Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 21.04.1977, Qupperneq 23

Heimilistíminn - 21.04.1977, Qupperneq 23
Það hýrnaði aftur yfir Jóni litla, þegar hann heyrði þannig talað um gamla manninn. Hann átti raunar stundum dálitið erfitt með að lynda við afa, en enginn gat neitað þvi, að hann var langbezti veiðimaðurinn i allri sýsl- unni. Þegar karlmennirnir voru allir komnir úr augsýn, sneri amma sér til drengjanna og mælti: ,,Nú ætla ég að fara inn aftur og þvo upp, en þið skuluð, drengir minir, skjótast út að læk og sækja vatn fyrir ömmu.” Drengirnir voru fúsir til að hjálpa ömmu, sem alltaf var svo góð. Þeir tóku sina fötuna hvor, hlupu út að læk og færðu ömmu allt það vatn, sem hún þurfti á að halda. Siðan settust þeir um stund á heita helluna utan við dyrnar og spjölluðu um, hvað þeir ættu að gera sér til gamans. Bárður stakk fljótlega upp á þvi, að þeir skyldu tina ber, þvi að þau voru mesta hnoss- gæti.sem hann gat hugsað sér, ekki slzt multuber, sem nú áttu að vera fullþroskuð hér upp til heiða. „Já, það væri bara gaman,” sagði Tóti, „en þú mátt ekki gleyma þvi, að björninn gæti ver- ið hér í næsta nágrenni”. Þá vildi Bárður litli ekkert hugsa meira um berin og kaus heldur að vera heima hjá ömmu. „Við getum farið öll saman eftir stutta stund,” kallaði amma, sem hafði heyrt hvert orð, sem þeir sögðu. „Við þurfum ekki að fara langt eftir multuberjum, — aðeins I næstu mýri og hún er hér skammt frá”. „Megum við Jón ekki fara svolitið á undan?” spurði Tóti. Amma var um stund á báðum áttum. En þegar drengirnir höfðu lofað að fara ekki lengra en það, að hún gæti vel fylgst með þeim og kallað til þeirra, ef henni þætti ástæða til, veitti hún samþykki sitt. Þvi næst rétti hún þeim berjaföturnar, og svo hlupu þeir samstundis út. Eftir fáeinar minútur voru þeir komnir út i mýrina, sem amma hafði visað þeim á. Þar var allt morandi I multuberjum, stórum, loðn- um og safamiklum derjum. Og eitt er vist, að ekki hafði björninn verið hér á ferð, þvi að þá hefði hvergi sézt ber. En svo sem kunnugt er, er björninn hin mesta berjaæta. Drengirnir tindu fyrst upp í sig og borðuðu eins og lystin Ieyfði. En veðrið var svo yndis- legt, og þeim reyndíst ovenju erfitt að lúta nið- ur og horfa til jarðar. Og þeir höfðu ekki tint nema rúmlega botnfylli I föturnar, þegar þeir urðu leiðir og tóku að slá slöku við. Og fyrr en varði stakk Tóti upp á þvi að þeir skyldu bara biða með berjatinsluna, þangað til amma kæmi, þvi að þá gengi þeim líka miklu betur. Jón samþykkti þetta með mikilli ánægju. „Eigum við ekki að skjótast upp á hæðina þarna?” sagði hann og benti I suður. „Hver veit, nema við getum séð einhverjar kindur þaðan”. Tóti tók þessari uppástungu feginssamlega og virti vel fyrir sér fjarlægðina frá selinu til hæðarinnar. „Jú, það er bezt að við gerum það,” sagði hann. „Við sjáum vel heim til selsins frá hæð- inni, og það er ekki lengra en svo, að við heyr- um vel til ömmu ef hún kallar á okkur... Já komdu þá strax,” kallaði hann til Jóns.,„ „Við skiljum föturnar hér eftir”. Svo hlupu drengirnir af stað, yfir móa og mýrar, og eftir nokkra stund voru þeir komnir upp á hæðina. Þetta var i rauninni aðeins litil hæð, en engu að siður var þaðan góð útsýn yfir næsta umhverfi og langt inn til heiða og f jalla... Þeir voru orðnir móðir af hlaupunum, fleygðu sér á magann I lyngið og horfðu I kringum sig. „ó, hvað hér er fallegt!” sögðu þeir báðir samtimis. Þeir sáu víða glitra á blátær vötn á hinni miklu víðáttu heiðalandanna. Einnig sáu þeir til nokkurra selja, sem þeim var kunnugt um, og vissu hverjir áttu, m.a. sáu þeir óljóst sel þeirra feðga I Akurseli. En I kringum hin miklu heiðalönd voru fjöllin fögru, sem skáldið lýsir þannig: „Og fjallhnjúkaraðirnar risa i kring, sem risar á verði við sjóndeildarhring.” Já, þetta var vissulega heillandi sýn, og drengirnir kepptust um að muna sem flest nöfn á hæstu tindum f jallanna. Ekki mundu þeir þau öll, enda um mörg að ræða, en Jón reyndist þar töluvert minnugri en Tóti. „Nei hvað getur þetta verið?” kallaði Jón allt i einu og benti I áttina til Blátinds. „Það er eitthvað þarna, sem hreyfist við rætur fjalls- ins. ... Kannski það séu einhverjar af kindun- um okkar? Tóti horfði ákveðið þangað, sem Jón benti. Jú, nú sá hann það. Þetta var stór hópur dýra á göngu, á töluverðu svæði, og Tóta varð strax ljóst, hvaða skepnur það voru, hann hafði séð þær fyrr á þessum slóðum. 23

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.