Heimilistíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 9
 Eldhús Baðherbergi Gangur Skápur Þetta er teikningin' af stofunni, sem er Garður Barnaherbergi Þegar Wienbroer er spurður um það, hvort fólk geti nokkurn tima verið eitt og út af fyrir sig i' svona litilli ibúð segir hann, að það sé reyndar satt, að óhjákvæmilega verði manni að lika mjög vel við sambýlisfólk sitt, ef maður býr svona þröngt. Þó gefst af og til tækifæri til einveru. Diana ekur til dæmis ein til skólans, þar sem hún kennir á Long Island. Þau elda til skiptis i litla eldhúsinu. Á sumrin er dásamlegt að vera úti i garðinum. Svo förum við lika oft ein i bió, og þá er hinn heima að passa Kirtley Þannig fáum við tækifæri til þess að vera ein ef við verðum þreytt hvort á öðru, segja Wienbroer-hjónin. (Þ-fb) 6x5 metrar að stærð. Þarna er mikið skápa pláss, og i miðjunni er svefnaðstaða hjónanna. mörgum hlutverkum, heldur en að reyna að troða inn I ibúðina mörgum smáum hlutum,sem hver hefur aðeins einu hlutverki að gegna. — Þannig er matarborðiö óvenju-stórt (210 sm x rúmlega metri á breidd) og myndi ef- laust mörgum þykja þetta heldur stórt borð i svo litla ibúð en við notum það mjög mikiö segir Wienbroer. — Það er mjög þægilegt og við það er nægilegt rými til þess að vinna.sauma og meira að segja leika á þvi leiki, ef við viljum. Við borðum við þetta stóra borð og það er meira að segja hægt að leggja á borð fyrir átta manna veizlur þegar tilefni er til. Þegar við erum með 24 til 30 manna veizlur notum við þaö sem hlaðborð. Dagsdaglega látum viö borðið ganga töluvert út yfir svefndin- una, sem er á miðju stofugólfinu. — Einn er sá kostur við aö búa i litlu húsnæði, en þaðer, aðþá kemst maður hjá þvi' að safna að sér alls konar óþarfa hlutum. Við eigum nokkur falleg málverk, sem við höfum á veggjunum og beinum að þeim sér- stökum ljóskösturum, þannig að þau njóta sin enn betur en ella. Við höfum mikla ánægju af, að hafa umhverfi okkar einfalt og stilhreint. Sérstök málning er notuð á veggi ibúðarinnar. Hún endurvarpar ljósi mjög vel, og er einnig auðþrifin. Loftin eru máluö i köldum ljósbláum litum. Matborðið er hvitmálað og við förum bara yfir það, þegar nauðsyn krefur, og höfum ekki áhyggjur af áferöinni þess á milli. Það losar okkur við allar áhyggjur af rispum og öðru þvi um llku.. Wienbroer-fjölskyldan á reyndar gamalt hús i norðanverðu Pennsylvania-fylki og þangað getur hún brugðiö sér um helgar og léttir það án efa á fólkinu og dregur úr þeirri streitu, sem sannars gæti skapazt ef aldrei væri hægt að bregða sér út úr þessari litlu en haganlega innréttuðu ibúð. Húsið hefur fjölskyldan lagfært, og þar dvelzt hún oft á sumrin. 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.