Heimilistíminn - 06.05.1978, Page 23

Heimilistíminn - 06.05.1978, Page 23
Þau töluðu um vinnuna. Ræddu um árangur- inn af nýrri meðferð, sem sjúklingar fengu. Svo fóru þau að tala um hvað mikið hefði selzt i gjafabúðinni siöustu vikurnar. — Hvað um jólin? sagði Barbara. — Hvað meinarðu? Ég virðist vera eini karl- maðurinn hér, sem er óbundinn, svo ég er bú- inn að óðast til þess að vera á vakt um jólin. Það var ekkert hægt að merkja á rödd hans, um hugsanirnar, sem hlutu að þjóta um huga hans. Svo fóru þau i bió, og það varð mikill léttir. Þar þurftu þau þó að minnsta kosti ekki að tala saman. Þegar þau komu aftur i ibúð Barböru, fór Hugh að ganga um gólf i stofunni. Hún vissi vel, hvað hann var að hugsa. En Hugh var stoltur. Hún yrði að gera eitt- hvað áður en hann hætti a að verða auðmýktur á ný. Hún yrði að segjast elska hann og það gat hún ekki sagt, þegar hún var alltaf með hugann við annan mann. Frá þvi kvöldið, sem þau John Davidson höfðu farið i heimsöknina i litla, fátæklega hús- iö uppi i fjöllunum hafði henni fundizt hún standa honum einhvern veginn nær. Hún hafði rætt við hann einu sinni um móður barnsins, sem enn var mjög veikt, og einu sinni hafði hún séð stúlkuna standa i anddyrinu, fátæklega klædda með hárið falið undir dökkri húfunni. Nú hugsaði hún um þann tima, þegar þau Hugh höfðu getað setið i þessu sama herbergi og verið vinir, en nú gátu þau það ekki lengur. Gátu karl og kona nokkurn tima raunveru- lega verið vinir? spurði hún sjálfa sig. Að lokum kom Hugh og settist niður við hlið hennar. Hann tók hönd hennar i sina og hélt þétt i hana. — Ég var búinn að ákveða að tala við þig, hefðir þú ekki gert það að fyrra bragði i morg- un, en þó ekki það sem þú heldur vina min. Ég mun aldrei koma þér i vandræði með þvi að reyna að neyða þig til þess að láta þér þykja vænt um mig. Það er nokkuð sem þú verður að taka ákvörðun um sjálf. En vegna þess að ég held að það sé okkur báðum fyrir beztu, þá hef ég ákveðið að fara frá Hilton General i byrjun janúar. Ég fer sennilega um miðjan janúar. Ég er búin að fá húsnæði fyrir lækningastofu i lit- illi borg i Michigan. Þetta verður ekki mikið til að byrja með, en það vantar lækni, og ég get orðið til hjálpar þarna. — Ég hef alltaf haldið, að mér myndi falla vel að vera i litilli borg, hélt hann áfram. — Ég för þangað snögga ferð fyrir hálfum mánuði, rétt til þess að lita á umhverfið. Þetta er nokk- urs konar sumai'leyfisbær og litið sem ekkert um að vera á veturna. Hins vegar er þeim mun meira, sem gengur á á sumrin. Ég hef fengið ágæta lækningastofu, vel búna tækjum. Lyfja- fræðingurinn i bænum er lika ágætis náungi. — Hvar ætlarðu að búa? spur i Barbara, og reyndi að dylja hversu leið hún varð. Hvað myndi hún gera án Hugh? Hugh yppti öxlum. — Ég bý einhvers staðar einn til að byrja með, en svo getur vel verið að ég fái mér ráðskonu. Barbara þagði um stund. — Ég mun sakna þin, sagði hún að lokum. — Ég mun lika sakna þin — mjög mikið. En þetta er bezta lausnin á vandamálum minum. Ég get ekki þolað að vera áfram hér á Hilton General og vera ekki með þér. Við höfum ekki hitzt i tvær vikur, og það er meira en nóg. Verði ég að sætta mig við, að þú getir ekki elskað mig, þá geri ég það ekki hér, þar sem ég sé þig á hverjum degi. — Ég veit ekki hvað ég á að segja. Hann reis á fætur, beygði sig svo niður að henni og kyssti hana. — Við skulum ekki gera of mikið úr þessu, sagði hann glaðlega. — Menn hafa verið ástfangnir og ekki fengið þá, sem þeir elska, fyrr en nú, eins og þú veizt. Þetta er gamla sagan, en við skulum láta betri manninn fara með sigur af hólmi. Hann hafði ekki minnzt á Davidson, en Bar- bara vissi, að hann hlaut að hafa heyrt um þaö, að hún hafði farið út með honum. Hún velti þvi fyrir sér, hvort hún ætti að útskýra fyrir hon- um, að Dr. Davidson hafði aldrei sýnt allra minnsta áhuga á henni sem persónu. Það væri kjánalegt. Hún hafði ekki rétt til þess að gefa Hugh nokkra von. Það væri ekki rétt að gera litið úr tilfinningum hennar gagn- vart hinum manninum, á meðan hún var svona óörugg sjálf. Hún sagði góða nótt og náði valdi á tilfinning- unni, sem var að brjótast um innra með henni, og var næstum búin að láta hana kasta sér i fang Hugh og biðja hann um að fara ekki frá sér. Hún ætlaði ekki að gera þessa kveðjustund erfiðari en nauðsynlegt var. Hún minnti Hugh á að hann hefði ekki enn keypt jólakortin, og hann lofaði að koma við i búðinni næsta morg- un. Allan næsta dag beið Barbara eftir honum. í hvert skipti, sem maður i hvitum slopp gekk 23

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.