Heimilistíminn - 21.04.1977, Síða 7

Heimilistíminn - 21.04.1977, Síða 7
Stórmerkileg vél, sem finnur þá, sem eiga í vændum að f á slag Hún er örugg og notkun hennar veldur sjúkling- um engum sárs- auka, segja sérfræðingar Stórmerkileg vél með hátiðnibylgjum er notuð til þess að komast að þvi, hvort fólk eigi i vændum að fá slag. Vél þessi gefur til kynna, hvort æðarnar eru farnar að kalka, og veldur rannsóknin sjúklingnum’engum sársauka eða óþægindum. Vélin sendir hátiðnihljóð- bylgjur inn i likama sjúklings- ins. Þegar merkin koma til baka er lesið úr þeim á sjón- varpsskermi, og sýna þau greinilega, hvort æðarnar eru heilbrigðar eða ekki. Vi6 erum mjög ánægðir með árangur- inn af notkun þessarar vélar, sagði dr. Titus C. Evans, Jr. á hinni frægu Mayo Clinic i Rochester f Minnesota í Banda- rikjunum, þar sem nýlega var fariö aö nota þessa vél. Tækið var fundið upp og framleitt hjá Stanford Research Institute (SRI) i Kali- forniu, og er þvi ætlað að koma I staö hinnar sársaukafullu og hættulegu aðferðar, sem notuö er til þess að rann- saka æðaveggi sjúklinga. Þessi sjúkdómur er aðalástæðan fyrir þvi að fólk fær slag, en úr þvi deyja nú ár- lega um 50 þúsund Bandarikjamenn, að þviersegirf fréttum frá Heilbrigðismála- ráðuneyti Bandaríkjanna. m-----------------------► Eins og sjá má á þessari mynd, snertir vélin aöeins lauslega háls sjúklingsins, og veldur honum f engu sársauka eöa óþæg- indum. Fram til þessa hafa læknar aðeins getað rannsakað þennan sjúkdóm með röntgen- myndum, og er það gert með þvf að sprauta eins konar litarefni f bloðið. betta er sársaukafullt, og getur haft eftirköst, og meira að segja valdið dauða, ef kölk- unin I æöaveggjunum losnar og stiflar æð- arnar til heilans. En nýja vélin, sem likist einna helzt sjónvarpskvikmyndavél er algjörlega hættulaus, segir Philip S. Green, einn af starfsmönnum SRI. Vélin kemst aðeins I snertingu við sjúklinginn f gegnum lftinn vatnsfylltan poka, sem hvilir léttilega við húð hans. Hljóöbylgjurnar fara siðan og koma aftur i gegn um þennan poka. Vélinni er beint að æðum á hálsi sjúk- lingsins, sem flycja blóð til heilans, en þar er oft um aö ræða, að fita setjist innan á æðaveggina. — Vélin er látinn endurvarpa þvi, sem hún ,,sér” í æöunum á þessum staö, segir Gréen. Búizt er viö, að þessi merkilega vél veröi komin á almennan markað eftir svo sem eitt ár, og er áætlað aö hún muni þá kosta um 125 þúsund dollara.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.