Heimilistíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 12
son sýslumaöur sennilega aldrei fullkom- lega losnað viö galdraryktið. En meira bar til tiðinda um mál hans, og uröu þau af likri rót, þó með ólikindum væru, og sannarlega af tlðar- og menntunarástandi 17. aldar, og var þvi skilgetið afkvæmi hennar I einu og öllu. 4 Torfi Hákonarson hét maður og var hann náfrændi Jóns sýslumanns Vigfússonar. Hann fór ungur til Hollands með duggur- um, og læröi þar sjómennsku og kaupskap I anda aldarinnar. Hann stundaöi kaup- skap til Islands og gerði félegsskap við hollenzka duggara og fóru þeir meö góð- um árangri til kaupferöa norður til Is- lands, þrátt fyrir rikjandi einokun I land- inu. Sumariö 1671 kom Torfi Hákonarson á hollenzkri duggu á Krossvik á Akranesi, og fór þegar I land og á fund frænda sins, sýslumannsins á Leirá. Var honum þar vel fagnað og naut frændsemi og vináttu. Ekki er þess getið, hve lengi Torfi dvald- ist á heimili sýslumanns. En hitt er vlst, að Jón sýslumaður sneri til fylgdar við Torfa og fór með honum um borð I hol- lenzka skipið á Krossvik við Skipaskaga. Heimildir geta þess ekki, hvað þeim frændum fór á milli á skipsfjöl á Kross- vlk, nema það sem fram kemur bráðlega og varð til ærinna tiöinda. Liðu svo fram stundir enn um hrið. Morgun nokkurn skömmu siðar reri Torfi ásamt félögum sinum báti I land á Krossvik og hafði meðferðis sex tóbaks- rullur, eins og pakkað tóbak var þá nefnt, og mun hver rulla hafa vegið nær hálfri vætt eða vel það. Var þvi hér um talsvert magn að ræða af tóbaki. Fluttu þeir Torfi og félagar hans tóbakið i land til manna þar á Skaganum, er vanir voru að varð- veita varning sýslumannsins á Leirá. Hugðu þeir, að sýslumaður ætti tóbakið, og tóku þvi á móti þvi til varðveizlu. Skagamenn voru vel vitandi þess, að ekki var leyfilegt að höndla meö tóbak né ann- að við erlenda menn, vegna einokunar- innar. Skömmu siðar komu menn frá sýslumanni og sóttu tóbakið og fóru meö það á braut heim að Leirá. Meðan þessu fór fram i landi, biðu þeir Torfi Hákonarson og félagar hans eftir bvr á Krossvik. En byrinn varð þeim sið- íwvinir Mig langar til að eignast islenzkan fri- merkjasafnara að pennavini. Sam Baum 20, Tel — Hay str. Ramat — Gan israel 12 búnari en aðrir gestir. Sendimenn um- boðsmannsins á Bessastöðum á Alftanesi reru að skipinu og tóku Torfa höndum og fóru með hann til Bessastaða. Þetta var skömmu fyrir alþing um sumarið og bar vel i veiði aö færa Torfa Hákonarson þangað til dóms og laga. Bar hann þar vitni i málinu gegn frænda sin- um, Jóni sýslumanni á Leirá. Lýsti Torfi þvi opinberlega yfir i lögréttu, i áheyrn þingheims, að Jón sýslumaður hefði keypt af sér tóbakið og heitið ákveðnu verði fyr- ir það, en ekki staðgreitt það. Torfa var sleppt án sektar og dóms. En Jón sýslu- maður sættist á aö flytja tóbakið til Bessastaða, og voru þetta farsælleg málalok fyrir hann eftir þvi sem virtist. En máliö var ekki búið meö þessu, þótt undarlegt sé. A alþingi árið eftir lenti þeim saman i orðasennu, Jóni sýslumanni Vigfússyni á Leirá, og Jóhanni Petursen Klein fógeta á Bessastöðum, þeim hinum sama, er svo mildilega tók á broti sýslumanns sumarið áöur á alþingi. Varð Jón sýslumaður mjög þungyrtur I garö fógetans, og kom þar greinilega fram hiö mikla skap hans og stórbokkaháttur. Hann hefur talið sig máttugri og meiri en hann var að völdum og tign. Honum hefur sárnað, hvernig fó- geti brá fæti fyrir hann sumarið áður meö töku frænda hans, Torfa Hákonarsonar, á Korssvik. Afleiðing deilunnar varð sú, að fógetinn fyrirskipaöi, aö mál Jóns sýslumanns yrði tekið upp að nýju frá sumrinu áður um launverzlunina á Krossvik, og yrði það rannsakað frá grunni og visað til dóms i héraði. Var máliö siðan tekiö fyrir og rannsakað strax um sumarið og virðist það hafa gengið hratt fyrir sig. Jón sýslumaður gekk nú gegn fram- burði Torfa Hákonarsonar frænda sins, og héltþvifram.aðhannhefðistrax um borð 1 skipinu, merkt tóbaksrúllurnar marki konungs eins og heiðarlegum konungs- embættismanni bar aö gera. Sagði hann, aö hann hefði gert þetta með krit og skiliö rúllurnar eftir merktar I skipinu. En við rannsókn, kváðust viðtökumenn tóbaksins I landi ekki hafa séð slik merki á tóbakinu, og engin merki verið á um- búöum rúllanna, önnur en þau, er venju- lega væru á sliku frá Hollandi. Féll þvi þessi framburður sýslumanns sem dauð- ur bókstafur. Við viljum skrifast á við stráka og steipur á aldrinum 12-14 ára. Hafdis E. Bogadóttir Laufási Djúpavogi S-Múl. Gréta Jónsdóttir Strandhöfn Djúpa vogi S-Múi. Jón sýslumaður varð algjörlega undir i þessu máli og tapaði þvi gersamlega. Hann var dæmdur frá embætti i Þverár- þingi 3. ágúst 1672. Var siðan báðum sýslunum ráðstafað og varö Jón yngri Vigfússon embættislaus. En hann átti næsta leik gegn danska valdinu á Bessa- stöðum, og hann var tilbúinn að skáka umboðsvaldinu i öflugu hróksvaldi ættar sinnar og málfylgju. Hann gerði það lfka með vel yfirveguðum ráðum og verður nánar sagt frá þvl. Framhald i næsta blaði HVAÐ VEIZTU 1. Hver er þetta? 2. Hvenær voru fyrstu vetrar- ólympíuleikarnir? 3. Hvaða fugl hefur oröið eins konar vizkutákn? 4. Hvað hét faðir Saiómons kon- ungs? 5. Hvað köllum við I dagiegu tali þurrkaðar vinþrúgur? 6. I haða landi var uxinn Apis heilagt dýr? 7. Hvaða jökull er stærstur á meginlandi Evrópu? 8. íhvaða landinota menn mynt, sem nefnist zloty? 9. Hvað heitir stærsta eyjan I Balear-eyjaklasanum? 10. Hvað heitir ekkjan I Kátu ekkjunni? Lausnin er á bls. 39.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.