindar og míldur fjallaþeyr, meitlar viðmót manna og við- horf þeirra til lífsins. Maður þarf ekki lengi að ræða við Ottó til þess að finna áhrif landslagsins og lífsbaráttunnar. Maðurinn er rólegur og yfirvegaður, fastur fyrir en lilýr og bjartur í viðmóti. Á þessum afskekktu stöðum hefur margt af- reksverkiö verið unnið við að draga björg í bú. Stundum finnst mér hljóti einfaldlega að hafa verið afreksverk að lifa og halda velli. En hetjur hvcrsdagslífsins eru ekki þær hetjur sem menn dá ■á sjónvarpsskjánum. Af mörgum afreksverkum fara engar sögur. En ef steinarnir fengju manna mál, yrðu sjálfsagt margir undrandi. Þessum fáu orðum var aldrei ætlað að lýsa ævi Ottós Þorvaldssonar og konu hans Magneu. Ottó hefur sjálfur ritað æviminningar sfnar og nefnir þær Svalvogar. Nafnið eitt segir mikið. Það er ekki bara nafpið á bænum utan í fjallshlíðinni, heldur segir það líka nokkuð um ævina sem þar var lifað. Þessum orðum var hins vegar ætlað að færa hjónunum hugheilar afmæliskveðjur. Þessvildiég óskað að: „sá sem stýrir hnattaher og himins gætir stjórnarlaga" færi þeim fagurt ævikveld. Að þau megi við yl minninganna þurrka svitann af enni sér. láta þreytuna líða úr skrokknum, sátt við allt og alla og sjá að þau hafa gengið til góðs, götuna fram eftir veg. Sagan af fólkinu sem þannig lifði, þannig starfaði og barðist, hlýtur að verða börnunum. sem eru að vaxa úr grasi, endalaust ævintýri. Á meðan þjóðin týnir ekki arfinum frá þessu fólki. á meðan unga kynslóðin veit og man að þannig var einu sinni lifað í þessu landi. hlýtur framfíðin að vera björt. Aftanskin fortíðarinnar getur styrkt geisla rís- andi sólar framtíðarinnar þannig að geislarnir eflist. Þar í er auður arfleifðarinnar fólginn. Guðmundur G. Þúrarinsson. Þeir sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar / í Islendingaþætti eru vinsamlegast beðnir að skila vélrituðum handritum Islendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.