Heimilistíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 7
PRESTUR MEÐ BIBLÍU RIFFIL OG HEST Farandpredikararnir liurfu í Banda- rikjunum, þegar hift svokallaða Villta vestur fór að byggjast verulega. Nú er þó knniinn fram á sjónarsviðið nýr predik- ari, Jesse I). W addle. Ilann er 43 ára gam- ali sölumaðurog baptistaprestur að auki. Hann ferðastum á slettum og fjallastig- um i Kolorado og fararskjóti hans er hest- urinn. Raunar hefur Waddle notfært sér tækni 20. aldarinnar þar sem hann ekur hestun- um sínum, þeim Montana og Cherokee, milli staða i aftanívagni, sem hann festir við bilinn sinn, en þegar hann kemur fram fyrir auglit þeirra, sem hann vill predika yfir, þá hverfur hann ein 100 ár aftur i timann. Waddle birtíst þá riðandi á hesti sinum, með klyfjahestinn við hliðina. Hann er klæddur skinnjakka með kögri og með kúrekahatt á höfðinu. Jakkinn er saumaður úr skinninu af fyrsta elgnum, sem hann segist hafa skotið. Hann heilsar söfnuði sinum með þvi' að segja, „Hi folks”, eða hallö þið þarna, og sýnir svo hversu fær hann er að handleika bæði byssu og svipuna sina. Dóttir hans, Connie, sem er 15 ára, aðstoðar hann við þessa sýningu. Hún heldur t.d. á dagblöð- um, sem faðir hennar rifur sundur i miðju, með einu höggi frá hinni 14 feta löngu s vipu. Að lokum dregur Waddle upp úr pússi sinu bibliuna i skinnbandi, og ræðir hlutverk farandpredikarans. Fyrir kemur að hann flytur raunverulega predikun og leikur þá og syngur með. Hann leikur á harmóniku, og helzt syngur hann sálminn I Met My Gód. Waddie byrjaði á þessu öllu árið 1975, þegar hann komst i kynni við hóp manna, sem kallaði sig Mountain Men. Þessi hóp- ur var i Kolorado, og reynir að endur- vekja siði og venjur fyrri daga i Villta vestrinu. — Ég vildi gjarnan að guð yrði hafður með i sambandi við hátiðahöldin á 200 ára afmæli Bandarikjanna, og ég komst að þeirri niðurstööu aö farand- predikunin væri bezta leiðin tii þess að koma þvi i kring. Starfi Waddles var svo vel tekið, að hann hélt þvi áfram þótt afmælisárið væri liðið. Hann er mjög vinsæll og fólk sækist eftir þvi að láta hann framkvæma giftingarathafnir. Framkvæmir hann að meðaltali fjórar giftingar ámánuði. Fólk er mjög hrifið af stil hans, og ekki þykir það siðra, þegar giftingarvottorðið er skráð á skinn. Faðir Jesse hafði rekið flutningafyrir- tæki, sem hann missti i kreppunni. Jesse ólst upp i Deer Trail i Koloradó. — Þetta voru erfiðir timar, segir Waddle. Samt sem áður var Jessi látinn fara i pianótima og auk þess söng hann i kirkjukórnum. Eftir að hann lauk prófi við Denver Baptist Bible College árið 1956 giftist hann konu sinni, Betty, ogeignuðust þau fjögur börn. Auk þess hafa þau alið upp þrjú fósturbörn. Waddle hefur fyrirlitningu á stefnu og áhrifum stóru kirkjusafnað- anna, og hann endaði með þvi að fara bara i það sem kalla mætti venjulega vinnu, i stað þess að notfæra sér þekk- inguna, sem hann hafði aflað sér i bibliu- skólanum. Auk þess vann hann sér inn töluvert fé með þvi að skjóta kaninur. — Kaninurnar voru notaðar i refafæði á stóru skinnabúg.örðunum i austurhluta Bandarikjanna. Nú vinnur Waddle hjá fyrirtækinu Independent Petrochemical og predikar auk þess i litilli baptista- kirkju i Arvada, þar sem hann á heima. Jerry nokkur Kern, 57 ára gamall, er i söfnuði Waddles. Hann segir, að i upphafi hafi honum alls ekki fallið við Waddle, hvorki sem predikara eða mann. — En það hlýtur að fara svo að lokum, að manni falli vel við hann. Hann er alltaf til taks, þegar einhver þarfá styrk að haldaog það bezta við hann er, að hann er ekki einn af þessum skinheilögu prestum.... Þfb 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.