Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1983, Blaðsíða 6
Ólafur Ragnar Guömundsson frá Stóra-Saurbæ Fæddur 24. mars 1916 Dáinn 10. júní 1983 Hinn 18. júní s.l. var til moldar borinn að Kotströnd í Ölfusi, Ólafur Ragnar Guðmundsson bóndi í Stóra-Saurbæ. Hann var faeddur í Reykjavík hinn 24. mars 1916 og var elsti sonur hjónanna Jóhönnu Sigur- jónsdóttur og Guðmundur Ólafssonar. Fluttist hann ársgamall með foreldrum sínum að Ósgerði í Ölfusi og þremur árum seinna að Stóra-Saurbæ í sömu sveit, þar sem heimili Ólafs var síðan. Þegar Guðmundur faðir Ólafs lést, árið 1946 tóku synirnir við búsforráðunvásamt móður sinni og var samheldni þeirra og samvinna alltaf með ágætum. Ölafur starfaði með búskapnum að ýmsum tilfallandi störfum í Hveragerði og Ölfusi. Hann var til þeirra starfa sem annarra samvisku- samur og duglegur. Ólafur tók all mikinn þátt í félagsstörfum. Hann var í sóknarnefnd Kotstrandarsóknar um árabil, stofnfélagi í Ungmennafélagi Ölfushrepps (sem nú heitir Umf. Hveragerðis og Ölfuss) og nokkur ár í stjórn þess. Þá var hann fjallskilastjóri síðustu árin. Hinn 10. janúar 1971 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Halldóru Þórðardóttur og tók hún við heimilishaldi í Saurbæ en tæpu ári áður lést Jóhanna móðir þeirra bræðra, þá 91 árs að aldri. Sonur Halldóru frá fyrra hjónabandi, Friðrik, byggði sér síðan íbúðarhús að Saurbæ og býr hann þar með konu sinni Ólínu og tveimur ungum dætrum, sem eru sannkallaðir sólargeislar á báðum heimilum. Söngur var alltaf í hávegum hafður í Saurbæ. Bræðurnir hlutu í arf frá foreldrum sínum af- bragðsgóðar söngraddir og voru þeir oft fengnir til að syngja á ýmsum félagasamkomum í byggða- laginu. í meira en 45 ár var Ólafur starfandi félagi í kirkjukór sem fyrst söng við vígslu Kotstrandar- kirkju og síðar samkórs sem séra Ólafur Magnús- son stofnaði. Kór þessi hélt söngskemmtanir í nærliggjandi sveitum við góðan orðstfr.Árið 1946 var enn á ný blásið að glóðum sönglífs þegar núverandi kirkjukór var formlega stofnaður að tilhlutan Sigurðar Birkis söngmálastjóra Þjóð- kirkjunnar. Ólafur var mjög góður tenór, fljótur að læra og lagviss. Hann var stoð og stytta sinnar raddar í kórnum og ósjaldan mætti hann einn tenóra til söngs á kirkjuloftinu og lauk því jafnan með ágætum. Ekki voru margar þær kirkjulegu athafnir sem Ólafur tók ekki þátt í með söng sínum allan þann tíma er hann starfaði að söngmálum í sókninni. Kórfélagarnir senda honum hjartans þakkir fyrir ógleymanlegar samverustundir og ómetan- lega kynningu. Við minnumst sérstaklega ánægju- legra stunda í Stóra-Saurbæ. Þar ríkti sérstakur andi og sannkölluð sönggleði, sem Óli, en svo kölluðum við hann ætíð, átti ekki hvað minnstan þátt í. Minningin lifir um góðan dreng og traustan félaga. Deyr fé, deyja frœndur, deyr sjálfur hið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Úr Hávamálum. Hjörtur Jóhannsson Guðmundur Baldvinsson bóndi Hamraendum, Dalasýslu gæddur að vera höfundur ljóðs og lags, þegar við þurfti. 50 ár var hann kirkjuorganisti í sinni heimabyggð. Kynni okkar voru stutt, en góð, okkur varð strax gott til vina. Gagnkvæmur vilji vaknaði hjá okkur til að bera saman bækur okkar og ræða málin. Við fyrstu kynni varð þessi maður mér hugstæður, allt hans viðmót bauð uppá eftirtekt og nánari kynni. Þessi elskulegi maður bauð uppá vináttu, hlýju og bræðraþel. Svo sannarlega iífgaði hann upp á umhverfi sitt og gerði samverustundirnar skemmtilegar þó á sjúkrahúsi væri. Ég hugsa það nú eftirá að líklega hefur þessi hugheili maður verið veikari en hann vildi láta á bera. Mig grunaði að vísu, sérstaklega eina nóttina þegar hann gat ekki sofið eðlilegum svefni. En hann bar raunir sínar ekki utaná sér og ekki heyrði ég hann kvarta. 6 íslendingaþættir . Örlögin eru margbreytileg og óútreiknanleg. a það hljótum við að reka okkur, eftir því oftar, sem lífsgangan lengist. Það kom mér vissulega á óvart að heyra andlátsfregn Guðmundar Baldvinssonar í útvarpinu þ. 20. okt. 1983. Við lágum á stofu 6, hlið við hlið í s.l. mánuði á Sjúkrahúsi Akraness. Þegar ég útskrifaðist og fór hcim’, kvaddi ég þennan geðþekka mann, glaðan og hressan, því hann sagðist fara heim næsta dag og hlakkaði til, því eitt og annað stóð til t.d. ,það að flytja af óðalinu Hamraendum á Dvalarheimili í Búðardal. Að vísu ætluðu þau hjón að eiga sitt hús á jörðinni og koma í sveitina sína með vorfuglunum, sem alltaf færa okkur sveitafólkinu nýjan óð, hlýjan og heillandi á hverju vori. Mig undrar ekki þó þessi hörpunnar snillingur, hafi heillast af söng vorsins, sjálfur þeim gáfum

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.